Reykjanes - 10.01.2013, Side 4
4 10. janúar 2013
Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
ég mun berjASt með FóLKinu í LAndinu
Alþingiskosningar nálgast. Margir láta í sér heyra á vett-vangi stjórnmálanna og margt
er gagnrýnt og mörgu lofað. Það er
mikið atriði að kjósendur geti fengið
skýr svör frá frambjóðendum hvaða
skoðun þeir hafa og hvernig þeir
ætli að vinna að málunum á Alþingi.
Reykjanes mun í næstu blöðum óska
eftir skýrum svörum frá þingmönnum
kjördæmisins og þingmanns kandidöt-
um.
1. Vilt þú að álver rísi í Helguvík? , hvað
telur þú að þú getir best gert til að það
verði – skýr dæmi um hvað þú getur
gert!
Já ég vil að álver í Helguvík rísi og
hefji starfsemi strax og auka þannig
atvinnuþátttöku fólks og skapa vel
launuð störf á Suðurnesjum!
Sem bæjarstjóri í Garði var ég í for-
ystusveit þeirra sem börðust fyrir því að
álver í Helguvík og Garði risi. Frá því að
ég lét af starfi bæjarstjóra hef ég einnig
tekið þátt í að vinna málinu brautar-
gengi. Margar blaðagreinar og viðtöl á
liðnum árum bera vitni um að ég hef
gert meira en að tala um álver, heldur
lagt mitt af mörkum á ýmsan hátt. Það
mun ég gera áfram og leggja mig fram
um að nýta þau tækifæri sem ég fæ til
að hafa áhrif á verkefnið og framgang
þess. Ég hef eins og fleiri bent á þann
þjóðhagslega ávinning sem af álverinu
hlýst. Engin ein framkvæmd í landinu
mun hafa eins jákvæð áhrif á efnahag
landsins og álverið í Helguvík. Ekki
eru dæmi um slík áhrif í öðrum hag-
kerfum í kringum okkur af einstakri
framkvæmd. Hvaða þjóðfélag hefur
efni á að láta annað eins tækifæri líða
framhjá sér á meðan þúsundir manna
skortir trygga atvinnu? Álverið mun
skapa 400 störf auk 500 afleiddra starfa.
Ef 70% þeirra starfa koma í hlut íbúa
á Suðurnesjum fá rúmlega 700 manns
vel launuð störf til framtíðar og tekj-
ur sveitarfélaganna aukast hratt. Hver
hefur efni á því að láta slík störf bíða?
Framleiðsla og verðmætasköpun til
útflutnings er eina leiðin út úr krepp-
unni og undirstaða öflugs atvinnulífs
sem aftur er grundvöllur nýsköpunar,
bættrar heilbrigðisþjónustu, menntun-
ar og velmegunar á íslandi. Það verða
engin loforð gefin um bættan hag nema
hjól atvinnulífsins fari af stað og við
framleiðum okkur út úr kreppunni!
Ég er í góðu sambandi við forystu-
menn HS orku hf. og Norðuráls sem
reglulega hafa upplýst mig um stöð-
una. Auk þess hef ég lagt málinu lið á
ýmsan annan hátt og mun berjast fyrir
þessu verkefni áfram. Suðurnesjamenn
þekkja störfin mín og þurfa ekki að
efast um að ég legg mig fram við ver-
kefnið þar til það er í höfn.
2. Vilt þú að raflínur verði lagðar í lofti
til Suðurnesja? Hvað telur þú að þú
getir best gert til að það verði – skýr
dæmi um hvað þú getur gert!
Já, ég vil að loftlínur verði lagðar sem
fyrst svo tryggja megi örugga orku-
afhendingu til heimila og fyrirtækja
á Suðurnesjum! Þetta er ein grunn-
forsenda þess að skapa fjölbreytt störf
á Suðurnesjum. Án nægrar öruggrar
orku gerist lítið í atvinnumálum!
Það liggur ljóst fyrir að auka þarf
flutningsgetu og öryggi í afhendingu
orku til atvinnulífs og heimila á
Suðurnesjum. Það verður ekki gert
nema með öflugri línum til svæðis-
ins. Sveitarfélög og opinberir aðilar
hafa samþykkt að efla veitukerfið svo
koma megi raforku með öruggum
hætti til álvers í Helguvík og Garði.
Ég er náttúrunnandi og meðvitaður um
umhverfi mitt og tel því loftlínur mun
skárri kost en jarðstrengi. Lagning jarð-
strengja krefst allt að 60m breiðs ruðn-
ing í jörðu, sem mun rista djúpt sár í
náttúru Reykjaness vestur og norður
með öllu nesinu. Loftlína er afturkræf
framkvæmd að mestu en jarðstrengur
óafturkræf framkvæmd. Þarfir mann-
lífs og atvinnulífs til nútíma þæginda
og framleiðslu kalla á raforku. Raforku
verður ekki komið til fyrirtækja og
heimila án fórna. Tími grútarlampa
og hestvanga er lögnu liðinn!
Skýrir samningar um uppbyggingu
álvers, orkuvera og atvinnulífs á
Suðurnesjum grundvallast á lagn-
ingu raforkulína og aukins raforku-
flutnings til Suðurnesja og frá þeim.
Ég veit að þeir samningar standa og
því ætti ekki að vera þörf á sérstakri
aðkomu þingmanna að málinu. Sem
þingmaður mun ég leggja áherslu á
þessa framkvæmd og að hún fari í gang
sem allra fyrst. Ég vil minna aftur á að
línulagnir og uppbygging orkufreks
iðnaðar á Suðurnesjum kalla á 10.000
árstörf þegar framkvæmdir fara af stað.
Ekkert land í veröldinni hefur efni á
því að halda framkvæmdum af slíkri
stærðargráðu í frystingu! Afleiðing
þess að nýta ekki þetta tækifæri er
brottflutningur þúsunda iðnaðar-
manna, tæknimanna og fjölskyldna
þeirra með tilheyrandi tekjulækkun
íslenskra heimila, fyrirtækja og rík-
issjóðs.
Ég mun vinna að því að snúa þessari
óheillaþróun við!
3. Vilt þú að Kísilver rísi í Helguvík?
Hvað telur þú að þú getir best gert
til að það verði – skýr dæmi um hvað
þú getur gert!
Já, ég vil að kísilver rísi í Helguvík!
Þegar hafa verið undirritaðir samn-
ingar um uppbyggingu kísilvers í
Helguvík. Þá samninga hafa fjármála-
ráðherra, HS Orka, Reykjanesbær og
fleiri undirritað við byggingaraðila kís-
ilverksmiðjunnar. Verkefnið er í þeirra
höndum og ábyrgðin þeirra að koma
því af stað. Þegar verkefninu er lokið
og kísilverið komið í gang mun það
skapa 90 störf auk afleiddra starfa. Ég
mun sem þingmaður leggja verkefninu
lið og greiða fyrir því á allan þann hátt
sem ég get. Ef ég hefði lausn á töfum
verkefnisins væri ég löngu búinn að
leysa málið.
4. Vilt þú að samkeppnisumhverfi gagna-
vera verði styrkt hér á landi? Hvað
telur þú að þú getir best gert til að
þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi
um hvað þú getur gert!
Já, ég vil að samkeppnisumhverfi
gagnavera verði styrkt mikið svo laða
megi fyrirtæki hingað með umhverfi-
svæna starfsemi. Við verðum að vera
samkeppnishæf við önnur lönd!
Almennt hef ég sagt að gagnaver og
sambærilegur samkeppnisrekstur búi
við sömu skilyrði á Íslandi og í öðrum
löndum hvað varðar skatta og skyldur.
Við höfum ódýra umhverfisvæna orku
að bjóða og eigum að nýta okkur það
sem forskot. Fyrirtæki um allan heim
vilja nýta umhverfisvæna orkugjafa í
rekstri sínum og við eigum að leggja
áherslu á að ná slíkum fyrirtækjum
til okkar. Hlutverk þingmannsins
er að skapa góða almenna umgjörð
innlendra- sem erlendra fyrirtækja
til reksturs í landinu þar sem skattar
eru sanngjarnir. Stækkun skattstofna
skilar okkur miklu meiru en hækkun
skatta á stöðugt fækkandi fjölskyldur
og fyrirtæki.
5. Vilt þú að niðurstöður matshóps um
virkjanakosti verði samþykktar?
Hvað telur þú að þú getir best gert
til að þín skoðun verði ofan á – skýr
dæmi um hvað þú getur gert!
Já, ég vil að niðurstaða hópsins verði
virt og farið eftir tillögum hans að
forgangsröðun verkefna. Öfgasinnuð
flokkapólitík má ekki svipta okkur
umhverfisvænni orkuframleiðslu fyr-
ir öflugt atvinnulíf á Íslandi í nútíð og
framtíð!
Rammaáætlun var niðurstaða
þverpólitískrar sérfræðinganefndar og
faglegrar verkefnastjórnar, sem fékk
það verkefni að vinna tillögur sem gætu
orðið grundvöllur að þverpólitískri sátt
í þjóðfélaginu um orkunýtingarkosti
okkar Íslendinga. Ríkisstjórn Samfylk-
ingar og VG hefur stofnað vinnu hóps-
ins í hættu. Í umsögn Orkustofnunar
um þingmál ríkisstjórnarinnar vegna
Rammaáætlunar segir „hagkvæmustu
og best rannsökuðu virkjanakostir eru
fluttir úr orkunýtingarflokki í biðflokk“
Hér er átt við þrjár vatnsaflsvirkjanir
í Þjórsá, Hvammsvirkjun, Holtavirkj-
un og Urriðafossvirkjun. Ég mun sem
þingmaður leggja áherslu á sátt um
Rammaáætlun eins og hún kemur frá
sérfræðingahópnum.
6. Vilt þú að næsta ár verði tekjuskatts-
frítt ár fyrir almenning svo menn
geti greitt af húsnæðislánum? Hvað
telur þú að þú getir best gert til að þín
skoðun verði ofan á – skýr dæmi um
hvað þú getur gert!
Ég vil að þessi athyglisverða tillaga
verði skoðuð mjög alvarlega.
Það þarf að mynda breiða og almenna
sátt um skatta á landsmenn. Ég mun
leggja áherslu á lækkun skatta á einstak-
linga og fyrirtæki en leggja meginá-
herslu á stækkun skattstofna með því
að auka atvinnu og verðmætasköpun.
Flatur virðisaukaskattur án innskattar
á alla þjónustu í stað tekjuskatts gæti
orðið grundvöllur að neysluskatti þar
sem svartri atvinnustarfsemi verði að
mestu eytt. Talið er að allt að 30% tekna
séu ekki taldar fram til skatts og mikil-
vægt að ná til þess hóps sem ekki tekur
þátt í kostnaði samfélagsins vegna þjón-
ustu sem við öll viljum og þiggjum. Það
verða allir að taka þátt í sameiginlegum
kostnaði þjóðfélagsins. Kosti þess og
galla að hafa tekjuskattsfrítt ár þarf að
skoða vel og þá niðurstöðu hef ég ekki
haldbæra. Eins þarf að skoða hugmynd-
ir um að vaxtabætur verði greiddar beint
inn á höfuðstól íbúðalána.
Ég mun berjast fyrir því að gripið
verði til aðgerða í skuldamálum heim-
ilanna!
7. Hvernig vilt þú koma til móts við
erfiða stöðu heimila í kjölfar banka-
hrunsins?
Ég vil berjast fyrir sanngjarnri fram-
tíðarlausn í þessum málum! Tryggur
fjárhagur heimilanna og auknar ráð-
stöfunartekjur almennings er ein
grunnforsenda þess að hér megi koma
hagkerfinu í gang, útrýma fátækt og
færa fólki aftur tækifæri á að eigna sér
húsnæði, mennta börnin sín og njóta
lífsins gæða í þessu auðuga og fallega
landi okkar. Við getum ekki sætt okk-
ur við verri stöðu þessara mála hér en
annarsstaðar í heiminum!
Róttæk viðbrögð við skuldavanda
heimilanna er forsenda þess að fólkið
í landinu fái aftur trú á stjórnvöldum
og á réttlátt velferðarsamfélag. Ég
mun sem þingmaður standa fyrir því
að við gefin loforð verði staðið. Lausn
á skuldavanda íslenskra heimila er
loforð sem við verðum að standa við.
Miðað við ráðstöfunartekjur íslenskra
heimila hafa skuldir þeirra tólffaldast
frá árinu 1980 og nema nú 240% af
tekjum. Ég tek undir ályktun Lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011,
en þar var samþykkt að færa niður höf-
uðstól verðtryggðra og gengistryggðra
húsnæðislána. Þessi aðgerð og önnur
endurskipulagning skulda heimilanna
er forsenda fyrir auknum hagvexti og
framtíðaruppbyggingu íslensks þjóð-
félags. Ég mun berjast með fólkinu í
landinu fyrir efndum í þessu máli!
8. Vilt þú að Kvótafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar verði samþykkt? Hvað telur
þú að þú getir best gert til að þín
skoðun verði ofan á – skýr dæmi um
hvað þú getur gert!
Nei! Ég styð ekki kvótafrumvarpið
eins og það er sett fram af hluta ríkis-
stjórnarinnar. Ég treysti því að sú sátt
sem náðist á meðal 20 aðila í sjávar-
útvegi í upphafi kjörtímabilsins verði
grunnurinn að nýju kvótafrumvarpi.
Ríkisstjórnin hafnaði þeirri einstöku
samstöðu sem náðist á milli allra hags-
munaaðila í sjávarútvegi og ég tel að sú
sátt verði grunnurinn að framtíðarsátt
í málaflokknum.
Skýr svör óskast