Selfoss - 29.08.2013, Side 2

Selfoss - 29.08.2013, Side 2
2 29. ágúst 2013 Fráveitumál í Árborg: Tekjur langt umfram fjárfestingu - Frásagnir um miklar framkvæmdir hin síðustu ár standast ekki. Tekjur Sveitarfélagsins Ár-borgar af fráveitugjöld-um námu 914 milljónum króna á árunum 2009 til og með ársins 2012. Framkvæmdir hafa verið miklu minni á tímabilinu og hefur aðeins níundi partur teknanna verið nýttur til fráveitumála eða 107 milljónir króna. Tekjur langt umfram gjöld. Tekjur sveitarfélagsins hafa einnig margfaldast síðasta áratug. Tekjurnar af fráveitugjöldum námu 40, 2 millj. kr. árið 2002 en voru í fyrra (2012) 236,4 millj. króna. Í 8. grein sveitarstjórnarlaga segir m.a: Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitar- félags. Á fyrri hluta tímabilsins voru fjár- festingar í fráveitum hærri en þær upphæðir sem fráveitugjöldin gáfu af sér. En þegar litið er á tímabilið 2002-2013, til tekna annars vegar og fjárfestingar hins vegar er augljóst af tölum úr rekstri að tekjurnar eru langt umfram útgjöld (fjárfestingu) sl. ára- tug. Nemur upphæðin samtals 798 millj. kr. á tímabilinu 2002-2012. Og sé núverandi ár (2013) tekið með er upphæðin miklu meiri þar sem gert er ráð fyrir útgjöldum upp á 22,5 millj. kr. á árinu 2013 en tekjurnar verða ekki undir 200 milljónum króna. Einhver hluti teknanna fer í rekstur málaflokksins en skýrir engan veginn þennan mikla mismun sem er. Geta ekki farið í annað en málaflokkinn. Óskað var skýringa í innnanríkis- ráðuneytinu á því hvernig beri að túlka þá grein sveitarstjórnarlaga sem vitnað er til hér að framan. Svörin eru þau að fráveitugjaldið er ekki tekjustofn eins og skattur. Stjórn sveitarfélagsins ákveður sjálf að leggja á tiltekið gjald. Ekki er hægt að ákveða að leggja það í eitthvað annað en gjaldið segir til um. Í þessu tilviki til fráveitumála. Gjaldið er opinn tekjustofn. Af þessari túlkun hlýtur sveit- arstjórn að verða að taka sérstaka ákvörðun „um nýtingu tekju- stofna“ ef tekjurnar ganga ekki til sama málaflokks. Eins og er í þessu tilviki. Tekjurnar af málaflokknum eru mörg hundruðum milljónum hærri en sem varið er til málaflokks- ins. Sveitarfélagið getur hugsanlega safnað þessu fyrir ef um væntanlega stórframkvæmd er að ræða. Með öðrum orðum frestað framkvæmd- inni og safnað peningum í sarp á meðan. Engin slík samþykkt um framtíða ráðstöfun uppsafnaðra peninga liggur fyrir skv. heimild- um blaðsins. Segir á annan milljarð hafa farið í framkvæmdir. Framkvæmdir í fráveitumálum í Árborg hafa verið áberandi minni hinn síðustu ár en árin á undan og sem nemur tekjum. Stangast það mjög á við sumt sem komið hefur komið fram í fréttum af ófullnægj- andi stöðu fráveitumála í sveitarfé- laginu. Ríkisútvarpið hefur það eftir Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs Árborgar í næstliðinni viku að inn- heimta fráveitugjalds sé nauðsynleg þótt skólp sé ekki hreinsað í bæn- um. Þegar hafi verið ráðist í mikla fjárfestingu við endurskipulagn- ingu í skólpkerfinu og stefnt sé að byggingu hreinsistöðvar sem muni kosta mikla fjármuni. Þá segir Eyþór að það sé bæði vegna fjárfestinga í fráveitukerfunum almennt í götun- um og síðan vegna reksturs kerfisins. Undanfarið hafi verið settur á annar milljarður í uppbyggingu til þess að geta hreinsað skolpið. Ekki er ljóst hvar þessi milljarður er sem á að hafa farið í uppbyggingu „undanfarið“. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu hafa framkvæmd- ir verið afar takmarkaðar að undan- förnu og sér hvorki í „varanlegum rekstrarfjármunum“ né í tölum um „bókfært veitukerfi“ að sérstök uppbygging hafi átt sér stað. Bók- færðar eignir í veitukerfinu voru skv. ársreikningi Árborgar taldar nema 1812 millj. króna árið 2009 en1855 millj. kr. árið 2012. Eyþór bendir á að umdæmi sveitarfélagsins sé stórt og innviðirn- ir dýrir í rekstri, þrátt fyrir það eigi fráveitugjaldið ekki að fara í aðra útgjaldaliði. Eina hreinsistöð fyrir allt sveitarfélagið. Verkfræðistofan Mannvit gerði út- tekt árið 2009 fyrir sveitarfélagið Árborg á meðhöndlun fráveitu- vatns. Í þeirri skýrslu telja þeir raunhæfustu leiðina að koma upp einni hreinsistöð fyrir sveitarfélagið allt. Sú stöð yrði ekki við Selfoss. Samkvæmt reglugerð gangi heldur ekki að sleppa skólpinu út í Ölfusá. Í skýrslunni segir m.a: Hingað til hafa tillögur um skólp- hreinsun fyrir Selfoss miðast við að koma á fót eins þreps hreinsistöð með útrás út í Ölfusá. Forsenda fyrir eins þreps hreinsistöð er að viðtakinn sé skilgreindur sem síður viðkvæmur. Slík skilgreining á Ölfusá hefur ekki verið gerð en til þess að svo megi verða þarf væntanlega undanþágu frá reglugerð 798/1999 um fráveitur og skólp. Sam- kvæmt reglugerðinni er einungis hægt að skilgreina sjó eða hafsvæði sem síður viðkæm svæði. Annað atriði, sem gerir eins þreps skólphreinsistöð með útrás út í Ölfusá erfiða er gerlamengun. Mælingar sem gerðar voru árið1997 á gerlamengun í Ölfusá sýna, að styrk- ur saurkólígerla er talsverður og meiri en reglugerð 798/1999 kveður á um. Bæjarstjórn Árborgar mun hafa sótt um undanþágu fyrir hreinsistöð skv. eins þrepa fyrirkomulagi, en umsókninni hefur ekki verið svarað úr ráðuneyti. Óhemjukostnaður af fullnægjandi hreinsistöð. Við sögðum frá því í síðasta blaði að heildarkostnaður vegna upp- byggingar í tengslum við hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu sé áætlaður 4–6 milljarðar króna (4000-6000 milljónir). Kostnaður á íbúa gæti því numið um 700-800 þús.kr. Í þessari tölu er ekki reiknað með fjármagnskostnaði né rekstrar- kostnaði hreinsimannvirkja. Sveitarfélagið slær ekki af í svari sínu um hvað standi til. Unnið hafi verið að fráveitumálum og fjármagn lagt í athuganir, rannsóknir og fram- kvæmdir með það að markmiði að uppfylla reglugerð um fráveitur og skólp sem gefin var út árið 1999. Í lok yfirlýsingar sveitarstjórnar- innar í kjölfar mikillar (og neikvæðr- ar) umræðu um „ástandið í Árborg“ segir: Framtíðarstefna sveitarfélagsins í fráveitumálum er skýr, sem sagt að uppfylla allar reglugerðir um frá- veitur og skólp. Það verður gert af fjárhagslegri skynsemi og með því að hagnýta nútíma vísindaþekkingu og rannsóknargetu með það að leiðarljósi að finna hagkvæma og umhverfisvæna leið í meðhöndlun og hreinsun skólps í Sveitarfélaginu Árborg. Máli þessu er hvergi nærri lokið. Til að ná landi þarf að greiða frekar úr ýmsu og eyða óvissu. Það verður fjallað frekar um efnið í næsta blaði. Fréttaskýring: Þorlákur Helgi Helgason Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Gjörhygli er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu og vera meðvitaður um líkama, hugsanir og tilfinningar, augnablik eftir augnablik. Námskeiðið hefst 5. september á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Kennt er á fimmtudögum kl.16:45 - 19:00. Verð 49.000 kr. Átta vikna námskeið í gjörhygli (Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) Berum ábyrgð á eigin heilsu Hafðu hjartað heima Kennari er Bridget „Bee“ Ýr McEvoy RPN en hún hefur kennt gjörhygli á Heilsustofnun NLFÍ frá 2006. Fráveitumál í Árborg 2002-2012 (Tölur í milljónum króna á verðlagi hvers árs) 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Samtala TEKJUR Þjónustutekjur og aðrar tekjur 40,2 46,4 65,9 135,1 109,3 165 193,8 222,2 226,2 229 236,4 1669,5 FJÁFESTING Fjárfesting í varan- legum rekstrar- fjármunum 65,1 87,9 139,4 225,4 74,9 123,5 47,8 11,8 1,7 61,3 32,1 870,9 sala á villtum laxi úr Ölfusá datt niður við umfjöllun fjölmiðla um Ölfusá og ófullnægjandi skólphreinsun. Þessi veiðimaður var að áður en umræðan fór af stað.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.