Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 2
28. nóvember 20132 Skólaþing 2013: Vilja kennarar afleggja kaflann í kjarasamningum um vinnutíma þeirra? Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var nýlega haldið í fimmta sinn, og sóttu það margir sveitarstjórnarmenn, skólastjórnendur og nefndamenn í skólanefndum. Við upphaf skólaþingsins ávarpi Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga það, en Hall- dór vann um síðustu helgi prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Megin viðfangsefni skólaþingsins að þessu sinni laut að þeim miklu breytingum sem eru að verða á dönsku grunnskóla- kerfi með nýrri menntastefnu og nýju vinnuskipulagi kennara og möguleika okkar Íslendinga að fara í sambærilegar breytingar á íslensku grunnskólakerfi eða taka annan pól í hæðina. ,,Hér kveikjum við vonandi frekari skoðanaskipti úti í sveitarfélögunum og á vettvangi sambandsins á komandi mánuðum og árum. Ég held að við séum flest, eða jafnvel öll, sammála um að framundan eru mikil tækifæri til þess að gera gott skólakerfi ennþá betra en það eru líka ýmsar ógnanir sem við þurfum a ð takast á við. Ég tel mikilvægt að sveitarfélögin reyni að takast á við þessar áskoranir sam- eiginlega og í sumum tilvikum er það eina leiðin til framþróunar. Þar vísa ég auðvitað sérstaklega til um- ræðunnar um að ná fram breytt um vinnutímakafla í kjarasam ningum grunnskólakennara. Það er álit okkar hjá sambandinu að núgildandi vinnu- tímakafli endurspegli á engan hátt þær breyttu áherslur í skólastarfi sem við sjáum í nýlegum grunnskólalögum og nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla, þar sem lögð er áhersla á að auka sam- vinnu innan grunnskólanna og lýð- ræðisleg vinnubrögð. N ákvæm skil- greining í kjarasamningi á vinnutíma kennara , sem minnir að mörgu leyti meira á verktakasamning en samning um kaup og kjör starfsmanna, vinnur gegn þessari framþróun skólastarfs og er einfaldlega tímaskekkja. Leggja verður áherslu á að kjarasamningur- inn endurspegli hve flókin samskiptin innan skólanna eru orðin, með teym- iskennslu og öðru samstarfi sem kennarar þurfa að sinna. Í stefnumörkun sambandsins fyrir yfirstandandi kjörtímabil kemur fram það markmið að „Stuðla beri að því að kjarasamningar styðji við framþróun, sveigjanleika og nýbreytni í skóla- starfi. “ Það er augljóst mál að núg- ildandi kjarasamningur sambandsins við Félag grunnskólakennara uppfyllir ekki þessa stefnu sambandsins, þótt hann hafi reyndar að geyma leið sem sveitarfélög sem það kjósa eiga kost á að fara Það er von mín að þátttakendur í skólaþinginu muni fara heim upplýst- ari en áður um ástæðu breytinganna í Danmörku og með skýrari sýn á það hvort sambærilegra breytinga er þörf hér á landi. Skýr afstaða sveitarstjórna til málsins er til þess fallin að auðvelda okkur hjá sambandinu að ákveða næs tu skref í málinu. Viðhorf skólastjórn- enda skiptir okkur líka miklu máli því þeir gegna lykilhlutverki við inn- leiðingu breyttra áherslna í skólastarfi. Við viljum gjarnan heyra afstöðu ykkar til þess hvort þörf sé fyrir jafn róttækar aðgerðir hér á landi e ins og gripið var til í Danmörku. Í því fælist væntanlega að afleggja kaflann í kjara- samningnum um vinnutíma kennara sem Danir segja að sé að grunni til orðinn 2ja alda gamall og henti engan veginn nútímaskólastarfi. Þess í stað myndi þá koma miklu almennari kafli í kjarasamninginn,” sagði Halldór Halldórsson. Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Íbúafundur um framtíð Bifrastar og Hvanneyrar Þann 31. október sl. kom kom Byggðaráð Borgarbyggðar saman og sendi frá sér eftir- farandi ályktun: ,,Byggðarráð Borgar- byggðar skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að endurmeta afstöðu sína til háskólaumhverfis- ins í Borgarbyggð sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi. Háskólarnir eru í lykilhlutverki hvað varðar atvinnulíf á Vesturlandi og tækifæri landshlutans til frekari sóknar. Byggðarráð hefur á undanförnum dögum átt fundi með fjárlaganefnd, yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Ís- lands, yfirstjórn Háskólans á Bifröst og mennta- og menningarmálaráð- herra, sem kom í heimsókn í Borg- arbyggð miðvikudaginn 23. okt. sl. Byggðarráð hefur óskað eftir fundi með þingmönnum Norðvestur- kjördæmis um þessa grafalvarlegu afstöðu sem fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu varðandi bæði Bifröst og Hvanneyri. Byggðarráð hvetur yf- irstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands og stjórn Háskólans á Bifröst til að standa vörð um sjálfstæði skólanna. Samþykkt var að boða sem fyrst til íbúafundar um málefni háskólanna og var sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn. “ Hallór Halldórsson. Fulltrúar Akraneskaupstaðar á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitar- félaga sem haldin var fyrir skemmstu. Þetta eru einar brandsson Sjálfstæðis- flokki, Ingibjörg valdimarsdóttir Samfylkingu og bæjarstjórinn, regína Ást- valdsdóttir, lengst til hægri. Fulltrúar Akraneskaupstaðar sækja stít ráðstefnur sem koma sveitarfélaginu til góða, m.a. Skólaþing 2013. Íbúafundurinn fer væntanlega fram í borgarnesi. Samræmd próf í Grunnskólanum í Borgarnesi: Nemendur við eða yfir landsmeðaltali Niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskólanum í Borgarnesi voru góðar nú í haust. Nemendur voru við eða yfir landsmeðaltali í fjórum af sex greinum þar sem meðaleinkunnir voru gefnar upp. Í fimm prófum af sex var skólinn yfir meðaleinkunn landfjórðungsins. Af 81 nemanda sem tóku próf voru 15 nemendur með raðtöluna 90 eða hærri, þ.e. 90% nemenda á landsvísu voru með lægri einkunn. Ánægjulegt var að sjá útkomu nemenda í tíunda bekk en þeir höfðu hækkað meðaltal raðtölu bekkjarins um 50% frá því í fjórða bekk. Íslenska Stærðfræði Enska 4. bekkur Landið 6 6,9 NV land 5,5 6,6 GB 5,4 7,2 7. bekkur Landið 6,4 6,9 NV land 6,4 6,6 GB 6,4 6,7 10. bekkur Landið 5,9 7,1 NV land 5,6 6,5 GB 5,9 6,7 Grunnskóli borgarfjarðar. Samanburður Grunnskólans í borgarnesi við landið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.