Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 2
2 17. október 2013 Samfylkingin á móti auknum álögum Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 1. október s. l. var eftirfarandi bókað. Bæjarfulltrúar Samfylkingar-innar eru á móti því að auka álögur á íbúa Reykjanesbæjar með því að hækka þjónustugjöld eins og t. d. leikskólagjöld, gjald fyrir skóla- máltíðir, tónlistarskóla og frístunda- skóla um allt að 5% árið 2014 eins og sjálfstæðismenn leggja til. Rekstrarárin 2013 og 2014 nýtur Reykjanesbær um 3-400 milljón króna afsláttar af leigugreiðslum bæjarins sem hækka aftur í milljarð árið 2015. Við viljum nýta þetta tímabundna svigrúm í rekstri bæjarins m. a. til þess að hlífa íbúum Reykjanesbæjar við gjaldskrár- hækkunum sem hafa verið töluverðar undanfarin ár. Reykjanes 19. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 31. október. næsta blað Ship og hoj opnar í Njarðvík Ný verslun hefur verið opnuð í Njarvík. Verslunin býður uppá gott og fjölbreytt úrval af fiski og kjöti. Þegar Reykjanes leit við í verslunina var mikið að gera hjá Gunnari Örlygssyni og hans fólki. Kátt í höllinni Einn fimmtudag í mánuði kl.10: 00 mæta Friðarliljurnar Í Reykjaneshöllina, spila og syngja við góðar undirtektir. Léttur föstudagur Á morgun 18. október er Léttur föstudagur á Nesvöllum kl.14: 00. Að þessu sinni mætir Sigurður Þorleifsson úr Sandgerði og fjallar um: Hvernig viltu varðveita mynd- irnar þínar? Allir velkomnir. Kaffihúsið opið. Kristín og Jón heiðruð Það eru 20 ár liðin frá því Íþrótta-miðstöðin í Garði opnaði. Tveir starfsemenn hafa starfað þar frá upphafi. Opnunar föstudaginn á fyrirtækjasýn- ingunni voru þau Kristín Eyjólfsdóttir og Jón Hjálmarsson heiðruð fyrir starf sitt. Öll viljum við hafa sem besta heilbrigðisþjónustu. Við hljótum öll að hafa áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast í þeim efnum í stjórnartíð hinnar svokölluðu norrænu velferðar vinstri stjórnar. Öll heilbrigðisþjónustan er að niðurlotum komin eins og dæmin sanna á Landspítalanum og fleiri stofnunum. Það verður að snúa þróuninni við. Við getum ekki verið án öflugrar heilbrigðisþjónustu. Nú er það spurning hvort allan kostnað við reksturinn á að taka beint af skatt- tekjum ríkisins, þannig að notendur þjónustunnar greiði ekki beint. Þannig hefur það ekki verið. Notendur þjónustunnar hafa greitt hluta kostnaðar nema þeir sem lagðir eru inn. Nú hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp vegna hugmynda um 1200 kr. legugjald á sjúkrahúsum. Er þetta ósanngjarnt miðað við aðrar gjaldtökur? Er ósanngjarnt að þeir sem leggjast inn og tapa engu í sínum tekjum greiði matarkosnað sinn? Það hefur komið skýrt fram hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, að ekki standi til að innheimta af þeim sjúklingum sem eru langlegusjúklingar, sem litlar eða engar tekjur hafa. Það hefur lítið verið gagnrýnt að þeir sem mæta á göngudeild þurfa að greiða fyrir þjónustuna. Fyrir aðgerð þarf að greiða ef menn eru sendir heim. Er það réttlátt að þeir sem liggja eina eða tvær nætur á sjúkrahúsi greiði ekkert, en sá sem er sendur heim í lok dags eftir aðgerð verði að greiða? Sá sem fer á hjúkrunarheimili og hefur t. d. 100 þúsund krónur úr lífeyris- sjóði verður að greiða 35 þúsund á mánuði til heimilisins. Er það réttlátt? Einstaklingur sem hefur góðar lífeyrissjóðstejur verður að greiða fyrir veruna á hjúkrunarheimili. Heimilt er að taka allt að 320 þúsund kr. Á mánuði. Hefði þessi aðili verið á langlegudeils á spítala þarf hann ekki að greiða neitt. Réttlátt? Viljum við áfram góða skóla Mjög gott skólastarf er unnið hér á Suðurnesjum. Það hefur sýnt sig síðustu árin að mikið hefur áunnist í að bæta alla aðstöðu og verulegar framfarir hafa átt sér stað í námsárangri. Við hljótum að fagna þessu. En það eru ákveðin hættumerki á lofti. Fram hefur komið í fjölmiðlum að laun kennara hafi dregist verulega saman ef litið er til viðmiðunarstétta. Munar þar um 20%. Veruleg hætta er á að margir kennarar snúi sér að öðrum störfum verði ekki úr bætt. Glæsileg húsnæði og öflugur tækjabúnaður nýtist ekki ef góðir kennarar eru ekki til staðar. Framundan eru kjarasamningar. Ef við viljum hafa góða skóla hér áfram hljóta sveitarstjórnarmenn að gera sér grein fyrir að laga þarf verulega kjör kennara. Íbúar svæðisins hafa skilning á því hversu mikilvægt það er fyrir samfélagið að hafa gott skólastarf. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Hver á að borga og hver ekki

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.