Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 10
10. janúar 2013 Grænn fyri r börnin hraðvirkt, auðveldar öndun án rotvarnarefna ódýrt Stíflað nef? Naso-ratiopharm losar stífluna Fæst án lyfseðils í apótekum Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Nefrennsli? xylometazolin hýdróklóríð FugLASKoðun-HVAr, HVenær og HVernig? Þekkingarsetur Suðurnesja Tímabil: 16. apríl 2013–16. apríl 2013 Lýsing: Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á fuglum og fugla-skoðun en vita ekki hvar eða hvernig þeir eiga að byrja. Fjallað verður um helstu fuglategundir sem finnast á Suðurnesjum og hvernig á að þekkja þær. Auk þess verður farið í grunnatriði fuglaskoðunar með tilliti til tækjabúnaðar, bókakosts og árstíða sem dæmi. Námskeiðið er haldið í Þekkingar- setri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sand- gerði kl.20: 00 til 22: 00. Nánari upplýsingar veitir Þekk- ingarsetur Suðurnesja í síma 423-7555 eða á hanna@thekkingarsetur.is Kennari: Dr. Gunnar Þór Hall- grímsson Námskeiðið er ókeypis en nauðsyn- legt er að skrá sig á námskeiðið. 10 SAmHentir bæjArFuLL- trúAr í SAndgerði Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir 2013 hefur verið samþykkt. Athyglisvert er og til fyrirmynd- ar að sjá að áætlunin er unnin sameig- inlega af öllum bæjarfulltrúum. Bókun S-lista, D-lista, B-lista og H- lista við síðari umræðu fjárhagsáætl- unar 2013–2016. Fjárhagsáætlun áranna 2013–2016 er unnin sameiginlega af öllum framboð- um í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar líkt og áætlanir síðustu ára. Bæjarfulltrúar hafa verið samhentir í því verkefni að ná tökum á skuldavanda Sandgerðis- bæjar og að auka hagkvæmni í rekstri um leið og staðinn hefur verið vörður um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar vilja koma á framfæri þakklæti til bæjarstjóra sem og annarra starfsmanna bæjarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu í tengslum við fjárhags- áætlunargerðina. Bættur rekstur er ekki síst að þakka öflugu liði starfsmanna Sandgerðisbæjar. áSmund á þing! Sunnlendingar eru lánsamir fyr-ir komandi kosningar í vor. Þar verður, ef Sjálfstæðismönnum ber gæfa til að velja reynslumikið fólk á sinn lista, mikið af hæfu fólki til að velja um til að taka á málum sem bráð- nauðsynlegt er að taka á strax. Ég hef aldrei verið flokksbundinn en kýs menn og málefni í hvert sinn sem tækifæri gefst. Einn er sá maður sem gott væri að eiga sem þingmann, þingmann allra landsmanna, sá heitir Ásmundur Friðriksson og er fyrrver- andi bæjarstjóri í Garði. Því skora ég á Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi að velja hann í eitt af efstu sætum listans. Ási er lífsreyndur maður í sveitar- stjórnarmálum, félagsmálum og þekkir af eigin raun vandamál sem atvinnu- rekendur búa við. Ási er maður sem ekkert aumt má sjá og gerir alltaf allt sem hann getur til að aðstoða náunga sinn. Ási hefur verið mér styrk stoð í verkefnum sem ég hef fengið hann með mér í fyrir MND félagið. Þar er af mörgu að taka en til að nefna eitt- hvað þá er bætt aðstaða mikið fatlaðra á Heilsustofnuninni í Hveragerði hon- um að mestu að þakka, bætt aðgengi og áætlun um úrbætur í Garði fyrir alla fatlaða þar er algerlega honum að þakka að ekki sé minnst á skötumessu að sumri sem styrkt hefur mannúðar- málefni um hundruðir þúsunda króna í gegnum tíðina. Já við jafnvel borðum til góðs. Það er nægt framboð af einstakling- um sem tala og tala um að þetta eða hitt þurfi að gera. Okkur vantar fólk sem talar og framkvæmir það sem rætt er um. Þannig er Ási, framkvæmir það sem aðrir ræða endalaust um. Því vona ég að Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi velji þennan hörku- duglega og strangheiðarlega mann til að vera í efstu sætum síns lista fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þá munu þau og allir Íslendingar eiga sér frábæran talsmann á Alþingi Ís- lendinga. Guðjón Sigurðsson HVAð SegjA SKipStjórArnir? „Grindavíkurhöfn er orðin mjög góð, ekki síst eftir dýpkunar-framkvæmdirnar í sumar. Allir frystitogarar og fiskiskip landsins geta komið hingað inn og landað, aðstæðurnar eru virkilega góðar, " segir Sigurður Jónsson stýrimaður og skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnar- syni GK 255. Sigurður segir verk að vinna til að breyta viðhorfi til hafnarinnar. „Inn- siglingin er góð og reyndar miklu betri en menn halda. Hér blasa við tækifærin, hér er komin löndunar- þjónusta og verið að auka enn frekar athafnasvæðið. Hér þarf að blása til sóknar og kynna höfnina betur, " sagði Sigurður jafnframt. Góð reynsla af höfninni Viktor Jónsson, skipstjóri á smá- bátnum Maron GK 522, tekur í sama streng. Hann segir öryggið í höfninni orðið miklu meira. „Síðustu tíu árin hefur enginn skip- stjóri farið oftar inn og út úr Grinda- víkurhöfn en ég þannig að ég tala af reynslu. Í dag kemst ég alltaf á sjó þegar ég vil. Áður fyrr var það þannig að við komumst ekki út á sjó þegar eitthvað var að veðri. Núna komumst við alltaf á sjó og heim aftur. Munar þar mestu að nú fáum við ekki brot á okkur. Ég myndi því segja að mín reynsla af höfn- inni í dag væri mjög góð, " sagði Viktor. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.