Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 8
8 10. janúar 2013 reyKjAneSbær eKKi í Hópi 19 SVeitArFéLAgA með erFiðuStu Stöðu Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, sem nýlega tilkynnti um aukaframlög úr sjóðnum, telur Reykjanesbæ ekki í hópi sveitarfélaga sem þurfa sér- stök aukaframlög vegna erfiðrar stöðu. Til þess að sveitarfélög njóti sérstaks aukaframlags sem í heild er að upphæð kr. 350 milljónir þarf sveitarfélag ým- ist að vera með hátt skuldahlutfall og þá veltufé frá rekstri undir 3%-7,5%, með lakari íbúaþróun en hjá Reykja- víkurborg árin 2007-2011 eða vegna sérstakra fjárhagserfiðleika þar sem Álftanes fellur eitt undir. Reykjanesbær uppfyllir ekkert þessara skilyrða þrátt fyrir hátt skulda- hlutfall og nýtur því ekki sérframlaga. Þau 19 sveitarfélög sem njóta sér- framlaga undir þessum liðum, ýmist vegna hás skuldahlutfalls og veltufjár- vanda eða neikvæðrar íbúaþróunar, eru: Álftanes, Sandgerðisbær, Borg- arbyggð, Grundafjarðarbær, Stykkis- hólmsbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Sveitar- félagið Skagafjörður, Blönduósbær, Norðurþing, Langanesbyggð, Seyðis- fjarðarkaupstaður, Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað, Mýrdalshreppur og Rangárþing Ytra. „Það er ánægjulegt að unnt er að veita þeim sveitarfélögum aukastuðn- ing sem falla undir þessi skilyrði og enn ánægjulegra að Reykjanesbær, sem hefur fengið sinn skerf af fjölmiðla- umræðu vegna erfiðrar stöðu, skuli ekki metinn í þeim hópi“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri. (Heimasíða Rnb. ) póLitíKin KoStAr Sitt 43.938.331 krónur. Pólitíkin í Garðinum hefur á þessu kjörtímabili mikið verið í umræðunni og vakið lands- athygli. Ekki er ég nú viss um að það hafi verið neitt sérstakt fagnaðarefni fyrir íbúa Garðsins eða Suðurnesja. Sífelld átök, upphrópanir, brottrekstur embættismanna og tíð meirihlutaskipti hafa ekki skapað gott orðspor fyrir Garðmenn. Allt þetta brölt og órói hefur kostað bæjarbúa verulegar fjár- æðir. Skipti á skólastjóra og bæjarstjóra með starfslokagreiðslum kosta mikið. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að starfsmenn sem aðeins hafa starfað í 2-3 ár hjá sveitarfélagi fái tugi milljóna fyrir það að vera látnir fara. Bæjar- fulltrúar sem taka svona ákvarðanir bera mikla ábyrgð. Alls kosta þessar mannabreytingar í Garðinum með lög- fræðikosnaði kr. 43.938.331. Nokkuð stór upphæð tæpar 44 milljónir fyrir lítið sveitarfélag. Pólitíkn kostar sitt, sem íbúar þurfa að greiða. gLæSiLegur árAngur nemendA í reyKjAneSbæ Yfir 90 nemendur úr Reykjanes-bæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmd- um prófum á haustönn 2012. Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanesbæjar náðu almennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, veitti hópnum viðurkenningarskjöl í til- efni þessa frábæra námsárangurs í Víkingaheimum í gær að viðstödd- um foreldrum, öfum og ömmum og forsvarsmönnum grunnskólanna. Það voru nemendur í 4. ,7. og 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ sem þreyttu samræmd próf sl. haust, alls 614 nemendur. Prófin eru framkvæmd með sama hætti um allt land og fara fram í íslensku, stærðfræði og ensku. Í ávarpi Árna bæjarstjóra lagði hann áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna hinn frábæra árangur sem þessir nem- endur væru að sýna og væru þannig umhverfi sínu og samfélaginu til sóma og mikil hvatning fyrir aðra nemend- ur. Í þessum hópi væru jafnan sterkir forystumenn til framtíðar jafnt á sviði lista, íþrótta, vísinda og félagslegrar þátttöku. Árni gat þess einnig að aðgerðir til að mæla árangur í skólastarfi væru langt frá því bundnar við mælingar á samræmdum prófum í íslensku, stærðfræði eða ensku. Margir nem- endur hefðu t. d. sýnt frábæran ár- angur á tónlistarsviðinu, og mikið af ungu tónlistarfólki væri nú að láta að sér kveða í þjóðlífinu eftir að grunnur var lagður í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. “Við eigum tónlist- armenn í fjölmörgum tónsveitum sem eru að gera garðinn frægan um þessar mundir”, sagði Árni. Þá nefndi hann að það væru hvorki meira né minna en 240 Íslandsmeistarar á þessu ári á íþróttasviðinu frá Reykjanesbæ. Ekki síst væru miklir afreksmenn í grunnskólum Reykjanesbæjar sem m. a. kæmi fram í frábærum árangri í Hreystikeppni grunnskóla, þar sem grunnskólar úr Reykjanesbæ væru í fremstu röð. Þá mætti minna á að margir nemendur væru frábærir verk- menn og þannig mætti áfram telja. Með samræmdu prófunum er þó skýr mæling sem væri með sama hætti um allt land og því hentugur mælikvarði. FjöLdi Við árAmótAbrennu Að venju var glæsileg áramóta-brenna við Víðisvöllinn í Garðin- um. Fjöldi fólks mætti til að horfa á brennuna, sem var hin glæsilegasta. Einnig var boðið uppá ágætis flugelda-sýningu. HugmyndAFLug í jóLASKreytingu Þessi skemmtilega skreyting sást í Garðinum nú um jólin. Það þarf hugmyndaflug til að láta sér detta svona í hug. Skemmtileg og frumleg jólaskreyting. FAxi í 72 ár Jólablað Faxa 2012 er eins og ávallt vandað blað. Fjölbreytt og skemmtilegt lesefni. Á forsíðu stendur að þetta sé 72. árgangur. Það er mikið afrek að blað eins og Faxi hafi lifað svo lengi. Fyrir Suðurnesin er frábært að eiga svona blað sem varðveitir söguna um ókomna tíð.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.