Reykjanes - 24.04.2013, Side 9
924. apríl 2013
biSkup mæTTi á æFingu
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands var í heimsókn á Suðurnesjum fyrir stuttu. Bisk-
up heimsótti kirkjur og söfnuðina.
Mætti í fermingu og heimsótti vinnu-
staði og stofnanir. Einn morguninn
mætti Agnes í Reykjaneshöllina og
tók nokkrar léttar æfingar með eldri
borgurum undir stjórn Kjartans Más-
sonar, kennara.
Saga Akademía
Færni í málFræði
númer eiTT, TVö og Þrjú
Á efri hæð Framsóknarhússins á Hafnargötunni er starf-ræktur málaskóli. Reykjanes
leit við einn daginn til að forvitn-
ast um starfsemina. Við kennum
íslensku fyrir útlendinga sagði Karl
Smári Hreinsson forstöðumaður
skólans. Nemendur hjá okkur hafa
verið frá fjórum heimsálfum og 14
löndum. Hjá okkur eru 120 nemend-
ur fyrst og fremst að læra íslensku,
en 10 eru í enskunámi og nokkrir
eru í spænsku. Við erum einnig með
kennslu í Garði og Sandgerði.
Flestir sem stunda nám hjá okkur
koma frá Póllandi eða 79%. Við erum
fimm sem komum að kennslunni
en aðallega erum við tvö sagði Karl
Smári. Með mér er Daria Luczków.
Starfsmenntasjóðir hafa verið mjög
viljugir til að taka þátt í námskostnaði
nemendanna.
Við leggjum mikið uppúr einka-
kennslu til að ná góðum árangri. Það
skiluir okkur frá öðrum. Við leggjum
einnig höfuðáherslu á færni nemenda
í málfræði. það er númer eitt, tvö og
þrjú í okkar kennslu.
Karl Smári sýndi mér tvær
kennslubækur sem hann hefur samið.
Útgáfan er styrkt af Landsmennt og
Starfsafli. Kennslubækurnar litu vel
út og eru örugglega góðar til að auka
færni nemenda við að læra íslensku.
Á myndunum er Karl Smári
Hreinsson og Daria kennari og
Joanna nemandi.
Brunavarnir Suðurnesja 100 ára.
glæSilegT SlökkVi-
liðSminjaSaFn opnað
Það var margt um manninn íþegar Brunavarnir Suðurnesja fögnuðu 100 ára afmæli sínu í
Rammahúsinu. Þar var einnig fagnað
að fyrsta slökkviliðsminjasafn á Íslandi
var opnað. Í tilefni tímamótanna var
hátíðardagskrá. Brunavörnum bárust
margar góðar kveðjur og gjafir. M. a.
afhentu fulltrúar sveitarfélagnna tvær
milljónir til tækjakaupa.