Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 54
Ef þú vilt fá að kynnast því hvernig er að vera mafíósi þá kemst leikurinn The Godfather: Blackhand Edition sennilega næst því. Leikurinn fylgir myndunum mun betur en ég hélt og eru allar helstu persónurnar til staðar. Meira að segja í tölvuleik er Don Corleone virðulegur og ógnvekjandi. Eftir að faðir spilarans er myrtur tekur Don Corleone hann und- ir verndarvæng sinn. Þegar hann er svo orðinn nógu gamall fer hann til starfa hjá Corleone-fjölskyldunni og þarf að vinna sig upp innan fjölskyldunnar með ýmsum verkefnum. Hvort sem það eru verkefni fyrir fjölskylduna, leigumorð, hrista til búðareigendur eða gera vinum greiða. Það er nóg að gera í leiknum og eftir því sem á líður verður maður stærri innan fjölskyldunnar. Það eru fimm mafíufjölskyldur í New York ásamt Cor- leone-fjölskyldunni og eru þær mis- öflugar. Markmiðið er að útrýma þeim smátt og smátt og taka á endanum völd- in. Þó að leikurinn sé mjög keimlíkur Grand Theft Auto þá er þetta mafíutvist alveg frábært. Wii-stjórntækin skila sér líka nokkuð vel þó svo að þau gætu verið betri. Maður kemst í mikinn fíling þeg- ar er verið að boxa mann og annan og henda fórnarlömbum til og frá með til- heyrandi hreyfingum fjarstýringunnar. Grafíkin í leiknum mætti vera betri og er hún gloppótt á köflum. Það skemm- ir þó ekki heildarútlit leiksins og þegar upp er staðið er þetta frábær hasarleikur sem allir ættu að prófa. Það er þó mikið ofbeldi í leiknum og borgar sig að virða tilskilin aldursmörk varðandi spilun. Ásgeir Jónsson dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s Föstudagur 25. maí 200754 Helgarblað DV leikirtölvu death Jr. 2: science Fair of doom - NDS scarface Platinum - PS2 tony Hawk downhill Jam - PS2 so Ceasar IV - PC spongeBob & Friends Battle for Volcano - PS2/NDS/GBA Kíktu á þessa leiKjatölvur Þrátt fyrir að Playstation 3 tölvan sé dýrðlegur gripur hefur sala hennar ekki enn náð nógu háu flugi. Óttast sumir að tölvan muni aldrei ná að komast á rétta braut, en segja sérfróðir menn að væntanlegir leikir á tölvuna muni koma henni fram úr keppinautum sínum. Lúxus GTA 4 Rockstar Games ætlar sér að bjóða upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af leiknum Grand Theft Auto 4 sem kemur út um miðjan október. Um er að ræða sérstakan kassa, sem minnir mest á öryggishólf. Má í honum finna leikinn, sérstaka myndabók sem sýnir ýmsar myndir úr honum, tónlistina úr leiknum á sérdisk sem aðeins verður fáanleg í þessari útgáfu, lyklakippa og íþróttataska. Viðhafnarútgáfan kemur til með að kosta 89,99 dollara. uFC kærir TAke Two Fyrirtækið Zuffa LLC, eigandi the ultimate Fighting Championship hefur kært leikjaframleið- andann take two Interactive, fyrir að dreifa og græða á uFC-tölvuleik, sem hann hefur ekki réttinn á lengur. take two-fyrirtækið fékk réttinn til þess að framleiða tölvuleiki eftir uFC-sniðinu árið 2003 og var samningurinn framlengdur árið 2005. málið snýst hins vegar um leikinn uFC sudden Impact, en fyrirtækið á að hafa grætt 365 þúsund dollara á leiknum, eftir að réttur þess á honum rann út. málið er nú fyrir rétti en augljóst er að bardaga- mennirnir í uFC eru ekki æskilegir óvinir. ALone in The DArk 2 á hvíTA TjALDið Kvikmyndagerðarmaðurinn Uwe Ball er kannski ekki þekktur fyrir að gera góðar kvikmynd- ir, en honum er líklega alveg sama. Næsta verkefni sem Uwe hyggst ráðast í er að gera framhald af mynd sinni Alone in the Dark sem byggð var á samnefndum tölvuleik. Fyrri myndin fær að meðaltali 9 af 100 stigum hjá gagnrýnendum en Uwe er fullviss um að næsta mynd slái í gegn. Myndin verður tekin upp í sumar og mun kosta í heildina 7,5 milljónir dollara. Uncharted: Drake’s Fortune Ævintýraleikur með klassískum sögu- þræði sem minnir á Tomb Raider eða Indiana Jones. Leikmenn eru stadd- ir á eyðieyju þar sem þeir þurfa að berjast við stórhættulega sjóræningja og meira til. Allt til þess að finna ein- hvern svaðalegan fjársjóð, þar sem ýmsir leyndardómar eru geymdir. Það er fyrirtækið Naughty Dog sem fram- leiðir leikinn en áður hefur það gert vinsæla leiki á borð við Crash Band- icoot og Jak & Daxter. Grafíkin verður betri en nokkru sinni fyrr og eiga allar hreyfingar í leiknum að vera afar nátt- úrulegar. Leikjagúrúar segja að þessi muni slá í gegn. Ratchet & Clank Future Það hafa ófáir leikjaunnendur eytt heilu dögunum í að spila Ratchet og Clank. Í þessum leik hefur mörgu ver- ið breytt, en platform-þáttur leiksins er nú alveg allsráðandi. Fleiri vopn- um hefur verið bætt við og hafa borð- in aldrei verið jafnflott og nú. Ratchet og Clank Future virðist stefna í það að verða besti leikurinn í seríunni til þessa, allavega sá flottasti ef marka má fyrstu myndir úr leiknum. Lair Tvo konungsríki berjast hvort við annað í drungalegum heimi upp- fullum af eldfjöllum og gráma. Helstu hermennirnir í báðum fylk- ingum fljúga um á drekum og há ep- íska bardaga í háloftunum. Grafíkin í leiknum er einstök og hafa marg- ir beðið eftir því að fá að stýra dreka í bardaga. Þá hefur leikurinn verið sagður minna mikið á Shadow of the Colossus, hvað varðar ferskleika þá aðallega. Heavenly Sword Hefndir og hetjudáðir blandast skemmtilega saman í leiknum Heav- enly Sword sem minnir mikið á God War, nema með kvenhetju í farar- broddi. Hetjan er alveg svakaleg með eldrautt hár og rosalegt sverð. Hægt er að berjast á þrjá vegu, með hraða, krafti eða úr fjarlægð sem gefur bar- dagaþætti leiksins mun meiri dýpt en áður hefur komið fram. Kratos er ekki eina svaðalega hetjan lengur, Hea- venly Sword er án nokkurs vafa mest spennandi PS3 leikur sem kemur út á þessu ári. Warhawk Warhawk gæti verið framtíðin í net- leikjum. Leikinn er aðeins hægt að spila yfir netið og er hann gerður fyr- ir tvö lið og 32 leikmenn. Leikmenn byrja sem fótgangandi hermenn og geta þar skotið á andstæðinga sína með rifflum og öðru. Svo er hægt að stökkva upp í ýmis farartæki og á end- anum fá menn aðgang að Warhawk- flugvélinni og þannig berjast menn í háloftunum. Stýringar í leiknum og öll viðbrögð tölvunnar eiga vera hreint ótrúleg og segja margir að önnur eins lipurð hafi ekki sést til þessa. Pant fá að vera mafíósi BjArGA Þessir PLAYsTATion 3? Ratchet & Clank Future Það hafa ófáir leikjaunnendur eytt heilu dögunum í að spila ratchet og Clank. The Godfather: Blackhand Edition Hasarleikur Nintendo Wii tölvuleiKur H H H H H Komdu með peninginn! Það þarf að vinna sig upp virðingarstigann innan mafíunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.