Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 4
Mikið æði hefur heltekið íslenska æsku undanfarið en það er að leika sér með svokallaða drakkó-karla. Í raun eru þetta hausar af skrýtnum fígúrum og líkist leikurinn furðu mik- ið peningaharki. Hann snýst um það að kasta drakkó-haus eins nálægt vegg og mögulegt er. Sigurvegar- inn hirðir hina hausana sem notað- ir voru í spilinu. Nú hefur Melaskóli riðið á vaðið og bannað leikföng- in innan skólans en nokkur misklíð hefur orðið vegna karlanna. „Þetta er orðið dálítið peninga- spursmál og það er alvarlegt,“ segir Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Mela- skóla, en eldri krakkarnir hafa not- fært sér leikinn og haft karlana af þeim yngri. Þá hefur verið tilkynnt um hvarf nokkurra karla en Ragna vill þó ekki fullyrða að um þjófnað sé að ræða enda hefur slíkt alls ekki komið í ljós. Að sögn Rögnu leyfði skólinn börnunum að leika sér með fígúr- urnar til að byrja með. Hún segir slíka leiki geta gagnast börnunum vel og bendir á í því samhengi að ekki öll börn vilji leika sér í boltaleikjum. Hún segir þann vettvang geta ver- ið ágætan fyrir börn til að hittast og leika sér sem hún telur afar jákvætt. Í því samhengi bendir hún á annað æði sem gekk yfir hjá skólabörnum fyrir örfáum árum en það var leikur með Pókemon. Þar gátu börn skipst á spilum og körlum. Þetta spil geng- ur lengra því það líkist fjárhættuspili. Hún bætir við að svona leikir geti færst í miklar öfgar hægt og rólega. „Þegar ég var lítil var þetta kallað fimmaurahark,“ segir Ragna minnug æskuáranna. Hún segir að oftar en ekki hafi börnin þó notast við tappa en stundum voru fimmaurarnir lagðir undir. Hún segir viðbrögð við banninu hafa verið góð þótt sumir krakkar geti verið ósáttir við það. Melaskóli er þó ekki eini skólinn sem hefur bannað þetta því frístundaheimil- ið við skólann hefur gert það sama. Svipuð vandamál komu upp og því þótti vænlegast að biðja börnin að leika sér heima með drakkó-karl- ana. valur@dv.is föstudagur 25. maí 20074 Fréttir DV Góður alhliða áburður. Hentar vel í öll blómabeð, fyrir matjurtir, skrautrunna og tré. Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni. Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtar- tímann frá maí fram í miðjan júlí www.aburdur.is Gott í garðinn Fæst í öllum helstu garðyrkju- og byggingavöruverslunum landsins Telja kindur í þjóðgarðinum Skotveiðifélag Íslands stóð fyrir rjúpnatalningu á Þingvöll- um á þriðjudaginn. „Þetta fer þannig fram að hópur fólks röltir um svæðið og telur þá karra sem sjást,“ segir Einar Kr. Haraldsson hjá Skotveiðifélaginu. Á vorin eru karrarnir oft áberandi þar sem þeir koma sér fyrir á hólum og verja óðul sín. Taldir voru sjö karrar og ein hæna. Einnig varð vart við þrjár kindur og tvo refi. Í fyrra fund- ust fjórir karrar. Mesta fjölgunin virðist vera meðal refa. Önn- ur tófan var alhvít en hin var að komast í dökkan feld. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Dæmdur fyrir ofsaakstur Maður var dæmdur í 350 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- brot. Þegar maðurinn ók á sem mestum hraða mældist hann á 160 kílómetra hraða. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hylja númeraplötuna á mótorhjólinu gagngert til þess að koma í veg fyrir að lögreglan gæti náð núm- erinu. Maðurinn hefur margoft gerst sekur um umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Þá var hann einnig sviptur ökuleyfi í sex mánuði. ÞEGIR UM EIGIN HAG Verkalýðsfélag Vestfirðinga fund- aði í gær með starfsmönnum Kambs á Flateyri. „Þessi fundur er fyrst og fremst til þess að ræða uppsagnirnar og réttindi starfsmanna Kambs,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Finnbogi segir að með þessu sé verkalýðsfélagið að standa við loforð sín við starfsmenn Kambs. „Þetta er lokaður fundur. Við förum yfir þessi mál með starfsfólkinu í rólegheitum,“ segir hann. Hinrik Kristjánsson for- stjóri Kambs tilkynnti fyrir viku síðan að fyrirtækið yrði selt. Þar með missa 120 manns á Flateyri vinnuna, 65 manns í landvinnslu og 55 sjómenn. Orðagjálfur ráðamanna Þingflokkur Frjálslynda flokksins hittist á miðvikudag og ræddi mál- efni Flateyrar. Þingflokkurinn krefst þess að ný ríkisstjórn láti að sér kveða í málinu án tafar. „Allt tal um skoð- un, athugun eða óvænta atburðarás er orðagjálfur manna sem þora ekki að takast á við sérhagsmunina sem stjórnvöld eiga að stjórna en ekki þjóna,“ segir í ályktun frá frjálslyndum. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins, telur athyglisvert að tvö fyrirtæki á Vest- fjörðum hafi lent í viðlíka hremming- um á skömmum tíma. „Annars vegar var það Bakkavík í Bolungarvík sem neyddist til þess að selja frá sér kvót- ann og nú er það Kambur sem hættir vinnslu,“ segir Kristinn. Miklar skuldir Þegar hafa tilboð verið samþykkt í þrjá báta Kambs. Hinrik Kristjáns- son framkvæmdastjóri og aðaleig- andi félagsins segist lifa í þeirri von að fjársterkir aðilar treysti sér til þess að halda áfram útgerð á Flateyri. „Ég vona bara að einhver sjái sér hag í því að koma og taka yfir það sem hér er eftir,“ segir hann. Hann treystir sér ekki til þess að leggja mat á það hver staða hans verði þegar fyrirtækið verður gert upp. Hans fyrsta markmið sé að greiða nið- ur skuldir Kambs, sem séu talsverðar. Þýðir ekki að gráta „Það hjálpar okkur ekkert að gráta,“ segir Stanislaw Kordek, sjómaður á Flateyri. Hann er sannfærður um að einhver kaupandi finnist sem haldi áfram útgerð á Flateyri. Hann segir að til skamms tíma hafi reynst mjög auð- velt fyrir fólk að fá lánsfé fyrir húsnæði á Flateyri og telur að það verði erfitt fyrir þá sem ekki finna sér vinnu. „Ég stefni að því að kaupa bát og fara að gera út sjálfur ef ekkert rætist úr hlutunum hérna,“ segir Stanislaw. Stanislaw er íslenskur ríkisborgari. Hann flutti til Íslands frá Póllandi og hefur búið á Flateyri síðan 1995. Verkalýðsfélag Vestfirðinga fundaði með starfsmönnum Kambs og kynnti þeim rétt- indi sín. Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir að allt tal um skoðun og athugun á málinu sé orðagjálfur. Eigandi Kambs treystir sér ekki til þess að segja hvernig hann kemur út úr sölunni á fyrirtækinu. Flateyri Hinrik Kristjánsson eigandi Kambs á flateyri selur fyrirtækið. 120 manns missa vinnuna og afkoman verður ótrygg fyrir marga fleiri. Hinrik vonar að einhver haldi áfram útgerð á staðnum. Verkalýðsforinginn ræddi uppsagnirnar við starfsfólkið og kynnti þeim réttindi sín. Sjómaðurinn stanilslaw Kordek hefur búið og unnið á flateyri í meira en tíu ár. Hann hefur trú á því að útgerð verði haldið áfram á flateyri. Ef það bregst þá hyggst hann fjárfesta í bát og fara sjálfur í útgerð. Sigtryggur Ari jóhAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Drakkó-karlar útlægir úr Melaskóla: Leikfangahark bannað Drakkó-æðið Börn á íslandi geta vart slitið sig frá svokölluðum drakkó-körlum en melaskóli sá sig knúinn til þess að banna þá eftir að bera fór á misklíð innan skólans vegna þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.