Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 16
Föstudagur 25. maí 200716 Helgarblað DV T ímamót eru í lífi Guðna Ágústssonar er hann tekur við starfi for- manns Framsóknar- flokksins eftir að Jón Sigurðsson kaus að hverfa af vettvangi eftir slæma útreið í kosningunum. Guðni er einnig að kveðja landbúnaðarráðuneytið og ríkisstjórnina eftir átta ára setu. „Auðvitað hefði ég viljað taka við flokknum við aðrar aðstæður. Ég trúi því nú að eftir það sem á und- an er gengið þá sé mikilvægast að skapa samstöðu innan Framsókn- arflokksins og að menn rói á bæði borð. Flokkurinn hefur gengið í gegn um mikil átök. Það hefur hent alla ís- lenska stjórnmálaflokka, Sjálfstæð- isflokkurinn hefur gengið í gegn- um mikil átök og fellt foringja sinn, eins og þekkt er. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalag gengu einnig í gegnum erfiðleika,“ segir Guðni. „Ég tel að þessi innanflokksátök séu að baki. Ég tel að Jón Sigurðsson hafi unnið með þeim hætti þetta ár að það ríki nú eining og friður í Fram- sóknarflokknum. Ég held að ég sé að taka við tiltölulega samheldnum flokki sem vill takast á við nýja fram- tíð. Flokkurinn stendur frammi fyrir því, eins og stundum áður, að vera stjórnarandstöðuflokkur þótt hann sé nú þekktari sem flokkur sem situr í ríkisstjórn og ræður miklu í samfé- laginu,“ segir Guðni. Hvernig getur þú haldið því fram að innanflokksátökin séu að baki? „Átökin snerust auðvitað bæði um menn og málefni. Kristinn H. Gunnarsson var eitt dæmið um slíkt. Hann kom inn í Framsóknarflokkinn á viðkvæmum tíma. Hann lenti þar fljótt í andstöðu, hann ber auðvitað þar þunga ábyrgð sjálfur. Honum var vel tekið og átti þar mikil tækifæri. Í kringum hann geisaði ófriður sem var flokknum mjög erfiður. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins var mjög núið upp úr því að vera hægrimaður í samstarfinu við Davíð, svo tók hann auðvitað u- beygju í stefnu flokksins í átt að Evr- ópusambandinu. Um það var eng- in samstaða í Framsóknarflokknum og því áttu sér stað þau átök sem er ástæðulaust að vera að tala um í dag því ég held að við séum sam- ferða og einhuga hvert við horfum sem félagshyggjuafl í íslensku sam- félagi.“ Jón Sigurðsson var Fram- sóknarflokknum mikilvægur á ör- lagastund. Höfum heitið hvert öðru samheldni Heldurðu að það sé samt ekki gott fyrir stuðningsmenn flokksins að fá loksins að vita hvað gerðist, að þeir trúi því að þessi átök séu að baki? Af því að þau hurfu ekki með Halldóri, Jóni tókst ekki að snúa skipinu við. Hvernig á fólk að trúa því að þér tak- ist það og að þetta sé að baki? „Ég vil trúa því að þegar svo mikil átök hafa verið og svona mikill sárs- auki í flokkum og ekki trúnaður þá ganga einar kosningar í gegn þar sem þetta er gert upp og ég tel að átökin séu að baki. Ég er ekki maður sem velti mér mikið upp úr fortíðinni og ég fullyrði að átökin eru að baki. Þingflokkurinn hefur komið saman og við höfum heitið hvert öðru því að róa á bæði borð, vera samheldin og vinir. Við höfum kosið Siv Friðleifs- dóttur sem þingflokksformann og veljum okkur varaformann á næstu dögum og svo sjáum við hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Framsóknar- menn vita allir hvað gerðist í Fram- sóknarflokknum og um hvað átökin snérust.“ Viltu ekki ræða þau frekar? „Ég er búinn að segja hver þau voru, ég er búinn að fara yfir það. Ég ætla ekkert að fjalla um innanbúðar- mál flokksins. Ég á þau með mér og ég var hluti af þeim og ég held að þau séu að baki.“ Vill ekki tala um afsögn Halldórs En viltu tala um hvað gerðist þeg- ar Halldór hætti? „Nei.“ En um samstarfið ykkar á milli sem var ekki eins gott og best var á kosið? „Ég fann það auðvitað í okkar samstarfi að Halldór vildi mig ekki sem arftaka sinn. Við höfðum sitt hvort sjónarmið á stefnunni. Hann horfði í aðrar áttir en ég og vildi leiða flokkinn þann veg. Halldór vildi auð- vitað foringja sem sá framtíðina á sama hátt og hann. Eitthvað gerðist af hans hálfu sem varð þess valdandi að hann treysti mér ekki til að leiða flokkinn en það er nú að baki. Hall- dór Ásgrímsson er farinn og kom- inn til annarra starfa. Ég minni á að hann var sterkur stjórnmálamaður og viðurkenndur sem slíkur lengst af sínum stjórnmálaferli,“ segir Guðni. „Það er náttúrulega engin spurn- ing að síðasta kjörtímabil var báð- um ríkisstjórnarflokkunum erfitt. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fjórum mönnum í síðustu alþingiskosn- ingum, 2003. Davíð Oddsson var í miklum hremmingum. Það var að honum veist af öflum sem risu upp gegn honum. Davíð Oddsson reis gegn skapara Sjálfstæðisflokksins, frelsinu, því óheft frelsi getur orðið ógnarskepna þegar of mikil völd eru komin á of fáar hendur. Það má segja að hann hafi á þessu kjörtímabili í fyrsta sinn á sínum langa ferli átt erf- itt,“ segir Guðni. „Davíð auðnaðist það hins vegar að gera málin upp í sínum flokki og hverfa frá vettvangi og skipa nýja for- ystu án átaka. Þetta gerðist allt með einingu í flokknum að því er virtist. Davíð hvarf á braut eftir erfið mál sem fóru mjög illa með flokkinn. Þar get ég nefnt Íraksmálið og fjölmiðla- málið. Reyndar voru átök um fleiri mál til að mynda einkavæðingu. Það reyndi mikið bæði á Halldór og Dav- íð en Sjálfstæðisflokkurinn klóraði sig út úr erfiðleikunum og tókst að sýna mikla samstöðu, skipa nýtt fólk í brúna, en við lentum aftur á móti í miklum hremmingum, ekki síst eft- ir að Halldór hafði tekið það stóra verkefni að sér að verða forsætisráð- herra. Erfiðleikar hans stöfuðu ef til vill af því að sjálfstæðismenn undu honum ekki embættisins. Einnig lenti þessi maður, sem hafði staðið svo sterkur sem stjórnmálamaður í gegnum tíðina í miklum pólitískum árásum. Hverjum helst þá? Frá hverjum? „Það er Írak, Baugsmálið, fjöl- miðlamálið og einnig voru árásir á hann út af einkavæðingu, ekki síst út af Búnaðarbankanum, sem ekki áttu við rök að styðjast eins og búið er að margsýna fram á. En það var erf- itt fyrir hann að standa undir þess- um árásum. Þetta er þó allt að baki. Þetta var því að mörgu leyti stremb- ið kjörtímabil. Nú blasir hins vegar við, sem er öllum lýðum ljóst, sátt hjá þeim stóra eiganda sem er Baug- ur, sátt við Sjálfstæðisflokkinn, Dav- íð Oddsson er horfinn. Þá á ég við Baug, sem er stærsta eignafyrirtæki á Íslandi, á miklu miklu fleiri sviðum en við gerum okkur grein fyrir. Baug- ur er gríðarlega öflugt fyrirtæki sem hefur unnið margt mjög gott en er mjög valdasækið. Nú er Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar kominn í sátt við þetta mikla veldi. Lokakveðjan er kveðja Jóhannesar í Bónus til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann bað þá að stroka nafn Björns Bjarnasonar út og koma honum þar með fyrir kattarnef. Það tókst svona hér um bil. Björn skaddaðist, en Sjálfstæðisflokkurinn er það hrædd- ur enn við þennan arm í sínum flokki, Davíðsarminn, að hann gerir Björn nú tímabundið að ráðherra. Hann mun auðvitað hverfa inn- an skamms úr því hlutverki og ein- hver tekur við hans starfi. Kannski frændi hans Bjarni Benediktsson. Þannig að nú er sáttastundin runn- in upp hvað þetta varðar. Fram und- an er hins vegar hjá okkur framsókn- armönnum hörð barátta í glímu við svo sterka ríkisstjórn.“ Alvarlegt inngrip í lýðræðis- lega kosningabaráttu Hvað áttu við með því að Baugur hafi tekið ríkisstjórnina í sátt? „Ég hef skýrt frá því að það var alvarlegt inngrip í kosningabaráttu í lýðræðisríki, sem átti sér stað mið- vikudaginn fyrir kosningar þegar DV sá ástæðu, sem aldrei hefur gerst áður í íslenskri pólitík, að gefa út tvö DV-blöð þann daginn. Annars veg- ar hið hefðbundna DV og hins vegar DV sem heitir Blaðið þitt – Uppgjör- ið, og er uppgjör við íslenska stjórn- málaflokka. Þetta er inngrip af hálfu stórveldis á Íslandi í lýðræðislega kosningabaráttu stjórnmálaflokk- anna, sem höfðu með samkomulagi sín á milli ákveðið að eignamenn- irnir hvorki styrktu flokkana stórt í auglýsingum eða með fjárhæðum. Stjórnmálamennirnir höfðu orðið sammála um að það væri hlutverk ríkisins að verja lýðræðið. Stjórn- málaflokkar mega þiggja þrjúhund- ruð þúsund krónur á ári af hálfu fyr- irtækja, en inngrip af öðrum hætti duttu engum í hug. Þess vegna er það engin spurning, og allir sem unna lýðræði sjá að þetta var mjög alvarlegt inngrip með hundraðþús- und eintökum með miklum áróðri, þar sem Hreinn Loftsson, formaður Baugs, skrifaði auðvitað leiðarann um að nú sé að koma ný Viðeyjar- stjórn. Hann sagði þar alveg réttilega að með nýrri Viðeyjarstjórn mætti nást sátt um að vinna verk sem hefðu aldrei náðst fram að ganga með Framsóknarflokknum í ríkis- stjórn. Það er svo önnur saga hvern- ig stjórnmálaflokkarnir taka á svona uppákomum og ég mun fara yfir það með forsætisráðherra og for- ystumönnum flokkanna hvort það þurfi enn að endurskoða ákvæðið um hvernig einstaklingar og stórfyr- irtæki koma að þátttöku í pólitík. Ég vil að allir hafi sitt málfrelsi og sinn rétt til að skrifa greinar, en ég tel það mjög alvarlegt þegar það liggur fyrir að það er gert með pólitískum ásetn- ingi að hafa mikil áhrif og mikið auð- vald er þar að baki.“ En nú ert þú þá að saka blaða- menn, og þá ritstjóra sem komu að þessu blaði, um að hafa tekið þátt í pólitískum áróðri. „Ég ætla ekkert að sakast við þetta blessaða, ágæta fólk.“ En þú ert að því. „Hver sá sem skoðar þetta blað, skoðar forsíðu þess og efnisval veit að þetta er pólitískasta blað sem gef- ið var út í kosningabaráttunni.“ Er þetta ekki bara eðlileg blaða- mennska? „Nei!“ Af hverju segirðu það? Er ekki hlutverk fjölmiðla að veita stjórn- málamönnum aðhald líkt og þarna er gert? „Það sem við óttumst, og óttuð- umst þegar við töluðum um að setja fjölmiðlalög, snéri líka að því að fyr- irtæki kæmu ekki inn í pólitíska bar- áttu. Ég er því ekkert að sakast við blaðafólkið í þessu efni, það var að vinna sitt verk, þetta var sett svona upp, þetta var aukablað þennan dag. Mig vantar allar skýringar enn á út- gáfu þess en við skulum ekki ræða þetta frekar hér.“ Framtíðin sker úr um hverjir taka við flokknum Svo við tölum aðeins aftur um Framsóknarflokkinn. Nú hefur því meðal annars verið haldið fram að þeir sem vilja formannsstólinn, og þar hefur Björn Ingi Hrafnsson verið helst nefndur, hafi séð hag sinn í því, í fyrsta lagi að Framsóknarflokkur- inn fari ekki í ríkisstjórn, og að þeir hafi unnið markvisst að því að svo myndi verða, vegna þess að þeir sáu að ef þeir færu ekki í ríkisstjórn væri ómögulegt fyrir Jón að vera formaður flokks utan þings. Og í öðru lagi hafi þeir stuðlað að mjög svo neikvæðri umfjöllun um Jón eftir þessi miklu átök í kjölfar kosninganna. Þetta eru menn, er það ekki, sem hafa beitt sér gegn þér þegar þú íhugaðir alvar- lega, og stefndir á, að bjóða þig fram sem formaður þegar Halldór hætti en þú hættir við og Jón Sigurðsson tók við í kjölfarið? „Ég stefndi aldrei á það vegna þeirra alvarlegu átaka sem urðu milli mín og Halldórs sem þjóðin fylgdist með. Ég var varaformaður flokksins og tók mína ákvörðun í ljósi þess að vera varaformaður áfram. Ég hef átt samtöl við Björn Inga og fleiri um þennan orðróm og hann segir mér að hann eigi ekki við rök að styðjast og styður mig heilshugar við þess- ar aðstæður til að taka við flokkn- um. Ég held að bæði af hans hálfu og annarra að það sé mikil samstaða um það á öllum vígstöðvum að efla Framsóknarflokkinn í þeirri stöðu sem hann er. Auðvitað sker framtíð- in úr um það, eins og í öðru, hverjir taka við flokknum í fyllingu framtíð- arinnar. En það er önnur saga.“ En hvað sérðu að þú þurfir að gera núna? Hvert ætlar þú með flokkinn? „Það þarf auðvitað að efla hann málefnalega og menn munu sjá það af hverju þeir eru að missa, þeg- ar okkar nýtur ekki frekar við til að standa vörð um það sem fólkinu þykir mikilvægast. Ég er ekkert kvíð- inn um að Framsóknarflokkurinn muni ekki styrkja sig á næstu árum og ég trúi því að hann verði sigurveg- ari næstu þingkosninga, hverjir svo sem þá fara með forystumál Fram- sóknarflokksins, en eins og í öllu í líf- inu er óráðið í framtíðina.“ Íraksmálið fór illa með flokkinn Nú sagðirðu áðan að það hefði verið ágreiningur á milli þín og Hall- dórs um hvaða stefnu flokkurinn ætti að taka. Mun þér takast að fylkja fólki að baki þér til þess að fylgja þinni stefnu sem er kannski ekki sú sama og Halldórs? „Ég nefndi Evrópusambandsum- ræðuna hér áðan sem eitt atriði sem reyndi á flokkinn. Ég hygg að tals- menn hennar hafi auðvitað séð að það var ótímabært mál. Við eigum að styrkja EES-samninginn og hafa opin augu fyrir öllu því sem gerist í Evrópu en fyrst og fremst standa vörð um íslenska hagsmuni.“ Annað mál sem þú nefndir var Íraksmálið. Það reyndi mikið á flokk- inn, og svona eftir á að hyggja var tal- að um að Framsóknarflokknum hafi verið þröngvað út í þessa ákvörðun. Hvar stóðst þú í þessu máli? „Það er einfalt mál. Þeir hafa báð- ir lýst því yfir, Halldór og Davíð, að þeir tóku þessa ákvörðun tveir. Rík- isstjórnin stóð frammi fyrir þess- ari ákvörðun sem og þingmenn að ákvörðunin var tekin á grundvelli laga. Þetta reyndi mikið á þá báða. Það er alveg ljóst í mínum huga að Íraksmálið tók miklu meira á Fram- sóknarflokkinn því hann er allt öðruvísi stjórnmálaafl en Sjálfstæð- isflokkurinn. Hann er flokkur sem hefur verið klofinn í varnarmálum frá upphafi, en Framsóknarflokk- urinn er mjög friðelskandi flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er allt öðruvísi stjórnmálahreyfing og þess vegna galt hann minna fyrir þessa ákvörð- un þeirra beggja.“ Heldurðu kannski að þetta hafi verið stóra málið sem klauf flokkinn í herðar niður? „Þessi ákvörðun og öll umræð- an fór illa með Framsóknarflokkinn en við höfum gert málið upp í okk- ar röðum. Það gerði Jón Sigurðsson fljótlega eftir að hann tók við for- mennsku og það því að baki. Það er nú svona í lífinu, að margir stjórn- málamenn sem gera marga hluti rétt, og oftast rétt, geta gert mistök. Ég álít að þetta sé dæmi um slíkt.“ Reynduð þið, sem voruð á móti þessari ákvörðun, að þrýsta alvar- lega á það, stuttu eftir að hún var tekin, að hún yrði leiðrétt á einhvern hátt? „Við gengum í gegn um kosning- ar stuttu síðar þar sem Framsóknar- flokkurinn hélt öllu sínu fylgi. Bæði Halldór Ásgrímsson og fleiri töldu það til marks um að þetta mál væri að baki. En svo þróaðist Íraksmálið miklu verr á næstu árum á eftir held- ur en það leit út fyrir 2003.“ En hver var þín afstaða, þú hefur nú lýst henni? „Ég hef lýst því að það hefði verði mun heppilegra að lýsa ekki yfir þessum stuðningi.“ Gætirðu hugsað þér að biðjast af- sökunar fyrir hönd flokksins? „Ég tel að Framsóknarflokkurinn sé búinn að gera þetta upp gagnvart þjóðinni og sjálfum sér. Jón Sigurðs- son gerði það og ég tel ástæðulaust að ýfa þess mál frekar. Hins vegar sé ég að þeir sem höfðu hæst, ötuðu íslenska stjórnmálamenn eins og Halldór Ásgrímsson og Davíð Odds- son,óhróðri með þeim óhugguleg- ustu orðum sem ég hef heyrt á Al- þingi Íslendinga, þeir ganga núna inn í ríkisstjórn án þess að gera þetta upp við Sjálfstæðisflokkinn og kok- gleypa öll sín stóru ummæli, skömm sé Ingibjörgu Sólrúnu og Össurri Skarphéðinssyni. Þetta var allt lýð- skrum af þeirra hálfu eftir allt sam- an.“ Hvað finnst þér um það sem þú lýsir hér? „Ég er bara undrandi. Ég er undr- andi. Menn eiga að vera menn orða sinn og vera heiðarlegir gagvart sjálfum sér og öðrum. Jón Sigurðs- son gerði þetta upp við sitt fólk. Það var heiðarlegt. Menn sem hafa sagt „Ég fann það auðvit- að í okkar samstarfi að Halldór vildi mig ekki sem arftaka sinn.“ „Það sem ég er kannski mest hissa á er að Ingibjörg skyldi ganga í sömu gildruna og við gerðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.