Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 1
einstakt eitthvað alveg einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki www.gallerilist.isSkipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is 28. nóvember 2013 11. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Skólakór Grundaskóla á Akranesi söng á fjölskyldusöngstund Föstudaginn 8. nóvember sl. var haldin fjölskyldusöngstund í and-dyri Tónlistarskólans á Akranesi. Söngstundin var ætluð 2 – 8 ára börnum í fylgd með fullorðnum en allir voru að sjálfsögðu velkomnir. Krakkarnir í yngri hóp Skólakórs Grundaskóla aðstoðuðu við sönginn og sungu nokkur lög fyrir gestina undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur tón- menntakennara sem spilaði undir á gítar. Svona uppákomur eru í flestum tilfellum bráðskemmtilegar og mættu að ósekju vera oftar, enda afar menningarlegar og bæta mannlífið. Foreldrar og jafnvel yngri systkinu tóku undir í sumum lögunum. Krakkarnir höfðu augljóslega ekki síður gaman af söngum en þeir fjölmörgu sem komu í Tónlistarskólann til að hlusta á þau.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.