Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 13

Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 13
1310. janúar 2013 Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. ég HeF meStAr áHyggjur AF ungA FóLKinu Alþingiskosningar nálgast. Margir láta í sér heyra á vett-vangi stjórnmálanna og margt er gagnrýnt og mörgu lofað. Það er mik- ið atriði að kjósendur geti fengið skýr svör frá frambjóðendum hvaða skoðun þeir hafa og hvernig þeir ætli að vinna að málunum á Alþingi. Reykjanes mun í næstu blöðum óska eftir skýrum svör- um frá þingmönnum kjördæmisins og þingmanns kandidötum. 1. Vilt þú að álver rísi í Helguvík? , hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Já ég er eindreginn stuðningsmaður álvers í Helguvík og tel löngu tímabært að koma þeirri mikilvægu framkvæmd af stað aftur. Það sem þarf til er eindreg- inn stuðningur og vilji allra þeirra sem að verkefninu koma, ljúka fjármögn- un og tryggja orkuöflun. Stuðningur opinberra aðila er afar mikilvægur og að staðið sé við þau loforð sem gefin hafa verið og að fjárfestingarsamningar séu virtir. Að sjálfsögðu þurfa að nást samningar um orkuöflun og verð á milli Norðuráls og orkufyrirtækjanna og vona ég að það klárist á næstu vikum eða mánuðum. En einnig – og það er ekki síður mikilvægt – þurfa opinberir aðilar að klára það sem upp á þá stendur. Atkvæði okkar þingmanna í stjórnar- andstöðu réðu því á sínum tíma að fjár- festingarsamningurinn var samþykktur. Ég mun hér eftir sem hingað til styðja við bakið á þessu verkefni. 2. Vilt þú að raflínur verði lagðar í lofti til Suðurnesja? Hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég vil tryggja öruggt framboð á raf- orku til Suðurnesja og ég er afar ánægð með þá niðurstöðu sem sveitarstjórnin í Vogunum náði skömmu fyrir jól. 3. Vilt þú að Kísilver rísi í Helguvík? Hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Já, ég vil að Kísilver rísi í Helguvík eins og áform eru um og tel þetta mik- ilvæga stoð í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þetta mál hefur tafist af ýms- um ástæðum en er enn í vinnslu og von- ast ég til þess að það fái farsælan endi og að öflugir samstarfsaðilar fáist að ver- kefninu. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa haldið afar vel á því máli með því að vinna vel með fyrirtækinu og tryggja því góða aðstöðu. Ég mun veita þessu verkefni minn stuðning þegar og ef það kemur til kasta Alþingis. 4. Vilt þú að samkeppnisumhverfi gagnavera verði styrkt hér á landi? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég hef talað skýrt og barist fyrir því á Alþingi að rekstarumhverfi gagnavera hérlendis verði samkeppnishæft – eða betra – en það gerist í samkeppnislönd- um okkar. Ríkisstjórninni hafði næstum því tekist að bregða fæti fyrir þennan mikilvæga iðnað með úrræðaleysi og andstöðu við nauðsynlegar laga- breytingar. Nýr meirihluti var mynd- aður í þinginu fyrr á kjörtímabilinu fyrir tilstuðlan okkar í stjórnarandstöðunni og náðum við þannig að knýja fram gríðarlega mikilvægar breytingar á skattalöggjöfinni sem lagfærði þessa samkeppnisstöðu, þrátt fyrir andstöðu ýmissa stjórnarþingmanna og ráðherra. Það var mikilvægur árangur og tryggði m. a. að gagnaver Verne á Ásbrú tók til starfa. Þarna má enn gera betur og mun ég halda áfram að vinna í því. 5. Vilt þú að niðurstöður matshóps um virkjanakosti verði samþykktar? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég er andvíg þingsályktunartillögu þáverandi starfandi iðnaðarráðherra, Oddnýjar Harðardóttur og Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um rammaáætlun sem nú er til meðferðar í þinginu. Þær lögðu til ýmsar breytingar, t. a. m. þá að færa sex virkjunarkostir úr nýtingarflokki í biðflokk þvert á það sem fagleg verkefnisstjórn hafði lagt upp með. Þannig var margra ára ferli sett í uppnám og raunar gert marklaust. Það er miður. Við þingmenn Sjálfstæðis- flokksins höfum talað mjög skýrt í þessum efnum og lýst okkur algerlega óbundin af þessari rammaáætlun verði hún samþykkt. Við höfum enn fremur lagt til okkar eigið þingmál þar sem við leggjum til að málið verði fært upp úr hinum pólitísku skotgröfum og fært aft- ur til verkefnisstjórnarinnar til frekari meðferðar. Það er að mínu mati mjög góð leið til sátta í þessu mikilvæga máli. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að rammaáætlun verði kláruð til þess að upprunalegu markmiðin náist – um að ná sátt um hvað má virkja og hvað á að vernda. 6. Vilt þú að næsta ár verði tekjuskatts- frítt ár fyrir almenning svo menn geti greitt af húsnæðislánum? Hvað tel- ur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Fjölmörgum leiðum hefur verið velt upp á síðustu misserum til þess að koma atvinnulífinu í gang og bæta stöðu heimilanna í landinu. Þetta er ein þeirra. Mér finnst okkur hreinlega bera skylda til þess að skoða allar leiðir með opn- um huga. Ég sé marga kosti við svona aðgerð – þarna væri fólk hvatt til þess að vinna og skapa verðmæti sem ég tel nauðsynlega forsendu þess að koma okkur upp úr þeim öldudal sem við erum í núna. Ég myndi vilja láta gera úttekt á áhrifunum af svona aðgerð – á ríkissjóð, á heimilin, en ekki síður á íslenskt efnahagslíf í heild. Það er ljóst að tekjutap ríkissjóðs yrði all nokkuð og því mætti líka hugsa sér aðrar útfærslur, stytta tímann eða helminga afsláttinn. Þetta þarf að skoða í samhengi hlutanna og umfram allt með þá spurningu í huga hvort þetta stuðli að lausn vandans. 7. Hvernig vilt þú koma til móts við erfiða stöðu heimila í kjölfar banka- hrunsins? Brýnasta verkefni okkar er að leysa úr erfiðri stöðu heimilanna í landinu. Það á að vera forgangsverkefni okkar allra sem gefum kost á okkur til forystu í stjórnmálum og þarna eigum við að taka höndum saman. Það er miður að svo mikill tími hafi farið til spillis og að við séum enn að glíma við þenn- an stóra vanda rúmum fjórum árum eftir hrun. Það árangursleysi skrifast á ríkisstjórnina sem hefur ekki horfst í augu við þetta gríðarlega vandamál og hefur ekki haft burði til þess að tak- ast á við það. Forgangsröðunin er og hefur verið röng sem sést best á því að nú í upphafi árs telur forsætisráðherra brýnasta verkefnið fyrir þinglok vera að umbylta stjórnarskrá Íslands. Ég er þessu algerlega ósammála. Vandinn er flókinn og að minnsta kosti tvíþættur. Annars vegar sá forsendubrestur sem allir húsnæðis- eigendur urðu fyrir við bankahrunið og hins vegar að finna framtíðarfyr- irkomulag húsnæðismála hér á landi sem er sambærilegt við það sem aðrar þjóðir búa við. Við urðum öll fyrir sama forsendu- brestinum en ólgan sem enn ríkir í samfélaginu er að mínu áliti ekki síst vegna þess að úrlausn vandans hefur ekki tekið mið af því heldur frekar af því hvert lánafyrirkomulag skuldarans er. Þannig hafa margir þeirra lántakenda sem tóku gengistryggð lán fengið lausn sinna mála í gegnum dóma Hæstaréttar, en eftir sitja aðrir t. d. þeir sem tóku verðtryggð lán hjá Íbúðalánasjóði. Það er óhjákvæmilegt annað en að líta sér- staklega til þess hóps og vil ég beita mér fyrir því. Óvissan er enn alltof mikil þar sem fjöldi dómsmála er ekki lokið og hreint fáránlegt að ríkisstjórnin hafi ekki fallist á tillögu okkar sjálfstæðis- manna á Alþingi strax árið 2009 um að þessi mál fengju flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Ég hef mestar áhyggjur af unga fólk- inu okkar. Heil kynslóð hefur verið skil- in eftir nánast eignalaus – og raunar með skuldir langt umfram eignir–og tekjur hrökkva ekki fyrir framfærslu og niðurgreiðslu lána. Jafnvel hjá þeim sem þó eru svo lánsamir hafa atvinnu. Við nýttum ekki tækifærið til almennrar skuldalækkunar með því að festa vísi- töluna 2009 og það tækifæri sýnist mér því miður runnið okkur úr greipum. Nú telja margir að afnám verðtryggingar sé allra meina bót – en staðreyndin er sú að það leysir ekki vandann afturvirkt. Ég er ekki talsmaður þess að banna verðtrygginguna, en ég vil auka vægi óverðtryggðra lána þannig að fólk hafi raunverulega valkosti, en í öllu þessu samhengi skiptir auðvitað langmestu að samhliða fari styrk efnahagsstjórn, verðmætasköpun í atvinnulífinu og að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum. Ég tel nauðsynlegt að horfa til sam- setningar vísitölunnar. Það er vitanlega galið að verð á hvítvíni og sokkabuxum og skattahækkanir vinstristjórnarinn- ar skuli hækka fasteignalánin okkar. Verðtrygging fasteignalána bundin við neysluverðsvísitölu gengur ekki upp. Það þarf að finna nýja útfærslu þar sem verðtrygging á fasteignalánum er tengd fasteignaverði en ekki einhverju blandi í poka. Við getum ekki bundið lánin við vísitölu neysluverðs þegar laun og kjör fylgja ekki sömu uppskrift. Samandregið er staðan þessi: Við verðum fyrst að koma hjólum atvinnu- lífsins af stað af fullum krafti. Skapa verðmæti. Við verðum við að reikna og greina hver vandinn raunverulega er. Fá alla okkar bestu sérfræðinga að þessu borði með okkur í stjórnmálunum og finna raunæfar lausnir og koma þeim í framkvæmd. Hætta að sópa vandanum undir teppið og horfast í augu við hann. Svo þarf að taka ákvarðanir – sumar verða án efa erfiðar. Er betra að tugir þúsunda Íslendinga fari í gjaldþrot eða er betra að gera skuldir upp með veð- settum eignum og afskrifa afganginn? Bjóða síðan leigu–jafnvel með föstum kauprétti? Tómar byggingar út um allt hjálpa engum. Fjölskyldur og einstak- lingar sem losnað hafa undan skulda- klafa eru líklegri til að skapa verðmæti og stuðla að betra efnahagslífi, betra þjóðfélagi. Þannig þjóðfélag vil ég taka þátt í að skapa. 8. Vilt þú að Kvótafrumvarp ríkisstjórn- arinnar verði samþykkt? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég vil nú fyrst sjá hvaða frumvarp ríkisstjórnin kemur sér saman um að leggja fram áður en ég lýsi mig and- víga eða samþykka því. Núna er staðan reyndar sú að atvinnumálaráðherrann treystir sér ekki einu sinni til þess að leggja frumvarpið fram vegna þess að það hefur ekki stuðning. Ef ég mætti gefa ríkisstjórninni eitt ráð þá er það að hætta við þetta mál og einbeita sér að þeim brýnu málum sem bíða – að leysa úr skuldavanda heimilanna og styðja við atvinnuuppbyggingu í landinu. Annað má að mínu mati bíða. Skýr svör óskast Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3 Þorrahlaðborð kr. 6.600 á mann. Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 20.janúar Pakkatilboð í Víkingastræti Lipur sem Loki tökum við á móti hópum stórum sem smáum. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar. www.fjorukrain.is ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 30. apríl 2013. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann. 1. Þorrapakki: Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Tveggja manna herbergi kr. 13.400 á mann. Þorrahlaðborð án gistingar kr. 6.600 á mann. 2. Leikhúspakki í Víkingastræti – Fjörukráin og Gaflaraleikhúsið: Gisting, leikhúsmiði og 3ja rétta kvöldverður. Blackout eftir Björk Jakobsdóttur Tveggja manna herbergi kr. 14.200 á mann. Leikhúsmatseðill tveggja rétta án gistingar kr. 2.800 á mann Gildir aðeins á sýningarkvöldum á milli kl. 18.00 – 20.00 3. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann. 4. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu. Tveggja manna herbergi kr. 13.000 á mann. Nánari upplýsingar á heimasíðum okkar. www.fjorukrain.is og www.gaflaraleikhusid.is Víkingasveitin leikur fyrir matargesti öll kvöldin.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.