Selfoss - 29.08.2013, Page 4
4 29. ágúst 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur
Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi.
SELFOSS
16. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013
Selfoss inn á hvert heimili!
60% fækkun í yngsta aldurshópnum í Skaftárhreppi:
Ferðaþjónusta til bjargar – eða kallar
byggðaþróunin á séraðgerðir á Suðurlandi?
Ferðaþjónusta á Suðurlandi hefur vaxið ört síðustu miss-erin. Fjárfestingar eru miklar
í greininni og ekki síst á Suðurlandi.
Menn trúa því að ferðamennska sé
svar við fólksfækkun í hinum dreifðu
byggðum Suðurlands. Hún muni
auka fjölbreytni og vonandi laða til
sín yngra fólk sem kýs þá að setjast
að. Yngra fólk er væntanlega lík-
legra til að kunna frekar til verka en
það eldra þar sem ferðamáti hefur
verið að breytast á undanförnum
árum. Því þarf að mæta með breyttu
verklagi bæði í gistingu og mat og
ýmissri afþreyingu sem stendur til
boða. Ferðamáti þeirra sem sækja
Ísland heim hefur breyst. Æ fleiri
eru á eigin vegum og setja sér sínar
eigin ferðaáætlanir. Hvað skuli sjá
og hvenær og velja næturstað æ meir
í samræmi við hvað öðrum hefur
fundist sem hafa dvalið á sömu
slóðum.
Fólksfækkun mesta ógnin
Í skýrslum Byggðastofnunar um að-
gerðir til að örva er ýjað að því að
viss héruð á Íslandi þurfi sér með-
höndlun. Hefðbundnar aðferðir í
byggðasókn henti ekki öllum. Hér
hljótum við að horfa meðal annars til
hinna dreifðu byggða á Suðurlandi.
Skaftárhreppur er tvimælalaust gott
dæmi. Fólksfækkun er mesta ógnin
við austurbyggðir Suðurlands; svæð-
ið fyrir austan Pétursey og austur að
Höfn. Og alveg sérstaklega þar sem
fækkar mest í hópi þeirra yngstu. Í
Skaftárhreppi hefur þeim sem eru
innan við tvítugt fækkað um 60% á
15 árum. Það eru uggvænleg tíðindi.
Kalla á viðbrögð – og þau áform
verða að vera meira en byggð á
skyndiákvörðunum um bráðagróða.
Ferðaþjónusta til fyrirmyndar
Byggðastofnun hefur lánað til
þessara svæða sem viðkvæmust eru.
Næstum einvörðungu til ferðaþjón-
ustuaðila. Ferðaþjónustan blómstrar
víða. Eins og við tókum dæmi af í
síðasta blaði. Unga fólkið sem hefur
gert upp Ketilsstaðaskóla í Mýrdal.
Úr varð lítið hótel og þau eru að
uppskera og una glöð við sitt. Þau
sinna ferðamanninum af alúð og fá
viðbrögð sem því nemur. Ánægðir
ferðalangar er besta svarið við því
sem gert er. Þeir smita út frá sér.
Ekki síst í gegnum ferðavefina á
netinu. Nú leggja erlendir ferða-
menn upp í langferðir til Íslands
og ferðast innanlands á Íslandi
eftir áður ókunnum ferðakortum.
Netsíður eru grannskoðaðar. Ferða-
langurinn kemur til Íslands með
útfylltan „lyfseðil“ þar sem allt er
fyrirfram ákveðið. Hvað skuli sjá og
kynnast og hvar. Gistingin er valin
út frá þessum óskum en jafnframt
eru vefsíður gististaðanna skoðaðar
í bak og fyrir og matið á þeim fer
eftir palladómum sem aðrir ferða-
menn hafa skráð. Ferðafólk sem þar
hefur gist og borðað. Ferðavefurinn
TripAdviser er dæmigert hjálpartæki.
Ekki er annað að sjá en að þessi
ferðaundirbúningur breiðist hratt
út meðal fólks sem hyggst sækja Ís-
land heim. En einmitt vegna þessa
þurfa gestgjafarnir á Íslandi að taka
vel á móti ferðamönnum og vanda
vel til allra verka. Orðsporið ræður
miklu um velgengni í ferðamennsku
á Íslandi.
Náttúran er einstök
Suðurland slapp að mestu við hrunið
þegar litið er til svæðisins austan
Þjórsár og Vestmannaeyjar einnig
skár en flest sveitarfélög á Íslandi.
Styrkur Selfoss-svæðisins liggur tví-
mælalaust í því að vera innan áhrifa-
svæðis höfuðborgarinnar. En það
hefur einnig þá hlið að þegar illa
árar á landsvísu er eins víst að hallans
gæti líka á þessu svæði. Þannig var
það líka.
Skaftfellingar og fleiri sunn-
lendingar stóla mjög á að ferða-
mennskan sé framtíðin. Skaftafells-
sýslurnar eru strjálbýlar. Í dag er
þetta staðreynd og verður að leggja
á brattann með það í huga. Það
verður að gæta þess að ganga ekki
á þau gæði sem landið sjálft gefur.
Möguleikar héraðsins hljóta m.a. að
felast í því að ferðamaðurinn sem
kemur austur njóti þess sem landið
hefur upp á að bjóða. Ummæli er-
lendra ferðalanga um héraðið eru
ótvíræð. Náttúran þykir einstök.
ÞHH
Spennandi Alviðrudagur
Egg tóku að klekjast út
á bakinu á hunangsflugu ...
Landvernd stóð fyrir hinum árlega Alviðrudegi í Alviðru í Ölfusi 17. ágúst sl. Yfir tutt-
ugu manns komu saman, börn og
fullorðnir og fræddust um náttúr-
una. Að þessu sinni um plöntur og
skordýr. Sól og blíða var og fór fólkið
í náttúruleiki og týndi síðan plöntur
og veiddi skordýr og aðra hryggleys-
ingja. Þetta var síðan allt skoðað í
víðsjám inni í Alviðrubænum. Mikill
spenningur varð þegar egg tóku að
klekjast út á bakinu á hunangsflugu
út frá hitanum á smásjánni og töldu
líffræðingar á staðnum líklegast að
um væri að ræða sníkjumaura, en
höfðu ekki áður séð svona. Hun-
angsflugunni varð ekki meint af.
Börn og fullorðnir voru alsæl með
þennan fróðlega og skemmtilega
dag. Að lokinni dagskrá var boðið
upp á vöfflur og kakó og síðustu
sólargeislarnir sleiktir áður en sólin
hvarf á bak við Ingólfsfjall. Dagurinn
kveikti svo sannarlega áhuga barn-
anna sem sum hver héldu áfram að
skoða í nágrenni sínu eftir að heim
var komið. Umsjón með verkefninu
hafði Hrefna Sigurjónsdóttir, vara-
formaður Landverndar.
Ferðamaðurinn tekur myndir af flóðinu í Múlakvísl þegar brúna tók af í jökulhlaupi í hitteðfyrra. Náttúran getur
verið óblíð en verður erlendum ferðamanni að yrkisefni.
Börnin söfnuðu úti í náttúrunni og ... Rannsökuðu frekar í víðsjánni.
Besti þjálfari í heimi!
Þórir Hergeirsson frá Selfossi er besti þjálfari í heimi í handbolta kvenna. Ekkert
minna. Kjör hans í vikunni sem
handknattleiksþjálfari ársins á veg-
um Alþjóða handknattleikssam-
bandsins er enn ein fjöður í hatt
hans. „Það er hvetjandi að fá slíka
viðurkenningu, en ég lít á þetta sem
rós í hnappagat liðsheildarinnar,“
segir Þórir. Hógvær maður, en við
segjum að það sé engin tilviljun að
þú varðst fyrir valinu. Til hamingju,
Þórir! Mynd af síðu Aftenposten