Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2013 Suðurkjördæmi er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins. Skoðanakannanir síð-ustu mánaða hafa sýnt það ótvírætt að Sjálfstæðisflokkurinn er gífurlega sterkur í Suðurkjördæmi. Núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Árni Johnsen geta verið ánægð með þennan glæsilega árangur. Þessi niðurstaða sýnir að þeim hefur tekist vel að halda á málstað flokksins og staðið sig vel í að berjast fyrir hagsmunamálum Suðurkjör- dæmis. Framundan er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en það verður haldið laugardaginn 26. janúar n. k. Það eru 15 einstaklingar sem gefið hafa kost á sér í prófkjörið. Athygli vekur að af þessum 15 eru aðeins 3 konur sem gefa kost á sér. Það sjá það allir að það myndi aldrei ganga að í efstu sæti framboðslistans væru eingöngu karlmenn. Kjósendur í prófkjörinu verða að sjá til þess að í 6 efstu sætum framboðslistans sitji 3 konur. Annað gengur ekki. Að viðhafa prófkjör til að velja á framboðslista er ekki gallalaus aðferð en samt sú lang lýræðislegasta. Stuðningsfólki gefst þannig tækifæri til að setja saman framboðslista þess fólks sem það telur líklegast að starfa muni af samviskusemi að hagsmunamálum kjördæmisins og landsins alls. Í vali eru 15 einstaklingar sem sum eru velþekkt en aðrir eru nú á fullu við að kynna sig, þannig að við getum betur metið fyrir hvað þau standa. Miklar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið 5 til 6 þingmenn í Suðurkjördæmi. Það er því eðlilegt að frambjóðendur berjist nú hart til að ná í eitt af efstu sætunum. Það er ekkert athugavert við að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins meti nú hver fyrir sig hvaða frambjóðendur væri nú best að velja úr þessum 15 manna hópi. Reykjanes hvetur allt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins til að mæta á kjörstað og taka þátt í vali á framboðslistans. Hver og einn getur haft áhrif á það hvernig framboðslistinn lítur út. Það þýðir lítið að skammast út í framboðslistann ef við sitjum heima og tökum ekki þátt. Nýtum okkur rétt okkur og höfum áhrif á það hverjir verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins á næsta þingi. Það eru gífurlega stór mál sem bíða úrlausnar, ESB, fiskveiðistjórnun, rammaá- ætlun um virkjanir, atvinnuuppbygging, skattalækkanir svo fátt eitt sé upptalið. Hvaða einstaklingum treystum við best til að fást við þessi stóru mál? Leiðari Sterkasta vígi Sjálfstæðis- flokksins Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 1. Tbl. 3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? VSFK AFmæLiSrit 80 árA Út er komið aafmælisrit Verka-lýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Blað- ið er gefið út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Stútfullt blað af fróðlegu efni um sögu og baráttu VSFK. Það er góð og lærdómsrík lesning að kynna sér þá hörðu baráttu sem verklýðshreyfinguin háði til að ná fram bættum kjörum og réttindum. Hlutum sem okkur finnast sjálfsagðir í dag en gerum okkur ekki grein fyrir hversu hart þurfti að berjast til að ná þeim fram. Reykjanes sendir VSFK hamingjuóskir á merkum tímamótum. 15 tAKA þátt í próFKjöri í SuðurKjördæmi - Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. janúar 2013 Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 26. janúar 2013. Fram- bjóðendur í stafrófsröð: • Árni Johnsen, alþingismaður, Vest- mannaeyjum • Ásmundur Friðriksson, f. v. bæjar- stjóri, Garði • Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Hveragerði • Geir Jón Þórisson, f. v. yfirlögreglu- þjónn, Vestmannaeyjum • Halldór Gunnarsson, f. v. sóknar- prestur, Hvolsvelli • Hulda Rós Sigurðardóttir, meistar- anemi í opinberri stjórnsýslu, Höfn í Hornafirði • Kjartan Þ. Ólafsson, f. v. alþingis- maður, Ölfusi • Magnús B. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri, Reykjanesbæ • Magnús Ingberg Jónsson, atvinnu- rekandi, Selfossi • Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðing- ur, Hveragerði • Ragnheiður Elín Árnadóttir, al- þingismaður, Reykjanesbæ • Reynir Þorsteinsson, löggiltur fast- eigna-, fyrirtækja- og skipasali, Garði • Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingis- maður, Hvolsvelli • Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík • Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglu- maður og sveitarstjórnarmaður, Kirkjubæjarklaustri Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst miðvikudaginn 2. janúar 2013. Hægt verður að kjósa bæði á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík, og víða í kjördæminu. SóLriSu- KAFFi í SAndgerði Sunnudaginn 13. janúar verður sólrisukaffi í Sandgerði. Messa verður í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14:00 í tengslum við sólrisukaffi Félags eldri borgara á Suðurnesjum og Kvenfélagsins Hvatar. Messan er öllum opin og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til þátttöku. Kaffi og skemmtum verð- ur svo í Samkomuhúsinu kl. 15:00. Léttur FöStudAgur Á morgun föstudaginn 11. jan-úar verður heljarinnar fjör á Léttum föstudegi á Nesvöllum. Guðmundur Ingólfsson og félagar ætlað skemmta gestum. Sem sagt Léttur föstudagur á Nesvöllum kl. 14:00. Kaffihúsið opið. Allir vel- komnir. HVALSneSKirKjA VArð 125 árA á jóLAdAg S.L. Hvalsneskirkja er í Útskála-prestakalli. Ketill Ketilsson hreppstjóri í Kotvogi og eigandi Hvalsnesjarðarinnar lét reisa kirkjuna og var hún vígð á jóladag 1887 Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnum steini sem var fenginn í nágrenninu. Magnús Magnússon frá Gaukstöðum í Garði var byrjaður á verkinu en drukknaði veturinn 1887 og þá tók við verkinu Stefán Egilsson úr Reykjavík. Þeir höfðu lært að hlaða steinveggi þegar unnið var við byggingu Alþingishússins. Magnús Ólafsson sá um tréverk og var notaður rekaviður og viður úr timburskipinu Jamestown er rak upp í Höfnum 1881. Prédikunarstóllinn er talin vera úr skip- inu því slíkur viður hafi einungis fengist frá Ameríku en þaðan var Jamestown. Altaristaflan er eftirgerð af Dóm- kirkjutöflunni máluð 1886 og sýnir upprisuna. Einn merkasti gripur kirkjunnar er legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur sem dó á fjórða ári (1649). Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614- 1674) mesta sálmaskálds Íslendinga sem þjónaði í Hvalsnessókn 1644-1651. Hellan var týnd lengi vel en Guðmund- ur á Bala og Gísli á Hvalsnesi fundu hana er verið var að endurgera stéttina fyrir framan kirkjuna. Árið 1910 höfðu sagnfræðingar gert mikla leit að stein- inum án árangurs. Steinninn (hellan) hefur nú sinn sess inni í kirkjunni. Sigurður Grétar Sigurðson er nú sóknarprestur í Hvalsneskirkju. Helgi- hald er að jafnaði mánaðarlega á móti Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Kirkj- an er einnig mikið notuð fyrir helgi- athafnir eins og skírnir og giftingar. Ein til tvær fermingarathafnir hafa farið fram þar undanfarin ár. Stundum fara fram kistulagningar í kirkjunni þó útfararathöfnin sé í Safnaðarheimil- inu. Kirkjan er lítil en tekur þó um 110 manns í sæti og fleiri með aukastólum. Hvalsneskirkja hefur mikið að- dráttarafl. Reynir Sveinsson er leið- sögumaður og jafnframt formaður Sóknarnefndar. Hann segir fólk heill- ast mjög af kirkjunni og stórir hópar komi stundum daglega yfir sumartím- an gagngert til að skoða hana. Fólk hefur á orði hve hlýleg og falleg hún sé. Silla. Fréttatilkynning

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.