Selfoss - 11.04.2013, Síða 14

Selfoss - 11.04.2013, Síða 14
14 11. apríl 2013 Leitað að utankjörstaðaatkvæðum Er þetta ekki fulllangt geng-ið? Þessa auglýsingu mátti sjá hvað eftir annað á skjánum í beinni útsendingu af handboltaleik sem fram fór í Svíþjóð. XL blasti við. Hér voru menn á (L)lýðræðisvakt- inni enda utankjörfundaratkvæða- greiðsla hafin og vitað að fjöldi Ís- lendinga býr á Skáni í Svíþjóð þar sem leikurinn fór fram um sl. helgi. Vorlauf míns trega Skáldið Þorsteinn Valdimarsson kom úr Vopnafirði, af skálda- heimili eins og við megum vita sem hér í Árborg búum og þekkjum Guðrúnu systur hans sem sungið hefur með Hörpukórnum fram á síðustu vikur og skrifar ljóð. Grasið mitt græna gott er að vera til og finna þig hjúfra hlýtt sér við yl. Mjúkt muntu strjúka mér yfir höfuð brátt sofnum frá öllu´ í sátt grasið mitt mjúka. Um systur sína yrkir Þorsteinn gjarnan, finnur þakkarefni og hlýju í ríkidæmi stóra systkina- hópsins: Hlóðum við sverði hún systir mín og ég, - drógum úr grafar djúpu lagi sætstör og saman átum. . . . Hníptum við undir færum hann faðir minn og ég. Máfinn hjó í marar gráði bátskel fyrir Búðardröngum. Eftirminnileg er myndin af Þor- steini í þakherberginu sínu, þar sem hann stendur við stofuorgel- ið. Myndin prýðir bók Eysteins Þorvaldssonar með úrvali af ljóðum þessa ljúflings vors og lækja og umfjöllun um þau. Vorlaufið unga veika og smáa veit það um blóm sitt um daggir, yl og ljós? Vorlauf míns hjarta vorlauf míns trega verður þú rós. Þorsteinn átti aðeins tvö ár ólifuð þegar söngmálastjóri, Hauk- ur Guðlaugsson, hóf árleg og árangursrík organistanámskeið sín í Skálholti 1975 og svo ótrúlega sem það kann að hljóma um Þorstein sem aldrei kom til þeirra, en var þar þó iðulega þátttakandi, en fjarstaddur þegar hann birtist í sögum námskeiðsgesta, þeirra sem átt höfðu samskipti við hann. Hann var eftirsóttur þýðandi og textasmiður og þegar setja skyldi brag við lag var viðbrugðið var hve gott var til hans að leita. Þess naut Haukur meðan hann starfaði sem organisti á Akranesi og stjórnaði þar kórum. Og margur þurfti sína sögu af Þorsteini að segja þegar nafn hans bar á góma. Þeir Þorsteinn og Haukur höfðu átt samleið í tónlistarskólanum á sínum ungu árum og bundu með sér hlýja vináttu æ síðan. Ó, kærasta góða vor í tæran kyrtil sólar færirðu börnin þín og stökkvir þeim rjóðum á dyr í leik við grös þín og blóm og feykir á burt þeirra sorgum eins og reyk með ljúfum blæ eins og náttdögg af stráum, . . . Þorsteinn stóð ekki álengdar í stormum sinnar tíðar, hann varð eitt þeirra skálda sem beittu skáldskapnum í baráttunni við erlenda ásælni, gegn hersetunni og aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu. Eysteinn segir: „Það eru þessi mál sem kalla hörpusvein- inn „hinn hljóða draumamann“ til baráttu fyrir huldu landsins.“ Þekktasta baráttuljóð Þorsteins er Þú veist í hjarta þér en við það samdi hann einnig lag sem sung- ið var í Keflavíkurgöngum þegar hersetunni var mótmælt. Þú veist í hjarta þér kvað vindurinn að vegur drottnarans er ekki ekki þinn – heldur þar sem gróandaþytur fer og menn þerra svitann af enni sér og tár af kinn. Hér aðs skjala safn Ár nes-inga hef ur á und an förn-um ár um feng ið fjölda merkra ljós mynda safna. Hér aðs- skjala safn ið fékk ásamt Hér aðs- skjala safni Aust firð inga og Hér- aðs skjala safni Skag firð inga styrk frá Mennta og Menn ing ar mála ráðu- neyti til at vinnu skap andi verk efn is tengd inns könn un og skrán ingu á ljós mynd um á söfn un um þrem ur. Sveit ar fé lag ið Ár borg og Menn- ing ar ráð Suð ur lands styrktu svo sér stak lega verk efn ið hér í sýsl unni. Á hér aðs skjala safn inu eru nú um 125.000 ljós mynd ir. Í tengsl um við verk efn ið er bú ið að skanna inn tæp lega 30.000 ljós mynd ir og skrá um helm ing þeirra. Mik ið vinna ligg ur að baki skrán ingu á ljós mynd um og oft á tíð um er ekki hægt að greina ná kvæm lega frá við burð um eða þekkja þá ein stak linga sem eru á mynd un um. Mik il vægt er að geta leit að til al menn ing og fá að stoð við skrán ingu á ljós mynd um. Birt- ing ljós mynda með þess um hætti er því í raun sam vinnu verk efni íbúa hér aðs ins og skjala safns ins. Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is Allt fyrir sjávarútveginn Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Rafmagnsstjórntæki fyrir skip og báta frá ZF Þekk ir Þú fólk ið? úr Harð Haus (7) Ingi Heiðmar Jónsson Hér fylgir mynd frá Sigurði Jónssyni. Þessir krakkar eru á indíánahátíð í Sand- víkurskóla milli 1991 og 2000. Okkur vantar nöfnin á þau. Þá minnum við á myndasetur.is en þar er myndir frá héraðsskjalasafninu. allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar.

x

Selfoss

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.