Vesturland - 30.05.2013, Qupperneq 10

Vesturland - 30.05.2013, Qupperneq 10
10 30. maí 2013 Kennarar MK með ungfrú Snæfellsnes í ferðalag! Ungfrú Snæfellsnes vill fá að vita hverjir ætla með henni í vorferð 27. maí. Þessi áletrun er letruð á þetta eintak af ungfrú Snæfellsnes sem hefur hangið uppi á kennarastofu Menntaskólans í Kópa- vogi. Væntanlega hefur leiðin legið um Snæfellsnes í þessu vorferðalagi og vonandi hafa starfsmenn mennta- skólans fengið þokkalegt veður til þess að njóta útvistar og náttúrufegurðar Snæfellsnes. Menntaskólinn í Kópavogi brautskráði nemendur 17. maí sl. svo nú taka væntanlega við sumarfrí hjá starfsliði skólans. Íbúakönnun á Vesturlandi Samtök sveitafélaga á Vesturlandi, SSV, standa fyrir íbúakönnun á Vesturlandi, eins og gert hefur verið á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Í þessum könnunum hafa íbúar verið spurðir um ýmis álitamál sem tengj- ast þjónustu og aðstæðum þar sem þeir búa. Niðurstöður og upplýsingar könnunarinnar hafa reynst mikilvægar varðandi hvað betur mætti fara varð- andi þjónustu við íbúa. Að þessu sinni verður könnunin í fyrsta skipti rafræn og sparast þannig tilkostnaður við prentun og annað því tengt. Markmið er að fá fleiri svör en í fyrri könnunum, þannig að unnt verði að segja til um afstöðu íbúanna í hverju sveitarfé- lagi. En fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að skipta niðurstöðum upp í fjögur svæði. Íbúar geta tekið þátt í íbúakönnuninni með að fara inn á slóðina www.ssv.is/ibuakonnun Íbúaþróun á Vesturlandi Búsetuþróun ungs fólks á Vesturlandi hefur verið nokkuð í takt við þróun á öðrum stöðum landsins, en fyrsta manntal á Íslandi var framkvæmt árið 1703. Þá voru 50.358 íbúar á landinu öllu, þar af 10.339 á Vesturlandi, en nær 20% landsmanna. 1. janúar sl. voru íbúar á Vesturlandi 15.368 tals- ins, eða um 5% þjóðarinnar og hafði þeim fjölgað um rétt rúmlega 5.000 á 30 árum. Mannfjöldinn í kringum 10.000 íbúa allar götur fram til 1960, ef frá er talin fækkun á 18. öld en eftir það fjölgaði íbúum ört fram til ársins 1980 en hægði mjög á fjölguninni eftir það. Til samanburðar er athyglisvert að að skoða Vestfirði. Þar voru 7.492 íbúar árið 1703, eða 15% þjóðarinnar. Þeim fjölgaði hins vegar jafnt og þétt alla 19. öldina og voru komnir í 13.397 íbúa árið 1920. Vestfirðingar voru þá 14% þjóðarinnar og höfðu nærri því haldið sinni hlutdeild í heildarmannfjölda á Íslandi. Eftir það hefur íbúum fækkað á Vestfjörðum og 1. janúar sl. voru þeir 6.955 talsins, eða rúmlega 500 færri en árið 1703, og eingöngu 2% þjóðarinnar. N1 í Borgarnesi: Góð afþreying við þjóðveg 1 N1-stöðin í Borgarnesi opnar formlega næsta föstudag, 31. maí og verða heilmikil hátíðarhöld þann dag í stöðinni og þar í kring, bæði fyrir börn og fullorðna. Dagskráin hefst kl. 15.00 með m.a. að boðið verður upp á skólahreysti með mini-útgáfu af þrautarbraut, kynning verður á Sögusetrinu, hand- verksmarkaður verður á staðnum, andlitsmálun, hoppukastali, blöðrur, körfuboltakörfur og veitingar, m.a. grill með pylsum, ís, gos og smakk. Um fjögurleytið kemur kór frá Borgarbyggð og syngur og síðan verður stöðin vígð eftir ávörp for- stjóra N1, Eggerts Benedikts Guð- mundssonar, og sveitarstjóra Borg- arbyggðar, Páls Brynjarssonar. Síðan mætir körfuknattleikslið Skallagríms á svæðið og hljómsveit N1 spilar fyrir viðstadda. Forvera N1, Hyrnunni var lokað í desembermánuði sl. og hætti Samkaup um leið rekstri í húsinu. Bensínafgreiðsla og olíuverslun N1 hefur þó verið opin á meðan fram- kvæmdir stóðu yfir. Hyrnan var allt frá opnun stöðvarinnar árið 1991 einn af stærstu viðkomustöðum ferðafólks við hringveginn og mikið notuð af heimafólki. Ýmsir hafa haft á orði að sökum mikilla viðskipta hafi Hyrnan í raun verið andlit hér- aðsins, fyrsti viðkomustaður fólks á leið um landshlutann og því mikil- vægt að mati heimamanna að þar væri veitt góð þjónusta í snyrtilegu umhverfi. Hætt verður að kalla húsið og starfsemi í því Hyrnuna heldur mun húsið standa undir merkjum N1 og Nestis, en þar verður hægt að taka 150 manns í sæti og verður skemmtilegt útivistar- og leikja- svæði fyrir börnin beint út af einum veitingasalnum, en það verður girt af svo ekki þurfi að hafa áhyggjur að litlu krílin hlaupi burtu. Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri. Ungfrú Snæfellsnes eins og hún birtist starfsmönnum Menntaskólans í Kópavogi. Ólafsvík er að sjálfsögðu einn þeirra staða þar sem íbúakönnun fer fram.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.