Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 8
8 31. október 2013 Hollt og gott og heimilislegt Einhver þekktasti matreiðslu-maður á Suðurnesjum er örugg-lega Axel Jónsson. Hann hefur verið í matarbransanum frá því árið 1978 og er á fullu enn. Flestir ef ekki allir Suðurnesjamenn og margir fleiri hafa vafalítið notið eldamennsku Axels. Skólamatur er fyrirtækið sem Axel og hans fjölskylda hafa rekið síðustu 14 árin. Reykjanes heimsótti á dögunum Skólamat. Þann daginn var allt á fullu að útbúa spaghetti rétt handa skólakrökk- unum.Ég settist niður með Axel og dóttur hans Fanný í stutt spjall. Byrjaði með 2 starfsmönnum. Þetta byrjað smátt. Við vorum tveir starfsmennirnir sagði Axel sem elduðum fyrir leikskóla í Hafnarfirði. Síðan hefur þetta undið helddur betur uppá sig. Í dag eru 90 á launaskrá hjá Skólamat. Fanný sagði að matur væri sendur til 35 útstöðva.Við erum að senda 6000- 8000 skammta í hádegismat.Maturinn er forunninn hjá okkur en lokaeldun fer fram á hverjum stað fyrir sig með örfáum undantekningum,þar sem við fullvinnum matinn. Aðalatriðið hjá okkur er að maturinn haldi fersleika sínum sem best. Axel mikill brautryðjandi Fanný sagði að Axel faðir sinn hefði fengið hugmyndina að skólamat þegar hann sat í Skólanefnd Reykjanesbæjar. Þar kviknaði hugmyndin um að senda heitar máltíðir í skólana.Það breyttist allt skólastarf með einsetningunni,þar sem börnin voru samfellt í skólanum. Það var því þörf fyrir hádegismat í skólanum sjálfum.Fanný sagði að þegar Axel fengi hugmynd þá væri hún framkvæmd. Hann væri svo sannarlega hugsjóna- maður. Þessi hugmynd hefur virkilega heppnast. Mikil ánægja er með matinn hvort sem er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla.Matseðill okkar er unnin í anda Lýðheilsustofnunar.Mat- seðillinn er mjög fjölbreyttur og okkar mottó er: Hollt,gott og heimilslegt. Aukin neysla á grænmeti og ávöxtum. Ég spurði hvernig væri með krakk- ana,vilja þau nokkuð grænmeti og svo- leiðis með matnum. Þau brostu bæði og sögðu að magn grænmetis og ávaxta hefði þrefaldast. Jú,krakkarnir kunna svo sannarlega að meta grænmeti. Við höfum grænmetið aðskilið,þannig að hver og einn fær sér það grænmeti sem hann vill.Þetta er ánægjuleg þróun frá því það voru bara grænar baunir,sulta og rauðkál með kjötinu. Jú matseðillinn hefur breyst mikið í gegnum tíðina þegar ég spurði út í það.Stórir framleiðendur útbúa eftir okkar séróskum eins og t.d. skólabjúgu. þau innihalda 15% grænmeti og öllum líkar vel. Þróað í samvinnu við börnin Axel og Fanný sögðu að starfsfólkið gæfi matnum einkunn á hverjum degi. Tæki það mið af því hvernig börnunum líkaði maturinn. Það má því með sanni segja að börnin móti matseðilinn. Ef einhver matur fellur ekki í kramið hjá krökk- unum er hann ekki áfram á matseðl- inum. Auðvitað er kannski aldrei hægt að bjóða uppá að öllum líki allt. Smekkurinn er misjafn,en við horfum á hvort meirihlutanum líkar maturinn. Við erum óhrædd við að breyta og þróa áfram. Við breytum til hins betra ef þörf er á. þau segjast vera mjög ánægð með það hversu stórt hlutvall nemenda eru áskrifendur að matnum. Það er okkar hvatning til að gera betur og betur. Síðdegishressing fyrir frístundaskóla Það er ekki bara hádgegismatur. Við erum líka með um 1200 í síð- degishressingu í frístundaskólum í Reykjanesbæ,Hafnarfirði og Garðabæ. Að auki erum við svo með nokkrar stofnanir sem við sendum hádegismat, en það er unnið í séreldúsi. Bjartsýn á framtíðina Axel og Fanný sögðust bjartsýn á fram- tíðina. Viðskiptin héldu áfram að vaxa. Nú í haust hefði t.d. grunnskólinn í Sandgerði bæst í hópinn. Það var virkilega ánægjulegt að skoða starfsemina hjá Skólamat. Það er engin smá vinna sem liggur að baki því að koma út allt að 8000 matarskömmtun daglega,enda sér maður æði oft bíla merkta Skólamat á ferðinni. Skólamatur hefur svo sannarlega sýnt það að fyrirtækið blómstrar eins og þeir gera sem borða matinn frá Skólamat. S.J. Formaður Sambands sveitarfélaga hrósar Reykjanesbæ Fyrir stuttu var fjármálaráð-stefna sveitarfélaga haldin.Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu sveitarfélaga miðað við niðurstöðu árs-reikninga ársins 2012.Í framhaldi af ráðstefnunni kom fram í fjölmiðlum að formaður Sambands íslenskar Sveitarfélga Halldór Halldórsson lýsti yfir mikilli ánægju með viðsnúning í rekstri til hin betra hjá Reykjanesbæ. Reykjanes leitaði eftir viðbrögðum oddvita framboðslistanna. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Reykjanesbæ að fá svona hrós frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ert þú ekki sammála? Árni Sigfússon,bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokks: Reksturinn úr 3ja milljarða tapi í 708 milljóna afgang Jú mjög ánægjulegt, enda mjög skýr dæmi um viðsnúning þar sem Reykjanesbær var fenginn til að gera grein fyrir árangrinum á þúsund manna ráðstefnu Sambandsins. Þar voru nefndar fjórar ástæður fyrir auknu álagi, kostnaði og skuldsetningu fyrir Reykjanesbæ á 5 ára tímabili: 1. 30% fjölgun íbúa árin 2005-2009, mun meiri en annars staðar á landinu, sem þýddi byggingu nýs grunnskóla og nýrra leikskóla og uppbyggingu nýrra hverfa. 2. Brotthvarf varnarliðsins og með því 1100 íslensk störf . 14% starfandi íbúa í Reykjanesbæ misstu vinnuna á þeim tíma á aðeins 6 mánuðum. 3. Á sama tíma gríðarleg fjárfesting til sköpunar nýrra atvinnutækifæra í Helguvík. 4. Efnahagshrunið. Viðsnúningurinn frá þessum tíma sýnir að reksturinn fór úr 3ja milljarða kr. tapi árið 2008 í 708 milljón króna afgang árið 2012. Framlegð fór úr því að vera neikvæð um 17,42% í að vera jákvæð um 10,21%. Ég fullyrði að þessi árangur, sem þarna var lýst, væri ekki til staðar án góðs samráðs og samstillts átaks allra starfsmanna, stjórnenda og félagasam- taka. Í bæjarráði og bæjarstjórn hefur einnig starfað hópur sem reynt hefur að leiða hjá sér pólitíska flokkadrætti en lagt áherslu á góð vinnubrögð og betra upplýsingastreymi. En nú eru að koma kosningar svo væntanlega fara menn að taka gömlu haglabyssurnar undan skrifborðinu! Við tökum því bara brosandi! Kristinn Þór Jakobsson bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ Meintur viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar Það má til sanns vegar færa að viðsnúningur til hins betra hafi verið í rekstri Reykjanes- bæjar, síðastliðið ár. En þar með er sagan öll engan vegin sögð. Ef skoðaður er árangur af rekstri síð- asta áratugs ( frá 2002 til 2012, sá áratugur sem núverandi meirihluti sjálfstæðismanna, undir stjórn Árna Sigfússonar bæjarstjóra hefur stýrt Reykjanesbæ) er niðurstaðan hörmu- leg. Eins og lesa má á meðfylgjandi mynd. Gögn í hana eru fengin af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is . Myndin sýnir tekjur, gjöld og hagnað eða tap áranna 2002 til 2012. Stökkið mikla 2009 verður til vegna sölu Hitaveitu Suðurnesja sem sölu- hagnaður hlutabréfa 2009 var rúmir 11 milljarðar en hagnaður af rekstri ársins varð 7,6 milljarðar. Uppsafnað rekstartap fyrir fjármagnsliði síðast- liðin 10 ár er rúmlega fjórir millj- arðar. Hin meinti viðsnúningur er kemur til vegna sölu eigna. Sú þróun getur ekki haldið áfram. Örstutt um rekstur og skuldir Reykjaneshafnar, sem eru á ábyrgð bæjarsjóðs. Árið 2012 voru tekjur Reykjaneshafnar tæpar 180 millj- ónir, rekstargjöld 152 milljónir en tap hafnarinnar árið 2012 var 667 millj- ónir sem að mestu leiti komu til vegna vaxtagreiðslna af 6,3 milljarðs króna skuldum sem hvíla á Reykjaneshöfn. Allt afleiðing fífldirfsku núverandi meirihluta. Þessar tölur eru ekki teknar með á myndinni, upphæðirnar rúmast ekki innan hennar. Axel Jónsson hefur rekið Skólamat í 14 ár Hluti starfsfólks á kaffistofunni eddi er yfirkokkur

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.