Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 12
12 10. janúar 2013 FyrSti KArLmAðurinn í StArFSLiði LAutAr Leikskólinn Laut í Grindavík hefur starfað frá árinu 1973 og flutti starfsemin í nýtt húsnæði 2006. Skólinn er staðsettur í Lautinni hér í víkinni fögru, eins og skóla- stjórnendur komast að orði. „Í fyrstu var eingöngu boðið upp á fjögurra tíma vistun sem þá þótti kærkomin viðbót við foreldrauppeldi. Í dag eru flest börn í sex til níu tíma vistun. Þannig að ábyrgð okkar er mik- il og við skorumst ekki undan því, " segir Albína Unndórsdóttir leikskóla- stjóri sem starfað hefur lengi á Laut sem leikskólakennari, aðstoðarleik- skólastjóri og nú sem leikskólastjóri. Í Lautinni er starfað eftir Upp- byggingarstefnunni eða svokölluðu uppeldi til ábyrgðar. Þar sem börn- unum er leiðbeint við að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Skólinn er Grænfánaskóli þar sem rík áhersla er lögð á endurnýtingu, flokkun á rusli og að þekkja og virða náttúruna. Í dagsskipulagi skólans er m. a farið með börnin í vikulegar vettvangsferðir þar sem gróður, skordýr, veðurfar o. f. l er skoðað og börnin hvött til að skoða umhverfi sitt á öruggan hátt. Unnið er að þematengdum verkefnum í tengslum við árstíðir o. fl. Skipulagðar hreyfistundir eru einu sinni í viku með hvern hóp. Þar sem hreyfiþroski þeirra er skráður af fag- stjóra í skemmtilegum tímum sem hafa ákveðið upphaf og endi. Fagstjóri í listaskála tekur á móti börnum einu sinni í viku. Þar er marg- ur hluturinn sem fer í endurnýjun líf- daga og veitir börnunum ánægju við að skapa ný verk þar sem ferlið skiptir mestu máli. Sérstakir málörvunar tímar eru einnig skipulagðir þar sem umsjónar- maður sérkennslu og leikskólakennari sjá um að auðga málnotkun og vanda til málfars umfram það sem gerist í daglegri málnotkun því börn læra það sem fyrir þeim er haft. „Frá opnun leikskólans hefur ein- göngu starfað kvenfólk en í haust vor- um við svo heppnar að fá til okkar ungan mann sem hefur verið í leið- beinendastarfi hjá okkur, Benóný Þórhallsson. Við teljum nauðsynlegt að fá fleiri karlmenn til starf til að bæta jafnræði innan skólans, " segir Fríða Egilsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. (Heimasíða Grindavíkur) HeimSóKn tiL peniStone Nú eru 25 ár eru liðin frá því að stofnað var til form-legra vinabæjartengsla milli Grindavíkur og Penistone í South-Yo- urkshire, Englandi (um klst. akstur frá Manchester). Strax frá upphafi tengsl- anna, sem reyndar hófust með sam- bandi JC-félaga beggja bæjanna, hefur vinskapur haldist innan þess hóps og svo hafa fleiri bæst í vinahópinn með árunum. Til að byrja með gekk vel að halda sambandi og bæði einstaklingar, skólar og bæjarstjórnir skiptust á heimsókn- um. Síðustu ár hafa engir hópar komið, né farið (svo vitað sé) til Penistone. Til þess að halda upp á þessi tíma- mót var ákveðið að tengja almenn- ingsbókasöfnin nánari böndum, m. a. til þess að halda þessum vinatengsl- um á lofti og kynna Penistone betur fyrir íbúum Grindavíkur og öfugt. Í því skyni fór undirrituð fyrir hönd bókasafnsins, Gunnar Vilbergsson, Hafsteinn Ágústsson og Ágústa Gísla- dóttir í stutta heimsókn þangað nýlega. Þá var tækifærið notað og voru grunnskólarnir tengdir sérstaklega með athöfn, sem fór fram á sal barna- skólans í Penistone, í gegn um Skype, þann 29. nóvember, s. l. Krakkarnir höfðu undirbúið sig vel og heilsuðu okkur með því að segja „Góðan dag". Þá var líka sýnd kynning um skól- ann, frá krökkunum í Grinda-vík, sem gerði mikla lukku. Til viðbótar fór svo Pat Punt, ekkja fyrrum bæjar- stjóra Penistone, yfir söguna og sagði krökkunum frá Íslandi á meðan þau sátu á gólfinu og hlustuðu–mátti næst- um heyra saumnál detta! Miklar vonir eru bundnar við þessi tengsl sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt bæði í kennslu og leik. Ritari Penistone/Grindavik Society var í útvarpsviðtali um félagsskapinn og vinabæjartengslin og gerði þessu góð skil þar. Ég lofaði stjórnanda FM Penistone að koma því áleiðis að þá langi að tengjast Útvarpsstöð Grinda- víkur, sem er rekin um sjómannadags- helgi ár hvert. Við fengum höfðinglegar móttökur og mikið við haft eins og alltaf og nú er von á hópi frá Penistone næsta sumar. Það liggur beinast við að endurlífga Grindavík-Penistone félagið og koma krafti í samskiptin bæði meðal full- orðinna og nemenda. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar geta snúið sér til undirritaðrar og/eða sent póst á margis@simnet.is Margrét R. Gísladóttir (Maddý á bókasafninu) Frá undirskrift samkomulags milli bókasafnanna að kynna bæina eina viku á ári. Nigel Ball og Margrét R. Gísladóttir. (Heimasíða Grindavíkur) Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Ryksugur Fyrir vinnustaðinn og heimilið Teg: T 10/1 1250 wött 10 ltr. tankur Teg: CV 38/2 Ryksuga með bursta 1150 wött 5,5 ltr. tankur Teg: T 12/1 1300 wött 12 ltr. tankur Sérlega hljóðlát Teg: T 7/1 1200 wött 7 ltr. tankur Teg: CV 48/2 Ryksuga með bursta 1200 wött 5,5 ltr. tankur MORGUNBLAÐIÐ | 41 • 20 vel búin sumarhús frá 15 m2 upp í 60 m2 • Heitir pottar eru við flest húsin, einnig sauna í nokkrum • Húsin eru leigð út í vikuleigu, helgarleigu og einn dag, allt eftir óskum hvers og eins • Gott tjaldsvæði á skjólgóðum stað Opið allt árið • Sími 820 1300, 690 3130 gladheimar.is • gladheimar@simnet.is Glaðheimar sumarhús Blönduósi Opið allt árið Frábær staður á góðu verði GRÍMSEYJARDAGAR 1.-3. JÚNÍ Gistiheimilin Básar og Gullsól við heimskautsbauginn Verið velkomin Beint flug frá Akureyri kl. 13 alla dagana www.grimsey.isMyn d: Fr ið þj óf ur He lg as on Þ etta er þrettánda hátíðin og hún hefur alltaf verið að vinda upp á sig með hverju árinu sem líður,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, en hann er jafnframt stofnandi hátíð- arinnar. Þjóð- lagahátíðin vann Eyrarrósina árið 2005, sérstök verðlaun fyrir menningar- starfsemi á lands- byggðinni sem þykir með ein- hverjum hætti skara fram úr. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin 4.-8. júní og er yfirskrift hennar að þessu sinni Söngvaskáldin góðu. Varðveita þjóðlög „Með því að efna til hátíðar viljum við meðal annars hvetja til varðveislu ís- lenskra þjóðlaga, stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar, safna saman listamönnum úr ólíkum áttum og varpa ljósi á menningararfinn,“ segir Gunnsteinn. „Við reynum eftir bestu getu að höfða til allrar fjölskyldunnar og síð- ast en ekki síst viljum við halda nafni þjóðlagasafnarans séra Bjarna Þor- steinasonar á lofti, en á Siglufirði er einmitt starfrækt þjóðlagasetur sem heitir í höfuðið á séra Bjarna.“ Gunnsteinn segist ekki í vafa um að Héðinsfjarðargöngin hafi gert það að verkum að fleiri gestir taki þátt í hátíðinni. „Í fyrra héldum við stærstu hátíð- ina fram til þessa, bæði hvað aðsókn og fjölda gesta snertir, og ég er sann- færður um að í ár verði það sama uppi á teningnum. Með tilkomu gang- anna er lítið mál fyrir Eyfirðinga að heimsækja Siglufjörð. Við vorum með hátt í tuttugu tónleika í fyrra og fjöldinn í ár er svipaður og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Síðasta daginn verður til dæmis ópera Mozarts, Don Giovanni, frum- flutt á íslensku á tónleikum í Siglu- fjarðarkirkju. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leikur og fram koma fjölmargir ungir og efnilegir söngv- arar. Sjálfan Don Giovanni syngur Fjölnir Ólafsson barítón. Fest sig í sessi Jafnhliða þjóðlagahátíðinni eru fjöl- mörg námskeið. Að þessu sinni verð- ur til dæmis hægt að sækja námskeið í búlgörskum þjóðdönsum, sænskri vísnatónlist, flókagerð og vegg- hleðslu. Einnig verður hægt að læra að syngja í kór og að spila á úkúlele. Námskeiðin hafa notið vinsælda. „Það er erfitt að segja til um hversu margir sækja hátíðina því margir sækja alla viðburði en aðrir aðeins staka. Okkur telst til að í fyrra hafi um 2.000 sæti verið setin á tón- leikunum. Fólk kemur alls staðar að af landinu. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og við reynum að stilla verði á tónleika og námskeið í hóf. Sumir koma ár eftir ár. Frakki nokkur kom að hlusta á Sigur Rós spila með Steindóri Andersen á hátíðinni fyrir nokkrum árum og nú er hann fasta- gestur. Ég segi hiklaust að þessi há- tíð hafi fest sig í sessi,“ segir Gunn- steinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. karlesp@simnet.is Norðurland eystra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gunnsteinn Ólafsson Ljósmynd/Gunnsteinn Ólafsson Dans Torgið á Sigló er upplagður staður fyrir þjóðdansa sem fólk stígur ekki nema í tilheyrandi þjóðbúningum. Ljósmynd/Gunnsteinn Ólafsson Trommað. Á þjóðlagahátíðinni verða ýmis námskeið sem eru hvert öðru ólíkara Siglufjörður Bærinn er nú hluti hins víðfeðma sveitarfélags, Fjallabyggðar. Æ fleiri ferðast um þessar slóðir. Með opnun Héðinsfjarðarganga er leið greið. Þjóðlagahátíðin á Siglu- firði verður haldin 4.-8. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi og verður veglegri og viðameiri með hverju árinu sem líður. Söngvaskáldin góðu er yfirskrift hátíð- arinnar í ár. Varpa ljósi á menningararfinn folkmusik.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is mArgt HeFur breySt Það var gaman að koma á Byggðasafnið í Garðinum rétt fyrir jólin og skoða jólasýn- inguna, sem búið var að setja upp í anddyrinu. Margt af skemmtilegum gömlum jólamunum. Jólatrén hafa t. d. tekið ansi miklum breytingum frá þeim tíma. Kynslóðin sem nú elst upp við snjallsíma, tölvuleiki og spjaldtölv- ur hlýtur að eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig þetta var fyrir ekki svo svakalega löngu síðan. það væri örugglega gaman fyrir skólana að gera sér ferð á Byggðasafnið til að skoða sýninguna. Gott til að ræða og skrifa um.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.