Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 10
1. Mætir menningargarpar fara í stúdentakjallara og koma út sannfærðir um að ljóðið sé dautt, enda hafa þeir ekki heyrt annað en órímað klám. Áfall þeirra er svipað því ef knattspyrnubulla heyrði að farið væri að selja fótboltakappa á svörtum undir markaðs- verði. Ekki er um annað rætt á „klakanum“ en niður- stöðuna, greinar skrifaðar og boðaföll í blogginu. Allir sammála en upp úr gnæfir sá með silfurtunguna, enda segist hann vera meira að segja skyldur Jóni Helgasyni sem notaði aldrei orðið ljóð heldur kvæði, þótt orð- ið ljóð hafi verið til í forngermönsku en ekki með ís- lenskri stafsetningu. Óþarft er að skærasta silfurtunga landsins styðji sig með frændum, að hún treysti skoð- un sína með þekktum breskum gremjubelg er ógæfa. En jafnvel frumlegustu mönnum hættir til að nota orðaleppa og segja: Allt er dautt en lifir samt. Ljóðið er dautt, ljóðskáldin lifa. Við skulum samt eiga bjarta framtíð fram í dauðann. 2. Nú er í tísku og gott fyrir hag gamalmenna að fara á torg og taka út úr sér góminn öðrum til skemmtunar. Fólk flykkist að og kastar peningum í plastdollur eftir atriðið. Gamalmennin græða. Þetta er skattfrjálst einkaframtak. Ungt fólk og ferðamenn njóta þess að sjá góminn koma út á milli varanna. Heimshornaflakkarar taka myndir af „aburðinum“ á tíu þúsund pixelavélar. Þetta er auðvitað ekki enn komið til Íslands en væri tilvalið á Listahátíð. 3. Ekki heldur eru komnar samstöðugöngur í stað mótmæla. Þær ýkja hið almennt viðurkennda og gera það hlægilegt. Tökum dæmi: Í staðinn fyrir að mótmæla álverum er mælt með fleiri. Í göngunni er maður sem líkir með trúboðssvip eftir til dæmis þekktum prófessor í nýfrjálshyggju og leiðir sér við hönd ráðherra úr Samfylkingunni en fyrrum forsæt- isráðherra fer ráðsettur á undan eins útfararstjóri. Á eftir trítlar ríkisstjórnin og kjósendur sem veifa flokksfánum og hrópa: Landshorn og landsmenn lúta álverum! Nú kann einhver að spyrja: Ber þessi nýja aðferð árangur? Að sjálfsögðu ekki. Mótmæli hafa aldrei borið árangur en samstöðugöngur hafa lamandi áhrif á pólitíska athafnadólga, ekki athafna- skáld. Þau og ljóð þeirra eru örugglega dauð. Forsætisráðherra og forseti Alþingis gerðu báðir vanda sjávarútveg- arins að umtalsefni í hátíðarræðum sínum á þjóðhátíðardegi okkar Ís- lendinga í gær. Annar á Austurvelli og hinn á Ísafirði. Þeir viðurkenndu þá erfiðleika sem smærri byggðarlög ættu nú í sem er að miklu leyti tilkomnir vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, talaði á Ísafirði, bæjarfélagi sem gengið hefur í gegnum erfiðleika í atvinnumálum á undanförnum árum. Þar sagði hann meðal annars að áform okkar um að byggja upp fiskistofn- ana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virtist hafa mistekist og þörf væri á allsherjar uppstokkun á kvótakerfinu. Geir H. Haarde virtist á annarri skoðun. Hann sagði á því engar líkur að annað kerfi fiskveiða hefði takmarkað veiðarnar meira en það sem nú gildir. Sturla sagði að margt benti til þess að aflaheimildir safnist á hend- ur fárra útgerða. Í nafni hagræðingar láti þær skip sín landa í útflutn- ingshöfnunum og herða enn frekar á þenslunni í atvinnulífinu þar. Það muni koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga undir veið- um og vinnslu sjávarfangs. Geir talaði hins vegar um kosti hag- ræðingarinnar og bættri afkomu fyrirtækja af þeim sökum. „Við skulum hins vegar ekki loka aug- unum fyrir því að kvótakerfið er ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk, og það má ugg- laust bæta á margan hátt,“ sagði hann. „Vísindamennirnir segja að við höfum veitt of mikið úr sjón- um. Samt sem áður er háværasta gagnrýnin á núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi að menn fái ekki að veiða meira og meira,“ sagði Geir. Þessari skoðun skal hér mótmælt. Háværasta gagnrýnin á fiskveiðistjórnunarkerfi okkar beinist ekki að því að ekki megi veiða meira úr sjónum en vísindamenn telja að fiski- stofnarnir þoli. Hún beinist mun fremur að því að eftir að tilfærsla og framsal aflaheimilda var heimiluð gafst útgerðarmönnum tækifæri til að versla með kvóta að vild óháð því hvaða áhrif það hefði á minnstu sjávarbyggðirnar að kvótinn hyrfi þaðan smám saman, eins og gerst hefur. Það fer ekki á milli mála að kvótinn hefur safnast á hendur fárra. Taka má undir þau sjónarmið forsætisráðherra að tilfærsla og framsal aflaheimilda hafi óbeint orðið til þess að verðmæti í sjávarútvegi hafi aukist umtalsvert. Þetta er því tvíeggjað sverð. Aukin hagræðing felur í sér aukin verðmæti fyrir stórútgerðarmennina - og þjóðarbúið meðal annars í formi aukinna skattekna - en hún hefur um leið neikvæð áhrif á afkomu þeirra byggðarlaga sem misst hafa frá sér kvóta, svo ekki sé talað um afkomu þeirra einstaklinga og fjölskyldna þeirra sem misst hafa vinnu sína einmitt af þessum sökum. Í ræðu sinni boðaði forsætisráðherra að ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra um aflaheimildir næsta árs yrði ekki tekin með fiskifræðileg sjónarmið í huga, heldur yrði einnig tekið tillit til þeirra byggðarlaga sem verst standa. Það er því ljóst að ríkisstjórnin ætlar að bregðast við vanda sjávarbyggðanna. Spurningin sem eftir stendur er samt enn sem áður: Hvernig? Ætlar ríkisstjórnin að auka kvóta þeirra sjávarbyggða sem eiga í erfiðleikum, eins og lesa mátti úr orðum forsætisráðherra? Það yrði aðeins skammtímalausn. Eða ætlar hún að hugsa til lengri tíma og aðstoða byggðarlögin við að skapa sér atvinnutækifæri til fram- tíðar? Það er eina leiðin. Sigríður Dögg Auðunsdóttir MÁNudagur 18. JÚNÍ 200710 Umræða DV Lausn til framtíðar ÚtgáfuféLag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fuLLtrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir augLýSingaStjóri: auður Húnfjörð áföll og stóráföll Smekklegur ritstjóri? Reynir Traustason, ritstjóri Mann- lífs, kemur óvart upp um óra sína á færslu á síðunni sinni, mannlif. is, þann 15. júní. Þar talar hann um lista sem Geiri í Goldfinger af- henti Guðríði Arnardóttur, odd- vita Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, með nöfnum og símanúmer- um stúlknanna sem dansa á súlustaðnum. Í færslunni seg- ir að „margur myndi gefa af sér hægri höndina til að komast yfir [listann]“. Þá segir: „ sjálfsagt gæti margur karlmaðurinn hugsað sér að slá á þráðinn til stúlknanna á þessu blaði til þess að heyra með þeirra eigin orðum hvað þær hafa upp á að bjóða.“ Einnig segir: „listi með tugum símanúmera súlu- dansmeyja hlýtur að hljóma eins og blautur draumur [...]“ Smekk- legur, hann Reynir? Oddatá Vestfirðingar eru alveg með það á hreinu hvaðan nafnið á nýja fiskvinnslufyrirtækinu á Flateyri, Oddatá, er komið. Jú, það heitir auðvitað í höfuðið á Flat- eyringnum og þingmannin- um Einari Oddi Kristjánssyni. Fyrirtækið heit- ir því „Odda“ af því að hann heitir Einar Oddur. Og „tá“ af því að Einari Oddi þykir svo gott að fá sér í tána! „Odda-tá!“ Þeir eru svo sniðugir, þessir Vestfirðing- ar. Sex prósenta maðurinn Það er merkilegt hvað sex prósent í sveitarstjórnarkosningum geta skilað miklu. Björn Ingi Hrafns- son, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, er nánast alls staðar. Það er ekki nóg með að hann hreinlega ætti sjómannadaginn, svo mikið fór fyrir ræðu hans þann daginn, heldur toppaði hann nánast sjálfa Fjallkonuna á sautjánda júní hátíðarhöld- unum í gær. Ræða hans var ekki síður þjóðlega innblásin en fjallkonuræðan, og hafa menn spurt sig að því hvort Björn Ingi hefði ekki hreinlega tekið að sér hlutverk Fjallkonunnar hefði hann verið af öðru kyni. Sömu menn spyrja sig einnig að því hvað við hefðum kallað yfir okkur, hefði Björn Ingi fengið átta prósent. Væri hann þá að lesa fréttirnar í útvarp- inu líka? Stefnir í keppni? Ljóst er af sumarþingi að Kristinn H. Gunnarsson mun láta til sín taka í ræðustóli á komandi þing- vetri. Á þess- um fáu dögum sem Kristinn H. hefur set- ið á þingi sem fulltrúi Frjáls- lynda flokks- ins talaði hann meira en allir hinir þrír þingmenn flokks síns til samans. Það er spurn- ing hvort Kristinn H. sé að hita upp fyrir keppni við ræðumeistara síð- asta árs, Jón Bjarnason, þingmann Vinstri-grænna, sem talaði lengst allra þingmanna, rétt um sólar- hring. Það yrði spennandi viður- eign. Sandkorn Gagnrýnin beinist mun fremur að því að eftir að tilfærsla og framsal aflaheimilda var heimil- uð gafst útgerðarmönn- um tækifæri til að versla með kvóta að vild óháð því hvaða áhrif það hefði á minnstu sjávar- byggðirnar að kvótinn hyrfi þaðan smám sam- an, eins og gerst hefur. Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur. GuðberGur berGSSOn rithöfundur skrifar „Nú er í tísku og gott fyrir hag gam- almenna að fara á torg og taka út úr sér góminn öðrum til skemmtunar. Fólk flykkist að og kastar peningum í plastdollur eftir atriðið. Gamalmennin græða. Þetta er skattfrjálst einkafram- tak. Ungt fólk og ferða- menn njóta þess að sjá góminn koma út á milli varanna.“ Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.