Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 8

Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 8
8 30. maí 2013 „Við höfum alltaf borið mikla virðingu fyrir umhverfinu og miðað okkar rekstur við það” - segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls á Grundatanga Álver Norðuráls á Grundar-tanga er eftirsóttur vinnu-staður og störfin eru fjöl- þætt. Norðurál er jafnframt stærsti vinnustaðurinn á Vesturlandi þar sem starfa liðlega 600 manns, margir í vaktavinnu. Reyndasta starfsfólkið hefur verið með allt frá upphafi, eða í 15 ár. Um 80% starfsmanna eru bú- settir í nágrannasveitafélögum, þar með talið á Akranesi, í Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit. Norðurál leggur ríka áherslu á að komið sé fram við alla starfsmenn á réttlátan hátt og stuðlar að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa fjölþætta menntun og þekkingu, en hjá fyrirtækinu starfa m.a. verk- fræðingar, tæknifræðingar, viðskipta- fræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, vélvirkjar, rafvirkjar og rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast sérhæfingu við störf sín og nám hjá álverinu. Starfsfólk Norðuráls leggur grunninn að velgengni fyrirtækisins og framtíðarsýn þess sem er að vera í fremstu röð álframleiðenda í heim- inum. Árið 2012 voru framleidd yfir 284.000 tonn af áli á Grundartanga og verðmæti þess nam um 80 millj- örðum króna. Til framleiðslunnar voru notaðar um 4.300 GWst, eða tæplega fjórðungur alls rafmagns sem unnið er á Íslandi. Raforkan er keypt af Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS-Orku. Norðurál er dótturfyrir- tæki Century Aluminum sem er skráð á opinberan hlutabréfamarkað. Höf- uðstöðvar móðurfélagsins hafa verið í Kaliforníu í í Bandaríkjunum en flytja til Chicago síðar á þessu ári. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, er Kópavogsbúi að upplagi, gekk í skóla þar og á Selfossi, síðan í Menntaskólann í Reykjavík og þaðan lá leiðin í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Á yngri árum var Ragnar í sveit í þrjú sumur í Miðfirði og í Flóanum og stundaði síðan tilfallandi sum- arvinnu með námi, s.s. í blikksmiðju og í BYKO þar sem Ragnar segist hafa öðlast ágæta reynslu. Eftir háskólapróf starfaði Ragnar hjá litlu hugbúnaðar- fyrirtæki, Hjarna, sem sérhæfði sig í gerð sjúkraskráa. Þaðan liggur leiðin til Montreal í Kanada í mastersnám. Eftir heimkomu frá Kanada starfaði Ragnar í fjögur ár hjá Samskip, í eitt ár hjá Básafelli á Ísafirði, en síðustu sextán árin hjá Norðuráli, eða allt frá stofnun fyrirtækisins. Fjárfestingaverkefni á Grundartanga „Framkvæmdir við álver hér á Grundar- tanga hófust í lok árs 1997, en fyrir- tækið byggðist upp á 14 mánuðum, eða á gríðarlegum hraða. Starfsemin hófst í júní árið 1998 og allt frá því Norðurál lauk við byggingu seinni kerlínunnar á Grundartanga hefur framleiðslan aukist hægt og bítandi. Í upphafi var ársframleiðslan 60.000 tonn, í dag er grunnafkastagetan 260.000 tonn. Á síð- asta ári voru 284.000 tonn framleidd og sá góði árangur náðist án mikillar viðbótar fjárfestingar; straumur var hækkaður, skaut stækkuð og framleiðni aukin,” segir Ragnar. Verkefni fyrir á annan tug millj- arða standa yfir hjá Norðuráli á Grundartanga. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og framleiðslugetu. Stærstu verkþættir eru stækkun aðveitustöðvar og um- fangsmikil endurnýjun í skautsmiðju auk notkun stærri rafskauta. ,,Heildar fjárfestingin hér á landi verður yfir 10 milljarðar íslenskra króna, auk fjár- festingar móðurfélags Norðuráls í raf- skautaverksmiðju, þannig að þetta er umfangsmikið verkefni sem tekur 5 ár að ljúka,“ segir Ragnar. „Reiknað er með að alla jafna muni um 100 manns vinna við þessar framkvæmdir þannig að þetta er mjög góð innspýting í ís- lenskan vinnumarkað. Nýja afriðla- einingin mun auka verulega á stöð- ugleika í rekstri Norðuráls, þar sem nýtt kerfi verður enn betur varið fyrir spennusveiflum í flutningskerfi Lands- nets. Jafnframt því að bæta núverandi rekstur gefur hún einnig möguleika á að auka rafstraum til álversins og eykur sveigjanleika í viðhaldi. Sam- hliða þessu verkefni er vinna við að afla tilskilinna leyfa í farvegi. Við erum í eilífri samkeppni á heimsmarkaðnum og þurfum því stöðugt að reyna að gera betur í dag en í gær.” Ragnar segir að í kjölfarið á síðustu stækkun álversins hafi ýmiss þjón- ustufyrirtæki farið að koma sér fyrir á Grundatanga, eins og Hamar og Stál- smiðjan, og einnig fyrirtæki sem starfa á ólíkum markaði, eins og t.d. korn- framleiðslufyrirtækið Lífland. Einnig er að koma sér fyrir fyrirtækið GMR sem sérhæfir sig í að bræða úrgangsstál, þannig að fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum er stöðugt að aukast. - Starfsemi og staðsetning álverksmiðja hérlendis hefur stundum sætt harðri gagnrýni almennings. Staðsetning Norð- uráls í Hvalfirði fór ekki varhluta af því, en hvernig hefur ykkur verið tekið af nágrönnum ykkar, þ.e. íbúum Hval- fjarðarsveitar og allt niður á Akranes? ,,,Í upphafi höfðu margir áhyggjur af því að staðsetja ætti verksmiðjuna í landbúnaðarsamfélagi eins og hún er vissulega í. Við höfum alltaf borið mikla virðingu fyrir umhverfinu og miðað okkar rekstur við það. Hópur manna hratt af stað undirskriftar- söfnun sem bar heitið ,,Álver, já takk.“ Um 80% kosningabærra manna í Hvalfjarðarsveit skrifuðu undir þetta merkilega skjal, sem sýndi að íbúar sveitarfélagsins vildu þessa atvinnu- starfsemi hingað. Þannig virtist ekki togast á sjónarmið um það að vernda landbúnað og stunda hann hér og að fá hingað önnur umtalsverð atvinnu- tækifæri.” Umhverfisvöktun metur áhrif á umhverfið Umhverfismál eru ávallt í brennidepli hjá Norðuráli. Starfsleyfi setur losunar- mörk sem tryggja að styrkur tiltekinna efna fari ekki yfir þolmörk utan þynn- ingarsvæðis en eftirlit er haft með styrk efna sem berast til og frá verksmiðj- unni samkvæmt innri mælingum. Allar mælingar eru undir þeim mörkum sem eru gefin út í starfsleyfi fyrirtækisins en umhverfisvöktun metur álag á nærumhverfið samkvæmt ytri mæl- ingum. Mælingar eru gerðar á veð- urfari, loftgæðum, ferskvatni, gróðri, flæðigryfju, grasbítum, sjó og kræk- lingi í Hvalfirði og eru framkvæmdar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, verk- fræðistofunni Vista, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands - Akur- eyrarsetri, Rannsóknamiðstöð í sjáv- arlíffræði, Rannsóknastofu Háskóla Ís- lands í lyfja og eiturefnafræði og Matís. ,,Við höfum ástæðu til að fagna góðum árangri í umhverfismálum. Þennan árangur sýna niðurstöður um- hverfisvöktunar fyrir síðasta ár, sem óháðir aðilar framkvæma fyrir Norð- urál og Elkem. Sömu sögu er að segja af niðurstöðum skýrslu Faxaflóahafna, þar sem gerð var úttekt á umhverfis- vöktuninni. Meginniðurstaðan er sú að mengunarvarnir og mælingar hjá Norðuráli eru fyrsta flokks.” - Þú hefur fylgt þessari uppbyggingu og starfsemi Norðáls allt frá upphafi. Hefur starfsemin á þessum 16 árum gengið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða hafa orðið einhverjir hnökrar á starfseminni? ,,Það voru allir ákveðnir allt frá upp- hafi að láta þessa starfsemi ganga vel. Nokkrir fóru í starfsþjálfun erlendis en kannski höfum við ekki gert nóg af því. Það tók okkur um eitt ár í upphafi að ná góðum tökum á rekstrinum, en eftir það tel ég að við höfum náð gríðarlega góðum tökum á þessu og verið með afar góðan rekstur allar götur síðan. Reksturinn hefur skilað þokkalegri af- komu gengum árin, en það hafa eðli- lega komið bæði lægðir og toppar. En í heildina hefur reksturinn á Norðuráli gengið prýðilega.” Norðurál á Grundartanga í Hvalfirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.