Reykjanes - 13.12.2012, Side 10

Reykjanes - 13.12.2012, Side 10
13. desember 201210 Fullkomið heitt súkkulaði Hitið að suðu, setjið í bolla, skreytið með þeyttum rjóma og njótið. 3100 g Lindu suðusúkkulaði 1 l mjólk 1 2 PIPA R \ TBW A • SÍA • 123408 – ómótstæðilega gott Góðir í jóla­ pakkann Reykjanes fékk senda fjóra skemmtilega diska, sem rétt er að vekja athygli á. Jónas Sigurðsson ásamt Lúðrasveit Þorlákssafnar er með "Þar sem himin ber við haf. "Ómar Guðjónsson með "Út í geim. " Hreimur með "eftir langa bið. " Skúli Mennski ásamt Þungri byrði með "Blúsinn í fangið. " hjálpræðiSherinn í reykjaneSbæ í jólaSkapi! Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálp-ræðishersins verður nú fyrir jól að finna ýmist í Nettó Krossmóa, hjá Bónus eða í Kjarna hjá Flughótel- inu, með „jólapottinn” sem notaður er til að safna inn peningum til styrktar velferðarstarfi á Suðurnesjum. . Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er eins og fyrri ár í samstarfi við Hjálp- arstarf Kirkjunnar og Velferðasjóð Suðurnesja hvað varðar jólaaðstoð til bágstaddra og fer 10 % af allri inn- komu jólapottsins í Velferðarsjóðinn. Hjálpræðisherinn sér um að miðla jólagjöfum til barna og unglinga sem þurfa. Af því tilefni auglýsum við eftir jólagjöfum til barna og skorum á íbúa Reykjanesbæjar og fyrirtæki að vera með að gefa! Þeir sem vilja gefa pakka geta skilað þeim hjá jólapottinum eða undir jóla- tréið í Kjarna. Einnig má skila pökkum á Hertexmarkað Hjálpræðishersins að Hafnargötu 50 en þar er opið alla virka daga kl 12-17 og fyrstu tvo laugardaga í desember kl 10-14. Tekið skal fram að á Hertex nytja- markaði verður 100 kalla útsala út allan desember og einnig er boðið upp á fría súpu þar. Á aðfangadegi jóla bjóðum við svo til Vinajóla, hátíðarmatog yndislega kvöldstund og eru ALLIR velkomnir. Gestir eru beðnir að skrá sig í síma 6943146 eða hjá ester@herinn.is fyrir 21. des. Við þökkum öllum þeim sem gefa kærlega fyrir stuðninginn með ósk um gleðileg jól og blessunar Guðs. mikið líf búið að vera í SandGerði Þrátt fyrir að Sandgerði sé með skuldugustu sveitarfélögum landsins þá er þar engann bolmóð að finna varðandi sjávar- útvegsmálin. Því ekki í mörgum sveitarfélögum landsins eru byggð ný fiskverkunarhús. Því í Sandgerði er verið að byggja tvo ný hús núna. Hið fyrra er komið upp og það er út- gerðarfyrirtækið Sólbakki sem gerir út Örn KE sem er að byggja húsið. Húsið er um 600 fm2 að stærð og er byggt að hluta yfir nýja fiskvinnslulínu frá Marel. Verið er að vinna inní húsinu sem er orðið fokhelt. Hitt húsið sem er komið að stað í byggingu er þar sem áður var límtréssmiðjan Mosfell. Það brann árið 2010 og hefur reiturinn verið auður síðan. Núna á að byggja þar stóra frystigeymslu og stendur til að Skinnfiskur leigi þar stóra hluta hússins enn frystigeymsla þeirra í Skinnfiskshúsinu dugar ekki fyrir allar afurðir þeirra og hafa þeir þurft að leita í frystigeymslur út fyrir bæinn. Talandi um Mosfellsreitin þá var þarna áður stálsmiðjan Hörður og í því húsi var fyrsti og eini stálbát- urinn sem smíðaður hefur verið í Sandgerði smíðaður og settur á flot. Sá bátur var settur á flot árið 1975 og hét þá Hamraborg SH 222. Og það er nokkuð merkilegt að þar sem núna eru löndunarkranarnir í Sandgerði, þar er mikið malarplan þar sem að sjómenn hafa skilið eftir bíla sína. Þegar að Hamraborg SH var sett á flot þá var þetta plan ekki til, því þar sem að malarplanið byrjar þar var um 2 metra hár veggur sem og þar bakvið var sjór og þar var báturinn settur í sjó úr dráttarbraut sem Hörður út- bjó. Þessi bátur var lengst gerður frá Ólafsfirði og hét þar Snæbjörg ÓF í 13 ár. Báturinn hefur aldrei haft útgerðar- aðila í Sandgerði en hefur komið mjög sjaldan til veiðar þar í bæ. Síðast kom báturinn þangað árið 2001 og var þá á netum og landaði 81 tonni í 36 róðr- um. Í dag heitir þessi bátur Byr ÍS og var gerður út meðal annars veiðar í Ísafjarðardjúpinu síðasta vetur. Annars er mjög mikið líf búið að vera í Sandgerði núna undanfarið því flest allir smábátarnir eru komnir til baka og hafa verið á veiðum skammt utan við bæinn. Var t. d Óli á Stað GK með 13 tn. Daðey GK 12 tn, Þórkatla GK 10 tn, Steini GK 8tn, Muggur KE 8 tn, Sæborg GK 8 tn, Birta Dís GK 9 tn, Addi Afi GK 7 tn og Staðarvík GK 5 tonn allir eftir 2 róðra. Guð- mundur á Hópi GK 12 tn eftir 3 róðra og Örninn GK 13 tonn eftir 4 róðra. Nýjasti báturinn í flota Sandgerðinga Pálina Ágústdóttir GK sem hét áður Árni á Teigi GK hefur verið seldur til Bolungarvíkur og í staðin hefur verið keyptur aðeins minni plastbát- ur sem heitir Ólafur HF. Sá bátur er yfirbyggður 15 tonna bátur og er því krókaaflamarksbátur, en gamla Pálína var 24 bt plastbátur og því ekki króka- aflamarksbátur. Netaveiðar hafa verið frekar dræm- ar og fór Happasæll KE og Maron HU alla leið austur til Þorlákshafnar. Reyndar eru tveir minni plastbátar gerðir út á net og hafa verið gerðir út í allt ár. Sá fyrri heiti Sunna Líf KE og sá bátur byrjaði desember ansi vel þar sem báturinn kom með 4,8 tonn úr einni löndun. Sá seinni heitir Svala Dís KE. Sá bátur er búinn að vera gerð- ur út á net undanfarin ár. Reyndar í vetur þá fór báturinn á línuveiðar og stundaði þær veiðar yfir vertíðina. Fékk báturinn 110 tonn í 37 róðrum eða um 3 tonn í róðri. Síðan þá hefur báturinn verið á skötuselsnetaveiðum en ekki í heimahöfn heldur vestur á Snæfellsnesinu eða nánar tiltekið á Rifi. Þar er báturinn búinn að vera síðan í maí og er ennþá þar þegar þessi orð eru skrifuð. Reyndar hefur bátur- inn landað líka á Arnarstapa. Bátnum hefur gengið ansi vel á skötuselnum og er kominn með tæp 100 tonn í 52 róðrum. Ekki er vitað hvenær bátur- inn kemur suður aftur enn væntanlega ættum við að eiga von á honum suður á vertíð, bara spurning hvort báturinn verður á netum eða fari aftur á línuna. Dragnótaveiðar hafa farið rólega af stað núna í des og var Sigurfari GK með 13 tn og Benni Sæm GK 4 tn eftir eina löndun . Siggi Bjarna GK 6 tn, Arnþór GK 17 tn allir eftir 2 róðra. Njáll RE með 7 tn í 3. Fyrir austan land er ennþá Gull- toppur GK og hefur hann mokveitt núna í byrjun des og er búinn að landa 47 tonnum í 4 róðrum. Tveir róðranna voru 17 tonn hvor róður. Tveir smá- bátar af sunnan eru fyrir austan, Von GK hefur landað 19 tonnum í 2 róðr- um. En bátnum hefur gengið nokkuð vel þarna því síðustu tveir róðrarnir í nóvember þá landaði báturinn 24 tonnum þar sem að stærri róðurinn var um 13 tonn og Auður Vésteins SU er á Stöðvarfirði og er komin með 17 tonn í 3. Þar sem Reykjanesið kemur út á tveggja vikna fresti þá er þetta síðasti pistilinn minn á þessu ári. Viðbrögð ykkar við þessum pistlum hafa ver- ið mjög góð og er ég mjög þakklátur fyrir það. Allar ábendingar um efni er kærkomið og hef ég fengið nokkr- ar ábendingar um efni sem ég hef reynt þá að skrifa um. En á meðan að næsti pistill kemur, sem verður þá á árinu 2013 þá verður síða mín www. aflafrettir. com í fullum gangi þangað til og vonandi er eitthvað þar sem vekur áhuga ykkar. Vil að lokum óska lesendum Aflafrétta pistlanna Gleðilegra jóla og farsælts komandi árs og með þökk fyrir lesturinn. Gísli R. Aflafréttir biðröð út á Götu Eins og fram hefur komið ákvað Landsbankinn ein-hliða að loka útibúum sínum í Garði og Vogum. Smá þjónusta er veitt tvisvar í viku. Reykjanes átti leið framhjá Landsbankanum í Garði einn þriðjudaginn og var þá biðröð út á götu. Þetta sýnir að það er þörf á þjónustu alla virka daga. Það er með ólíkindum að banki í ríkiseigu leyfi sér að nánast loka í 1500 manna sveitarfélagi. Bæjarstjórn Garðs rak upp smá mótmælaóp í byrjun, en síðan hefur ekkert heyrst.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.