Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 9
17. október 2013 9 Burðarás í atvinnulífinu Nesfiskur er lang stærsti vinnu-veitandinn í Garði. Nesfiskur var stofnað árið 1986 og hefur vaxið vel síðan. Í Nesfiski fer fram frysting, ferskfiskvinnsla, salt- fiskverkun, skreiða og hausaþurrkun. Einnig er fyrirtækið með útgerð ánokkrum bátum og togurum. Starf- semi er einnig í Sandgerði. Nesfiskur keypti rækjuverksmiðjuna Meleyri á Hvammstanga. Nesfiskur kynnti starfsemi sína á sýningunni í Garði, þar sem Bryndís Arnþórsdóttir tók á móti gestum. Um þessar mundir er unnið að stækkun Nesfisks til að bæta aðstöðu starfsfólks. Bergwþór Baldvinsson er forstjóri Nesfisks. Framúrskarandi fyrirtæki Sigurður Ingvarsson og fjölskylda kynntu fyrirtæki sitt á stórsýn-ingunni í Garði. SI raflagnir hófu starfsemi sína árið 1969. Árið 1983 hóf verslunin sína starfsemi. Fyrirtækið hefur hlotið viðurkenningu sem fram- úrskarandi fyrirtæki, eitt af örfáum á Íslandi. Viðurkenningin er veitt fyrir styrk og stöðugleikamat. Fyrirtækið hefur annast fjölmörg verkefni á sviði raflagna bæði smá og stór. SI verslun bú'ur upp á gott úrval af vönduðum vörum. Á myndinni eru Jóna Sigurðardóttir og Kristín Guðmundsdóttir Glæsilegt í Gallerý Ársól Þær eru aldeilis flottar vöruranar sem Gallerý Ársól sýndi á stór-sýningunni í Garði. Fjölbreytt úrval af ekta skinnum, veskjum, skart-gripum o. fl. Á myndinni er Loftur Sigvaldason Nammi, namm frá Kútter Það voru margir sem stöldruðu við og fengu sér smakk af síld, fiskibollum, sviðasultu harð- fiski. fl. Bekkir og brunnar Það var ótrúlegt úrvalið sem var til sýnis í Garðinum. Í einum básnum gat að líta þessa skemmtilegu brunna til að hafa á lóðinni ásamt flottum bekk, eins og myndin sýnir. Hólmberg Magn- ússon framleiðir þessar skemmtilegu vörur. Prjónað og prjónað Á hverju þriðjudagskvöldi mætir hópur kvenna úr Garðinum og prjónar og prjónar. Agnes Ásta er hér í bás prjónakvenna að sýna fallegar prjónavörur. Fundur um framtíð hjúkrunar­ heimila Félag eldri borgara á Suðurnesjum boðar til op-ins fundar um stöðu hjúkr- unarmála hér á Suðurnesjum og framtíðarsýn. Haraldur J.Haralds- son mætir á fundinn en hann vann skýrslu um málið fyrir Garð og Sandgerði. Allir velkomnir á fund- inn. Fundurinn verður á Nesvöllum fimmtudaginn 31.október kl.14:00 Auglýsingasíminn er 578 1190 www. fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.