Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 2
„Ég er mjög andsnúinn þessari að- ferð og finnst hún að minnsta kosti ósmekkleg,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur um bréf sem Ei- ríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, sendir fólki en í því er fólk beð- ið um peningastyrk gegn því að fá óskir sínar uppfylltar af Guði. Bréfið hefst á því að Eiríkur segist hafa góðar fréttir að færa viðtakand- anum: nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni sem stjórnað er af erlendum predik- ara og forstöðumanni stærstu kirkju í heimi sem sáð hefur fimm hundr- uð kirkjum eins og segir í bréfinu. „Ég trúi því að Guð muni gefa þér trú til að kalla eftir því sem er þitt; að sjá banka- innistæðuna vaxa úr nokkrum hundr- uðum eða nokkrum þúsundum upp í nokkrar milljónir,“ segir meðal annars í bréfinu. Þarf að vera fús til að meðtaka Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarps- stjóri Omega, segist vita að viðtakand- inn vilji blessunina inn í líf sitt og það sé ýmislegt sem hann hafi þráð en aldrei orðið að raunveruleika eins og nýtt hús, nýjan bíl eða betra starf svo eitt- hvað sé nefnt. „Þetta eru aðeins nokkr- ar þeirra blessana sem Guð vill þér til handa en hann getur ekki veitt þér þær ef þú ert ekki fús til að sá sáðkorni til að meðtaka blessunina frá Guði.“ Á síðustu blaðsíðu bréfsins, þar sem skrá á niður kortanúmer, er hægt að strika undir níu atriði á tilbúnum óskalista en ef ekkert þeirra á við er líka hægt að skrá niður bænarefni sitt. Efst á blaði er nýtt hús og á eftir kemur nýr bíll; betra starf; aukið fjármagn; góð heilsa; sameining fjölskyldu og fleira. Líta á bænina sem stjórntæki „Þetta er ákaflega dapurlegt og sýnir í hnotskurn af hverju við viljum þjóðkirkju. Þarna eru samtök að selja einhvern að- gang að guði og líta á bænina sem stjórntæki gegn honum. Þarna er látið líta út fyrir að þessi samtök séu í sérstakri aðstöðu til þess að fá Guð til þess að mismuna fólki,“ segir Hjálmar. Hann segir að ekki eigi að nota bænina sem töfraformúlu heldur sé hún til þess fallin að blanda geði við Guð. „Hvað ætti annars að segja við fólk sem bið- ur heitt og innilega fyrir heilsu barna sinna en missir hana samt, er það af því það bað ekki nóg?“ spyr Hjálmar. Hann segir erfiðleika mæta öllum, hvort sem þeir séu trúaðir eða ekki, og það sé eðli Krists að ganga inn í aðstæður með fólki. Mörgum finnist auðveldara að fást við erfiðleikana með hans fólki. Sýnir af hverju við viljum þjóðkirkju Hjámar segir sem betur fer ekki mikið um svona fjármagnanir á Íslandi eða á hinum Norðurlöndunum þar sem eru þjóðkirkjur sem fjármagnað- ar eru með öðrum hætti. Hann bend- ir aftur á móti á að í Bandaríkjunum sé mikið um predikara og fjármögnun til trúarstarfs sé þar umfangsmikil. „Það er eðlilegt að biðja um fjárstyrki eins og félög gera oft en það er ekki hægt að lofa neinu á móti út á sambönd sín við Guð.“ Ekki náðist í Eirík Sigurbjörnsson við vinnslu fréttarinnar. MÁNudagur 18. JÚNÍ 20072 Fréttir DV Nýr dráttarbátur í Fjarðabyggð Nýr bátur var tekinn í notkun og honum gefið nafnið Vöttur, við hátíðlega athöfn í Fjarða- byggð í gær. Helga Jónsdóttir bæjarstjóri gaf nýja dráttarbátn- um nafn og Séra Davíð Baldurs- son blessaði hann. Dráttarbáturinn sem er með stærri dráttarbátum á landinu er af Damen gerð, skrokkurinn var smíðaður í Póllandi en hann var settur saman í höfuðstöðvum Damen í Hollandi. Báturinn er 96 tonn með tveimur 1.000 hest- afla vélum. Vegna komu fleiri og stærri flutningaskipa til Mjóeyr- arhafnar meðal annars í tengsl- um við álver Alcoa Fjarðaáls var talið nauðsynlegt fyrir Fjarða- byggðarhafnir að hafa öflugan dráttarbát til umráða. Kennarar vilja betri laun „Samkvæmt tölum frá kjara- rannsóknarnefnd opinberra starfsmanna þá er komið fram launabil á kjörum framhalds- skólakennara og annarra meðlima í Bandalagi háskóla- manna,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samninganefnd félagsins lýsti því yfir á dögunum að verulegt átak þurfi til að leiðrétta laun kennara í framhaldsskólum. „Ef við lítum aftur til ársins 2001 þá náðu framhaldsskóla- kennarar að leiðrétta hlut sinn í samræmi við kjör annarra félaga í Bandalagi háskóla- manna. Árið 2005 náðust svo nýir samningar en framhalds- skólakennarar hafa ekki notið neins launaskriðs miðað við hefðbundna viðmiðunarhópa í Bandalagi háskólamanna,“ seg- ir Aðalheiður. Löndunarbann um helgar Fiskimenn á dagróðrarbát- um fá ekki að landa óslægðum fiski um helgar fyrr en í sept- ember næstkomandi. Sjávarútvegsráðuneytið bannar löndun óslægðs fisks frá 1. júní og til loka ágúst. Þetta er gert til að tryggja að gert sé að aflanum samdægurs, eða innan tólf klukkustunda frá því honum er landað. Þetta er gert til að tryggja gæði fisksins. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ferðamönnum fjölgar „Aukin áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu á vetrar- ferðir undanfarið og verður svo áfram,“ segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 pró- sent fyrstu fimm mánuði ársins, sé miðað við sama tímabil í fyrra. Í fyrra voru þeir rúmlega 104 þúsund en 122 þúsund í ár. Flestir ferða- menn sem komu til Íslands komu frá Bretlandi og var fjölgunin hlutfallslega mest meðal þeirra. Alls hefur erlend- um ferðamönnum fjölgað um rúmlega 43 prósent frá 2003. Aðstoðarlögreglustjóri segir að bregðast þurfi við ofsaakstri bifhjólamanna og annarra: Ofsaakstur geti varðað fjögurra ára fangelsi „Við teljum fullt tilefni til þess að bregðast við þessu í ljósi þess að til- fellum glæfraaksturs hefur fjölgað. Hægt er að ákæra ökumenn sem ger- ast uppvísir að ofsaakstri fyrir brot á almennum hegingarlögum og getur það varðað allt að fjögurra ára fang- elsi,“ segir Jón H.B. Snorrason, að- stoðarlögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu um viðbrögð embættisins við ofsaakstri bifhjólamanna og ann- arra að undanförnu. Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í aug- ljósan háska geti sætt fangelsi allt að fjórum árum. Að sögn Jóns hefur þessu ákvæði lítið verið beitt heldur sé oftast ákært aðeins fyrir brot á um- ferðarlögum. Jón segir glæfraakst- ur á mótorhjólum færast í aukana með vaxandi mótorhjólaeign jafn- framt því að hjólin verði sífellt kraft- meiri. „Því hraðar sem hjólin komast því hættulegri verða þau. Það þarf að bregðast við þessu því ofsaakstur eins ökumanns setur alla í umferð- inni í hættu. Aksturslagið getur líka skapað ótta og viðbrög hjá öðrum ökumönnum sem geta haft alvarleg- ar afleiðingar,“ segir Jón. Eins segir hann hægt að gera ökutæki upptæk í tengslum við refsimál og andviðri þess látið renna í ríkissjóð. Hann segir það vel þekkt í refsimálum að tæki sem brot eru framin með séu gerð upptæk. Tryggingafélög eiga endurkröfu- rétt á þá sem valda tjóni af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi og geta þau skotið máli, sé grunur um slíkt, til endurkröfunefndar sem skipuð er af dómsmálaráðherra. Helgi Jó- hannesson, formaður endurkröfu- nefndar, segir fólk sem gerist upp- víst að stórkostlegtu gáleysi geta átt von á kröfu upp á milljónir. Á síðasta ári tók nefndin 103 mál til úrskurð- ar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 98 málum. Til samans námu kröfurnar 29 millj- ónum króna og var hæsta einstaka krafan upp á þrjár milljónir króna. Flestar endurkröfurnar eru vegna ölvunaraksturs en einnig vegna akst- urs án réttinda og ofsaaksturs. hrs@dv.is Hraðakstur aðstoðarlögreglustjóri telur brýnt að bregaðst við ofsaakstri. Sjónvarpsstjóri Omega sendir út bréf til fólks þar sem það getur strikað undir það sem það vill og Guð á að veita þeim - hærri bankainnistæðu eða nýjan bíl. Á sömu blaðsíðu eru reitir fyrir kortanúmer viðkomandi. Dómkirkjuprestur segir þetta að minnsta kosti ósmekklegt og að ekki eigi að nota bænina sem stjórntæki á Guð. „Þetta eru að- eins nokkrar þeirra blessana sem Guð vill þér til handa en hann getur ekki veitt þér þær ef þú ert ekki fús til að sá sáðkorni til að meðtaka blessunina frá Guði.“ OMEGA SELUR BLESSUN GUÐS Bréfið frá Omega Það eru engin takmörk hvað guð getur gert fyrir þig segir efst á síðunni og aðeins neðar er óskalisti sem hægt er að merkja við. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Finnst rangt að telja fólki trú um að þeir geti fengið guð til þess að mismuna fólki. HJördíS rut SigurJónSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Eiríkur Sigurbjörns- son, sjónvarpsstjóri Omega Segist geta beðið guð um nýrri og dýrari bíl handa fólk láti það fé af hendi rakna til Omega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.