Reykjanes - 13.12.2012, Qupperneq 8
8 13. desember 2012
Gaman að Gefa Gjöf
Alltaf líf og fjör hjá markaðs-fólinu á Bryggjubásum. Þegar Reykjanes leit við einn laugar-
daginn var búið að koma fyrir jólatré
þar sem fólki gefst kostur á að setja
pakka, sem verða svo afhentir Fjöl-
skylduhjálpinni. Opið er hjá Bryggju-
básum laugardaga og sunnudaga frá kl
13-17 og föstudaga frá kl 16-20. Þegar
nær dregur að jólum verður opið meira.
Jólahugvekja:
á einhver öruGGt
athvarf hjá okkur?
Af guðspjöllunum fjórum er það einungis hjá Lúkasi sem hennar saga er sögð. Hann
skrifar Þeofelusi með merkilegum
formála og segir „ég hef athugað
kostgæfilega . . . “ og hvetur hann til
að rannsaka málið enn frekar. Það
hljómar nánast nútímalegt, minnir á
rannsóknarblaðamennsku og traust-
vekjandi að vita að það var vandað
til verka þegar var verið að skrásetja
þessar sögur sem skipta okkur svo
miklu máli. Og svo hefst sagan og í
fáeinum versum er sagt frá því á hvaða
tíma hún gerist, hvert er stjórnmála-
ástandið, hver Sakaría er og Elísabet
kona hans, hvernig manneskjur þau
eru, fjölskylduaðstæður þeirra, aldur,
og atburðirnir segja okkur að þau eru
almennt við góða heilsu. Upplýsingar
um atvinnumál hans koma fram ásamt
almennri lýsingu á trúarlífinu. Þetta
er nokkuð vel af sér vikið í ekki fleiri
orðum.
Og Sakaría birtist engill. Það má
reikna með því þegar þeir birtast að
eitthvað merkilegt sé í vændum. Það
er næstum hægt að kalla það klassískt
að englaboðskapur hefjist á hvatningu
til viðmælandans um að óttast ekki
og svo var einnig í þessari heimsókn.
En svo fær Sakkaría að vita að þau
hjónin muni eiga von á barni. Fátt
annað studdi þessa fullyrðingu eng-
ilsins og miðað við aðstæður og háan
aldur þeirra hjóna sá Sakkaría ekki
hvernig þetta gæti orðið og taldi upp
öll þau vandkvæði sem hann sér á
þessari framkvæmd. Engillinn Gabríel
(sem var greinilega ekki vitund líkur
glansmyndinni af vængjaða, búttaða
smábarninu) svarar trúleysi Sakkaría
með því að gera hann mállausan þar
til spádómur þessi hefði ræst. Elísabet
fær heimsókn frá ungri frænku sinni
Maríu sem einnig er barnshafandi.
Sögur þessara kvenna eru samtvinn-
aðar og greinilegt að þær hafa verið
nánar þar sem María leggur á sig langt
ferðalag til að þær geti verið saman.
Það var sannarlega ekki eins og hjá
okkur í dag þar sem hægt er að hafa
samband við alla sem maður þekkir
á Facebook. Þar eru jú allir saman-
komnir, ættingjar, vinir og kunningj-
ar og jafnvel nokkir í viðbót sem við
höfum ekki hugmynd um hvernig
við þekkjum. Í huga Maríu var ekki
nema um eitt að ræða, fara á staðinn.
Ferðamátinn var líklegast hvorki auð-
veldur né þægilegur en þetta gerði hún
samt. Hin unga María og hin aldraða
Elísabet létu ekki aldursmuninn stía
sér í sundur. Milli þeirra ríkti traust
og vinskapur sem máði allt annað út.
Nú fer í hönd sá tími þar sem við
hittum ættingja og vini í jólaboðum.
Saga Elísabetar og Maríu getur verið
okkur hvatning til að styrkja sambönd
og vinskap. Það er líka þannig að um
jólin koma fleiri en vant er til guðs-
þjónustu. Gæti verið að þar sæir þú
einhverja sem myndu gjarnan vilja
heyra frá þér eða hitta þig oftar?
Getum við verið eins og Elísabet?
Erum við þannig ættingjar að yngra
fólki finni að það geti leitað til okkar
með sín mál? Á einhver öruggt athvarf
hjá okkur? Lítum í kringum okkur og
sjáum hvort við getum verið einhverj-
um til blessunar þessi jól.
Með jólakveðju,
Þóra Sigríður Jónsdóttir,
prestur SDA Keflavík
kjartan þjálfar eldri borGara
Kjartan Másson, kennari, hef-ur tekið að sér í sjálboðavinnu að hafa léttar æfingar fyrir morgungesti Reykjaneshallarinnar. Kjartan mætir á mánudögum, mið-vikudögum og föstudögum kl 9: 30. Allir eru velkomnir að taka þátt í þess-um æfingum.
hin mörGu andlit kriStninnar
Eftir sr. Þórhall Heimisson er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku
Bókin er sjálfstætt framhald bók-arinnar Hin mörgu andlit trúar-bragðanna sem kom út 2005
eftir Þórhall. Þar fjallaði hann um öll
trúarbrögð heimsins–en nú tekur höf-
undur fyrir kristna trú og sögu hennar
og dregur ekkert undan. Þórhallur er
fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir
námskeið sín, bækur og útvarpsþætti
um trúarbrögð heimsins, táknmál
þeirra, sögu og trúabragðastyrjaldir.
Trúarhreyfingar og mismunandi
skoðanir á þeim hafa um aldir haft af-
gerandi áhrif á menningu um gjörvalla
heimsbyggðina, valdið deilum og heift-
úðugum styrjöldum – þrátt fyrir boð-
skap um kærleika og frið.
Í þessari sjöundu bók sinni rekur
Þórhallur Heimisson á hispurlausan
hátt sögu, þróun, kenningar og átök
þeirra sem aðhyllast kristna trú, allt
frá Egyptalandi hinu forna til Íslands í
dag. Þetta er stórbrotin saga um marga
mikilvæga sögulega þætti; blóðug
átök krossferðanna fá hér sitt rými,
musterisriddarar og múslímar, kristin
talnaspeki og táknfræði, biblíurann-
sóknir og dagar kirkjuársins svo fátt
eitt sé talið. Einnig fjallar höfundur
um samfélagsmál, s. s. jafnrétti kynj-
anna, samkynhneigð og veltir fyrir sér
hvort trúin sé ópíum fyrir fólkið. Hann
talar líka um reynslu sína af dulræn-
um atburðum, rannsóknum á nær-
dauða-reynslu og spíritisma og veltir
upp spurningum um líf eftir dauðann.
Bókin er spennandi lesning um
sögulegar staðreyndir sem hér eru
færðar í aðgengilegan búning fyrir
alla sem vilja vita meira um bakgrunn
sinn. Auk þess gefa samfélagsmál og
persónulegar hugleiðingar höfundarins
bókinni aukna vídd.
Nánari upplýsingar veitir Álfrún G.
Guðrúnardóttir í s: 864 2211
Fréttatilkynning