Reykjanes - 13.12.2012, Síða 14
14 13. desember 2012
oddný með bók?
Snjókallinn hefur hlerað að Odd-ný G. Harðardóttir forystumaður Samfylkingar í kjördæminu sitji
nú drjúgum stundum við skriftir. Eftir
því sem Snjókallinn hlerar er hér um að
ræða bók með heitinu "Meiri skattar á
allt og alla". Þann stutta tíma sem Odd-
ný sat í embætti fjármálaráðherra lagði
hún höfuðáhreslu á hækkun skatta.
Sérílagi má þar nefna skattlagningu á
gistingu. Gjörsamlega galin hugmynd
segir fólk í ferðaþjónustu. Kjósendur á
Suðurnesjum vita hvers vænta má kjósi
menn Samfylkinguna í kosningunum
í apríl n. k. Enn meiri skattar.
Snjó kall inn skrif ar:
Þrjár flottar frá Veröld.
veröld Gefur út þrjár
athyGliSverðar bækur
í jólabókaflóðinu
Átök og uppgjör.
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins skrifar um Sjálfstæðis-
flokkinn í bók sem ber yfirskriftina Átök
og uppgjör. Styrmir þekkir vel til starfa
Sjálfstæðisflokksins gegnum árin. Í bók-
inni er greint frá átökum um ráðherra-
stóla, formennsku í flokknum, stöðu
seðlabankastjóra eða hvort sprengja
ætti ríkisstjórn. Sagt er frá hatrömmum
deilum innan flokksins. Fróðleg bók fyrir
allt áhugafólk um stjórnmál.
100 geggjuðustu bílarnir.
Í bókinni er ótrúlegt samsafn bifreiða.
Liðsmenn Top Gear sjónvarpsþáttanna
tína hér til stórkostlegustu bíla sem
framleiddir hafa verið, en líka þá allra
vitlausustu. Hér eru furðufyrirbæri og
svo hraðskreiðustu sportbílar. Ómis-
sandi staðreyndir fyrir allt áhugafólk
um bíla.
Kuldi.
Enn ein spennusagan kemur nú út eftir
Yrsu Sigurðardóttur, Kuldi. Hrollvekj-
andi saga. Kuldi, er sjálfstæður tryllir
í anda verðlaunabókarinnar Ég man
þig. Þegar ungur maður fer að rann-
saka upptökuheimili fyrir unglinga
á áttunda áratug liðinnar aldar taka
undarlegir atburðir að skekja tilveru
hans og dóttur hans. Ómissandi bók
fyrir alla spennufíkla.
90 ára afmæli í voGunum
Guðrúnar Lovísu Magnúsdóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd eða
Lúlla í Lyngholti í Vogunum fagnar 90
ára afmæli 18. desember. Af því tilefni
verður hún með "Lúllu kaffi" í Tjarnar-
sal, Stóru-Vogaskóla laugardaginn 15.
desember á milli kl. 14 og 18. Þeir sem
eitthvað þekkja til hennar eru hjart-
anlega velkomnir til að kasta á hana
kveðju og þiggja veitingar í hennar
boði. Eiginmaður Guðrúnar Lovísu
var Guðmundur Björgvin Jónsson (f.
1. okt. 1913 - d. 23. sept. 1998) frá Efri-
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd.
Saman áttu þau 12 börn og eru niðjar
þeirra orðnir 113.
Guðrún Lovísa magnúsdóttir eða
Lúlla í Lyngholti eins og hún er oft-
ast kölluð.