Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 12
Föstudagur 25. maí 200712 Helgarblað DV Í glóðvolgum stjórnarsáttmála þeirra Geirs Haarde og Ingi-bjargar Sólrúnar Gísladóttur er að finna ákvæði um að auk- in þróunarsamvinna, mannréttindi og áhersla á friðsamlegar úrlausnir deilumála skuli verða hornsteinar ís- lenskrar utanríkisstefnu. Það kemur í hlut Ingibjargar Sólrúnar, nýskipaðs utanríkisráðherra, að fylgja þessari stefnu úr hlaði. Fráfarandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, lagði fram skýrslu í mars um starfsemi og fram- tíð Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, ÞSSÍ. Skýrslan olli nokkru fjaðrafoki meðal starfsfólks ÞSSÍ, sem taldi að skipulagsbreytingar á stofn- uninni ógnuðu starfsöryggi sínu. Til- lögur Valgerðar eru þó í nokkru sam- ræmi við það hvernig sambærilegar stofnanir eru reknar erlendis. Þröngur stakkur sniðinn „Lögin um ÞSSÍ setja stofnuninni þröngan ramma hvað varðar sam- starf við aðra og hvaða aðferðum skuli fylgt við verkefnaframkvæmd,“ segir í skýrslunni. Í lögum um stofn- unina segir að ÞSSÍ skuli ætíð hafa yfirstjórn með þeim verkefnum sem hún sinnir. Þetta telur Valgerður að geri Þróunarsamvinnustofnuninni erfitt um vik með að þróa nýjar leið- ir í samstarfi við aðrar stofnanir og samtök. Bjóða megi verkefnin út og auka þannig hagræðingu. „Með því er dregið úr óhagræði og yfirbygg- ingu stjórnsýslunnar og henni fyrst og fremst falið eftirlitshlutverk í stað þess að sjá bæði um framkvæmd og reglulegt eftirlit,“ segir í skýrslu ráð- herrans. Íslenska stofnunin PEP Inter- national hefur unnið þróunarstarf á vegum Sænsku þróunarsamvinnu- stofnunarinnar, SIDA, sem verktaki. Auðunn Bjarni Ólafsson hjá PEP hefur bent á að það geti aldrei verið heillavænlegt að sama ríkisstofnun- in sjái um stefnumótun, fjárframlög, framkvæmd, skýrslugerð og eftirlit með sjálfri sér. SIDA með útboð Vasko Hadzievski, starfsmaður SIDA í Skopje, segir að hefð sé fyrir því að stofnunin nýti sér þjónustu annarra stofnana og samtaka með útboðum. „Þarna er ég að tala um samtök á borð við Kvinna till kvinna, sem vinna að jafnréttismálum og upp- byggingu kvennahreyfingar. Síðan er það Olof Palme-stofnunin. Þá hefur Sænska Helsinkinefndin unnið tals- vert á vegum SIDA á Balkanskaga. Forum Syd eru líka regnhlífarsam- tök stofnana sem unnið hafa á okkar vegum. Þetta eru allt stórar sænskar sjálfstæðar stofnanir sem vinna að verkefnum á vegum SIDA í Make- dóníu. Önnur verkefni eru unnin á vegum ráðgjafarfyrirtækja og ann- arra stofnana. Þessu til viðbótar eru þegar tvær makedónískar sjálfstætt starfandi stofnanir sem vinna nú að þróunarmálum fyrir SIDA,“ segir Hadzievski. Engin reynsla til „Okkar vandi er sá að það er varla nokkurt íslenskt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að starfa í þró- unarverkefnum. Það sama gildir um frjálsu félagasamtökin hérna,“ segir Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ, þegar hugmynd- ir um útboð á verkefnum stofnunar- innar eru bornar undir hann. Starfsfólk stofnunarinnar sendi Valgerði Sverrisdóttur bréf þar sem gerðar eru ítarlegar athugasemd- ir við skýrsluna. Í þessu bréfi lýsa starfsmennirnir áhyggjum af því að verði verkefni stofnunarinnar boð- in út muni það skapa hættu á því að illa verði farið með almannafé. Sig- hvatur Björgvinsson lýsti sig sam- mála starfsfólki ÞSSÍ. Í viðtali DV við Auðun Bjarna Ólafsson kom fram að hann hefði gefið ÞSSÍ það til kynna að stofnun hans gæti tekið að sér uppbygging- arverkefni á Sri Lanka. Auðunn seg- ir stjórnendur stofnunarinnar hafa bent á að samkvæmt lögum yrði ÞSSÍ að standa sjálf að eigin verk- efnum. Aðild að Evrópusambandi Lífsnauðsynlegri þróunarað- stoð á borð við það að tryggja ferskt vatn og húsaskjól fyrir íbúa fyrrum Júgóslavíu er nú lokið. Við tók starf sem fyrst og fremst miðar að því að losa löndin undan miðstýringu, efla lýðræðislega hugsun og sjálfstæði sveitar- og bæjarstjórna og tryggja mannréttindi og jafnrétti. Hadzievski segir þessa vinnu vera tímafreka en hún skilji jafn- framt mest eftir sig. „Meginmark- miðið með þessu starfi er aðlögun að Evrópusambandinu og á endan- um full aðild að ESB,“ segir Hadzi- evski. Þetta er nokkuð sem Íslending- ar standa frammi fyrir í andránni. „Ríki Evrópusambandsins eru mik- ilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar,“ segir í nýja stjórnarsáttmálanum. Nýja ríkisstjórnin vill að skýrsla sem svokölluð Evrópunefnd skilaði af sér snemma á árinu verði grundvöll- ur að nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið gagnvart Evrópusamband- inu. Meirihluti Evrópunefndar var eindregið andsnúinn aðild að sam- bandinu. sigtryggur@dv.is Í nýjum stjórnarsáttmála er kveðið á um aukna þróunarsamvinnu. Valgerður Sverrisdóttir lagði í vetur til að Þróunarsamvinnustofnun Íslands, ÞSSÍ, yrði með lagabreytingu auðveldað að bjóða út verkefni. Þetta muni leiða til hagræðingar og starfsemin verði líkari því sem gerist í nágrannalöndum þar sem löng reynsla er af þróunaraðstoð. Starfsfólk ÞSSÍ er andsnúið þessum breytingum. „Okkar vandi er sá að það er varla nokkurt íslenskt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að starfa í þróunarverk- efnum. Það sama gildir um frjálsu félagasam- tökin hérna.“ ÞARF AÐ HAGRÆÐA Í ÞSSÍ Nýr utanríkisráðherra Ingibjargar sólrúnar gísladóttur bíður það verkefni, samkvæmt stjórnarsátt- mála, að vinna að aukinni þróunarsam- vinnu, mannréttindum og friðsamlegum úrlausnum á alþjóðlegum deilum. Forveri hennar Valgerður sverrisdóttir gaf út skýrslu þar sem hún taldi að breyta þyrfti starfsaðferðum Þróunarsamvinnustofn- unar íslands til þess að auka hagkvæmni og minnka yfirbyggingu. Flóttamannabúðir í Bosníu sameinuðu þjóðirnar settu upp flóttamannabúðir víðs vegar um Balkanskaga þegar stórir hópar fólks lentu á vergangi í löndum þar sem frost getur náð þrjátíu gráðum. í þessum búðum í Bosníu hefur hópur sígauna komið sér fyrir. Þeir báðu blaðamann vinsamlegast að hafa með sér súkkulaði handa börnunum, næst þegar hann ætti leið um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.