Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 4
28. nóvember 20134 Vesturland 11. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir 1. desember nk. Öll heildarsamtök samningsaðila á almennum og opinberum vinnumarkaði hafa undanfarin misseri metið ávinninginn af því ef efnahagsleg umgjörð kjarasamninga hér á landi væri svipuð og á hinum Norðurlöndunum, þar sem traust efnahagsstjórn tryggir stöðugt gengi og lága verðbólgu. Þetta kom fram á formannafundi ASÍ um kjaramál. Að mati formannafundarins er ljóst er að við þær aðstæður er vel gerlegt að auka kaupmátt launa í öruggum skrefum án þess að raska samkeppnisstöðu eða auka atvinnuleysis. Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ telur að inn í slíkt umhverfi ættum við að stefna. Mikil óvissa setur mark sitt á komandi kjara- samninga. Ný ríkisstjórn hefur ekki boðið aðilum vinnumarkaðarins upp á nokkuð samstarf varðandi forsendur kjarasamninga né kynnt hvernig hún sér fyrir sér stjórn efnahagsmála á komandi misserum. Þannig er það ekki ljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst ná tökum á óstöðugu gengi krónunnar og þrálátri verðbólgu, hvort og þá hvernig hún sér fyrir sér afnám gjaldeyrishafta án þess að hagsmunir launafólks og heimila verði fyrir borð bornir né hvernig hún ætlar að haga stjórn peningamála til framtíðar. Ekki liggur fyrir hvernig aðgerðir í þágu skuldsettra heimila verða útfærðar og enn síður hvaða áhrif þær aðgerðir muni hafa á þróun efnahags- og gengismála. Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ telur að við þessar aðstæður sé útiokað að gera samninga til lengri tíma. Fundurinn telur skynsamlegt að samið verði til 6 til 12 mánaða og að sá tími verði notaður til þess að gefa stjórnvöldum kost á að eyða óvissu, skapa breiða sátt um stefnuna í helstu hagsmunamálum launafólks og samstöðu um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Þannig mætti nota stuttan samningstíma til að leggja grunn að kjarasamningi til lengri tíma á næsta ári. Nú er kominn nóvember og alltaf vekur það jafnmikla furðu að það er eins og ekkert sé farið að vinna í kjaramálum fyrr en samningar eru senn útrunnir. En kannski er unnið hörðum höndum allt árið í reykfylltum bakherbergjum. Á sama tíma og ekkert miðar í samkomulagsátt lýsa tveir þriðju Íslendinga yfir því að þeir vilji þjóðarsátt á vinnumarkaði, og það er mjög eðlilegt, þetta karp í húsakynnum Ríkissáttasemjara er löngu orðið barn síns tíma. Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að 66,3% landsmanna, eða tveir af hverjum þremur eru hlynntir því að gerð verði þjóðarsátt á vinnumarkaði, þar sem lögð yrði meiri áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en í stað þess lögð minni áhersla á launahækkanir. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes er sá verkalýðsforingi sem talar ætíð tæpitungulaust, og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Hann segir að í fjárlagafrumvarpinu komi skýrt fram að ríkisstjórnin hyggist lækka miðþrepið í skattkerfinu úr 25,8% í 25% og er áætlað að kostnaður ríkissjóðs vegna þessara tillagna sé um 5 milljarðar króna. Þessu hefur Verka- lýðsfélag Akraness mótmælt harðlega og telur í raun og veru þessar tillögur algjörlega galnar. Ástæðan er einföld, allir sem eru undir 250 þúsund króna mánaðarlaunum fá alls enga skattalækkun, heldur gagnast þessi tillaga þeim tekjuhæstu langbest, enda kemur fram að einstaklingur sem er með 800.000 krónur í mánaðarlaun mun fá í skattalækkun á ári 47.808 krónur. Á sama tíma fær lágtekjufólkið sem er með tekjur undir 250 þúsund krónum ekki krónu í skattalækkun. Og einstaklingur með 350 þúsund krónur í mánaðarlaun skv. tillögum ríkisstjórnarinnar myndi einungis fá 9 þúsund krónur í skattalækkun á ári. Þessi tillaga sé því algjörlega galin og miðast fyrst og fremst að því að hygla þeim tekjuhæstu í íslensku samfélagi og slíkt getur Verkalýðsfélag Akraness aldrei tekið þátt í að styðja. Afstaða Verkalýðsfélags Akraness hvað fyrirhugaðar skattabreytingar áhrærir hefur verið hvellskýr. VLFA vill að það 5 milljarða króna svigrúm sem er til skattalækkana verði notað til hækkunar á persónuafslætti, en samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins þá liggur fyrir að persónuafslátturinn gæti hækkað um tvö þúsund krónur á á mánuði sem myndi gilda fyrir alla launþega óháð tekjum. Þetta væri mikill sigur Vilhjálm og VLFA, ekki bara verkafólk á Vesturlandi heldur á landinu öllu. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Kjarasamningar senn lausir en engin merki um vilja til samninga Leiðari Sjávarútvegsráðherra kynnti sér öfluga fiskvinnslu á Snæfellsnesi Fyrr í þessum mánuði heimsótti Sigurður Ingi fyrirtæki á Snæ-fellsnesi og fundaði með Snæ- felli, félagi smábátasjómanna á svæðinu og fulltrúum frá Útvegsmannafélagi Snæfellsness félagi stærri útgerða. Ráð- herra var m. a. kynnt harðfiskverkun sem byggir á þurrkun í klefa, hvernig unnið er úr síld veiddri af smábátum á svæðinu auk þess að heimsækja stærri fyrirtæki. Á ferð yfir Kolgrafafjörð var ákveðið að stoppa við hjá ábúendum á Eiði og voru þar góðar móttökur. Rædd var staðan sem kom upp við síldar- dauðann sl. vetur og þeir kostir sem fyrir liggja með það að markmiði að koma í veg fyrir slík endurtekin um- hverfisslys. Á fundum með fulltrúum minni út- gerðanna voru ýmis mál borin upp. Má þar fyrst nefna mál tengd grásleppu- veiðum en Snæfellsnesið er eitt helsta útgerðarsvæði grásleppu á landinu. Var þar gagnrýnt hvernig staðið er að rannsóknum og ráðgjöf á grásleppu, með tilliti til þess að rannsóknir eru gerðar með togveiðarfærum í stað nets líkt og notað er við veiðarnar og gefa því að mati grásleppuveiðimanna ekki rétta mynd af stofninum. Var eindregin ósk að farið verði yfir það verklag sem er að baki ráðgjafarinnar. Ráðherra var gerð grein fyrir ósk félagsins um aukin kvóta til kaups fyrir síldveiðar en undanfarin ár hefur almennt verið aukið við hann og er nú upphafskvót- inn allur seldur. Þá var sett fram sú ósk að sá hluti makrílhlutar sem gengi til smábáta yrði ekki hlutdeildasettur á báta og komið á framfæri tillögum að bættu strandveiðifyrirkomulagi og ósk um yfirlýsingu þess efnis að þær yrðu aldrei kvótasettar. Fundurinn með stærri útgerðar- aðilunum var ekki síður gagnlegur, líflegar umræður um þróun regluverks við skiptingu makrílveiða fóru fram og ýmsum hugmyndum um hvernig vinnu við hlutdeildasetningu yrði best háttað kastað á milli. Ráðherra skýrði frá gangi vinnu við innleiðingu samningaleiðar og álagningu veiði- gjalda og tók á móti athugasemdum og tillögum þar að lútandi. Nokkuð var rætt um eftirlitsmál, og þarna kom fram í máli manna líkt og á mörgum öðrum stöðum, að full þörf væri á að skipuleggja og samþætta eftirlit á milli stofnana ráðuneytis til að ná fram bættum árangri. Börn upplýsa foreldra sína ekki um einelti - nær fimmta hvert barn hefur orðið fyrir einelti í skóla SAFT – örugg netnotkun barna og unglinga, stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Í könnuninni voru þátttakendur m. a. spurðir um ýmislegt er varðar einelti með sérstakri áherslu á netið og farsíma. Börnin voru spurð hvort þau hefðu orðið fyrir einelti á netinu eða í gegnum farsíma og sömuleiðis hvort þau hefðu sjálf einhvern tíma sett inn/ sent skilaboð, texta eða mynd á netið eða í gegnum farsíma sem var andstyggileg í garð annars einstaklings. Foreldrar voru jafnframt spurðir hvort börn þeirra hefðu orðið fyrir einelti á netinu, um viðbrögð þeirra og líðan barnanna í kjölfarið og hvort þeir vissu til þess að börn þeirra hafi lagt önnur börn í einelti á netinu. Líklegra að börn verði fyr- ir einelti í skólanum en á netinu Þegar börnin voru spurð hvort þau hefðu sjálf orðið fyrir einelti þ. e. verið strítt, áreitt, ógnað eða skilin útundan, ýmist í skólanum, á netinu eða gegnum farsíma, kom í ljós að fleiri höfðu orðið fyrir einelti í skólanum en á netinu. Rúmlega 19% sögðust hafa orðið fyrir einelti í skólanum eða á meðan skóla- starf stóð yfir á sl. 12 mánuðum, þar af 7,8% einu sinni í mánuði eða oftar. Ekki var marktækur munur á svörum eftir því hvort um var að ræða stelpu eða strák eða hversu gömul börnin voru. Þegar kom að einelti á netinu sögðust 9% aðspurðra hafa orðið fyrir einelti á netinu einhvern tíma á sl. 12 mánuðum. Þegar litið er til nágranna- landa okkar kemur í ljós að við erum á svipuðu róli og þau þegar kemur að einelti á netinu. Rétt rúmlega 5% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma, þ. e. verið strítt, áreitt, ógnað eða þau skilin út- undan. Þar af sagðist innan við 1% hafa orðið fyrir því einu sinni í mánuði eða oftar. Í öllum 25 þátttökulöndum EU kids online könnunarinnar í heild var hlutfall þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma 3%. Samskiptasíður og skyndiskilaboð algengasti farvegurinn fyrir einelti á netinu. Börn upplýsa foreldra sína ekki um einelti Rúmlega 40% þeirra barna sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu sögðust hafa sagt foreldrum sínum frá því sem gerst hafði og tæp 54% þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti í gegnum farsíma. Þegar foreldrarnir voru sjálfir spurðir hvort barn þeirra hefði verið lagt í einelti á netinu á síðastliðnum 12 mánuðum svöruðu rétt rúm 4% játandi en eins og fram kom hér á undan sögð- ust 9% barna hafa orðið fyrir einelti á netinu á sl. 12 mánuðum. Gerð var grein fyrir niðurstöðum á málþingi á Degi gegn einelti 8. nóvember sl. Sigurður Ingi Jóhannsson hlýðir á útskýringar magnúsar bæringssonar, fram- leiðslustjóra Agustson ehf. í Stykkishólmi sem er ein öflugra fiskvinnslufyr- irtækja á vesturlandi. Áminning annars vegar og útskýring sem gott er að hafa í daga alla daga.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.