Reykjanes - 24.04.2013, Page 14
14 24. apríl 2013
Grindavík
ungT Fólk og lýðræði
Margrét Rut Reynisdóttir og Katla Marín Þormarsdóttir fóru á dögunum sem full-
trúar ungmennaráðs Grindavíkurbæj-
ar á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði
á Egilsstöðum. Með þeim var Sigrún
Ísdal Guðmundsdóttir starfsmaður
bæjarins. Fjallað var umum þátttöku
ungs fólks í skipulagsmálum. Hlýtt var
á fyrirlestra og svo voru vinnustofur og
ýmislegt fleira skemmtilegt gert eins
og kvöldvökur.
Í lok ráðstefnunar var eftirfarandi
yfirlýsing send út á fjölmiðla:
„Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði,
haldin á Egilsstöðum 20.–22. mars
2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt
ríki sem sveitarfélög að leita meira til
ungmenna og taka tillit til þeirra skoð-
ana á málefnum samfélagsins, einkum
þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu
málsvarar ungmenna eru ungmennin
sjálf.
Virk lýðræðisþátttaka ungmenna
snýst um meira en árlegan fund með
bæjarstjórn fyrir framan myndavélar.
Hún snýst um samræður og samskipti
alla daga ársins. Stjórnvöld verða að
hafa ungmenni í huga og með í ráðum
þegar þau fjalla um tillögur sínar og að
ungmenni séu í stöðu til að hafa áhrif
á þau málefni er þau snerta.
Í þessu sambandi minnir ráðstefnan
sérstaklega á 12. grein Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og
ungmenna til að láta skoðanir sínar í
ljós og hafa áhrif á öll mál er þau varða
og tekið sé réttmætt tillit til þeirra í
samræmi við aldur og þroska. Sérstak-
lega sé höfð í huga 4. grein sáttmálans
sem fjallar um ábyrgð ríkis og sveitar-
félaga til að tryggja þau réttindi sem
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
kveður á um. Ráðstefnan bendir einnig
á 17. grein um aðgang að upplýsingum
sem stuðli að alhliða þroska.
Þátttaka í lýðræði og samfélaginu
krefst þjálfunar. Enginn einstakling-
ur stekkur fullmótaður fram á sjón-
arsviðið. Ráðstefnan hvetur því öll
sveitarfélög landsins til að koma á fót
ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu
stöðu og aðrar nefndir sveitarfélaga,
til dæmis hvað varðar vald yfir fjár-
magni. Ráðin séu sýnileg og framboð
í þau opin hverju því ungmenni sem
áhuga hefur.
Ráðstefnan fagnar því að stjórnvöld
hafi brugðist jákvætt við áskorun henn-
ar frá því í fyrra og fullgilt Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Að sama
skapi er mikilvægi þess að fullgildingin
fái þá umræðu sem hún verðskuldar
ítrekað og stjórnvöld virði þá skuld-
bindingu sem felst í Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi
Íslands fyrir að standa fyrir ráðstefnu
á borð við Ungt fólk og lýðræði. Hún
gefur ungu fólki færi á að mynda tengsl,
ræða sín viðhorf, koma þeim á fram-
færi og sanna fyrir því að það geti haft
áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna
sem þessi verði haldin á hverju ári og
megi aðrir taka UMFÍ sér til fyrir-
myndar. “ (Heimasíða Grindavíkur)
lönduðu SeX ÞúSund Tonnum
Það er búið að vera ansi rólegt í höfnunum á Suðurnesjunum því hrygningastoppið var við
lýði enn því lauk síðastliðinn sunnu-
dag. Reyndar fóru línubátar frá Ein-
hamri í Grindavík á sjóinn og fóru þá
útað Eldey. Afli bátanna var misjafn,
Auður Vésteins GK var með 1,8 tn,
Sæborg SU 2,8 tn og Gísli Súrsson
GK 6,7 tn.
Dragnótabátarnir mokveiddu
fyrir stoppið og þá sérstaklega Nes-
fiskbátarnir. Siggi Bjarna GK fékk t.
d 84 tn í einungis 3 löndum og kom
mest með 33 tonn að landi. Og er
þessi 33 tonna róður stærsti róður
bátsins frá upphafi. Arnþór GK mok-
fiskaði líka því hann var með 82 tn í
3 róðrum og 30 tonn mest í stærsta
róðri sínum
Einu bátarnri sem hafa róið eru
nokkir grásleppubátar og sæbjúgu-
bátarnir tveir sem eru gerðir út héðan.
Drífa GK hefur landað 54 tonnum í
7 róðrum og Tungufell BA 92 tonn-
um í 8 róðrum. Hafsvala HF er hæst
grásleppubátanna og er með 20 tn
í 15 róðrum, en báturinn landar í
Grindavík. Í Sandgerði er Guðrún
KE með 15 tn í 10 og Svala Dís KE 9
tn í 7 róðrum.
Þrír bátar sem voru gerðir út héð-
an á vertíðinni eru farnir norður. Og
eru það línubátarnir Stormur SH og
Gulltoppur GK og grásleppubáturinn
Birta Dís GK. Allir bátarnir eru að
landa á Siglufirði og er Birta Dís GK
kominn með 16 tn 10. Gulltoppur
GK er búinn að landa 33 tonnum í 4
róðrum og þar af tæp 15 tonn í einni
löndun sem fékkst á 60 bala. Ekki
voru komnar aflatölur fyrir Storm
SH þegar þessi pistlill var skrifaður.
Þar sem lítið er um að vera núna
þá er ekki vitlaust að kíkja aftur í tí-
mann og við skulum fara til ársins
1980 og skoða þá hvað var um að
vera á Suðurnesjunm í Apríl. En á
þeim tíma þá var ekki kominn kvóti
né var hrygningastoppið við lýði. Allir
bátarnir sem við skoðum voru á neta-
veiðum og eru þeir ansi margir. Þá var
langmestur fjöldi bátanna gerður út
frá Grindavík.
Grindavík, Byrjum á bátunum sem
fóru í 19 róðra. Hafberg GK 311 tn,
Geirfugl GK 384 tn( 20 tonn í róðri
að meðaltali), Hrafn Sveinbjarnars-
son III GK 248 tn, Höfrungur II GK
297 tn. Jóhannes Gunnar GK sem var
aflahæstur með 394 tn í 19. Búðanes
GK 291 tn, Hrungnir GK 284 tn,
Vörður ÞH 376 tn og Hópsnes GK
281 tn. Í 18 róðra fóru, Gísli Lóðs GK
207 tn, Gaukur GK 331 tn, Oddgeir
ÞH 263 tn, Skúmur GK 335 tn, Hrafn
Sveinbjarnarsson GK 234 tonn. Í 17
róðra fóru Már GK 169 tn og mest
20 tn í einni löndun, Þorsteinn Gísl-
asson GK 131 tn og Vörðunes GK sem
fiskaði ansi vel og var með 209 tn eða
12 tonn í róðri.
Tveir bátar fóru í 16 róðra, Hrafn
Sveinbjarnarsson II GK 359 tn og mest
45 tonn í róðri. Og Hringur GK frá
Hafnarfirði 182 tonn. Fjölnir GK var
með 257 tn í 14 og Hrafn GK 206 tonn
í einungis 3 róðrum. Athyglisverðasti
báturinn er þó Sæljómi GK sem var
11 brl eikarbátur enn báturinn land-
aði 108 tonnum í 13 róðrum eða 8,3
tonn í róðri, sem þýðir að báturinn
var með fullfermi í öllum róðrunum
sínum. Samtals voru þetta 23 bátar
sem lönduðu sex þúsund tonnum.
Sandgerði, þar var aflinn nokkru
minni en í Grindavík enda voru í
Grindavík mun fleiri stórir stálbátar.
Arney KE var hæst í Sandgerði með
325 tn í 18. Aðrir sem fóru í 18 róðra
voru, Víðir II GK 231 tn, Hafnarberg
RE 135 tn, Jóhannes Jónsson KE 106
tn, Sigurjón GK 137 tn og Þorkell
Árnasson GK 154 tn. Í 17 róðra fóru
Bergþór KE 181 tn, Hólmsteinn GK
137 tn, Bliki ÞH 135 tn og Skálavík ÁR
180 tn. Þorsteinn KE var með 106 tn í
16. Í 15 róðra fóru Mummi GK 114 tn,
Sædís ÁR 202 tn, Grunnvíkingur RE
143 tn og Hvalsnes KE 151 tn. Samtals
gerir þetta 2400 tonn af 16 bátum.
Keflavík þar var Sandafell GK hæst
með 270 tn í 19. Svanur KE var með
108 tn í 18. Bátar sem fóru í 17 róðra
voru, Vatnsnes KE 158 tn, Gunnar
Hámundarsson GK 109 tn og Boði
KE 221 tn. Tveir bátar fóru í 16 róðra
Vonin KE 145 tn og Baldur KE 151
tn og mest 20 tonn í einum róðri.
Happasæll KE var með 155 tn í 15.
Tveir bátar fóru í 14 róðra og voru
það Jarl KE 168 tn og Pétur Ingi KE
237 tn. Þuríður Halldórsdóttir GK var
með 163 tn í 13 og Búrfell KE 127 tn
í 12. Samtals gerir þetta 2200 tonn.
Í Vogum var svo Ágúst Guðmunds-
son GK sem landaði 112 tonnum í
16 róðrum.
Aflafréttir
Karla Marín, Margrét rut og Sigrún ísdal.
Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka
Þú nærð tökum á sykursýkinni
með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega
Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og
strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd.
* Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og
handhægur
* "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla
(calibrera)
* Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl
* Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L
* Mæling tekur aðeins 5 sek.
* Geymir 480 mælingar í minni
* Hægt að tengja við tölvu
blóðsykursmælir
Félagar í FEB
fá 12% afslátt
af öllum vörum
Apótek Suðurnesja
er opið
Mánud. - föstud. 9:00-19:00
Laugardaga 14:00-18:00
Velkomin í lágt lyfjaverð
í Apóteki Suðurnesja