Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 6
MÁNudagur 18. JÚNÍ 20076 Fréttir DV Amast ekki við Miðhúsabraut Lagning nýs vegar á Akureyri, Miðhúsabrautar, verður ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um- hverfisráðuneytið hefur staðfest þann úrskurð Skipulagsstofnun- ar frá í nóvember en hann var kærður til ráðuneytisins og farið fram á að framkvæmdin yrði háð slíku mati. Fyrirhugað er að gatan verði 1.850 metra löng og 7,5 metra breið tengibraut með einni ak- rein í hvora átt, frá Hlíðarbraut vestan Mjólkursamlags austur að gatnamótum við Mýrarveg. Íslenskir fjárfestar hafa fest kaup á sögufrægri byggingu í Belgravia hverfinu í London fyrir um tíu millj- arða króna, en frá þessu greinir fast- eignablaðið Property Week. Hús- ið sem er við Grosvenor Crescent er samtals um 6,000 fermetrar að stærð en byggingin mun innihalda alls 14 lúxusíbúðir en ráðgert er að framkvæmdum muni ljúka árið 2009. Húsið var upphaflega byggt sem íbúðarhús á fyrri hluta 19. ald- ar, en breski Rauði krossinn hafði aðsetur í húsinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og var því þá breytt í skrifstofubyggingu. Fjár- festingarfélagið Blackstone keypti húsið af Rauða krossinum árið 2005 fyrir um 4,5 milljarða og sótti um leyfi til að breyta því í íbúðarhús- næði og voru arkitektar ráðnir til þess að breyta útliti þess. Nú hefur fyrirtækið Zegna III Holdings sem sagt er vera í eigu Íslendinga keypt húsið fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð. Hverfið sem um ræðir er eitt dýrasta hverfi Lundúna en það er rétt fyrir utan Hyde Park, þar sem Harrods hefur höfuðstöðvar sínar. Minnsta íbúðin í húsinu er um 570 fermetrar en sú stærsta er rúmlega 1000 fermetrar að stærð. Íbúðirnar eru allar á sex hæðum ásamt kjallara en stærsta hæðin í einni íbúðinni er um 270 fermetrar. Byggingarnar sem um ræðir voru allar byggðar í sögulegum stíl en Belgravia hverf- ið í London er þekkt fyrir sérstakan arkitektúr.Lagt verður upp með að halda því einkenni þegar bygging- arnar fara í sölu. einar@dv.is Íslenskir fjárfestar hafa fest kaup á sögufrægri byggingu í London: Tíu milljarða lúxusíbúðir í London Lúxus Hér gefur að líta lúxusíbúðirnar sem íslenskir fjárfestar keyptu. Atvinnuleysi mest á Suður- nesjum Aðeins mældist 1,1 prósent atvinnuleysi í maí samkvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun en það jafngildir því að 1.759 hafi að jafnaði verið án atvinnu í mánuðinum. Frá því í apríl á síðasta ári hefur atvinnu- lausum fækkað um 107 manns en á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 1,3 prósent. Aðeins meira atvinnuleysi var á meðal karla en það mældist 0,8 prósent bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggð- inni. Mest atvinnuleysi er meðal kvenna á Suðurnesjum eða 4 prósent. Á landsbyggðinni allri mældist atvinnuleysi kvenna 2 prósent en 1,1 prósent á höfuð- borgarsvæðinu. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Þrjár íbúðir seld- ar dag hvern Alls voru 88 kaupsamningar þinglýstir á Akureyri í maímán- uði en þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. Þar af voru 47 kaupsamningar um eign- ir í fjölbýli en meðalupphæð á hvern samning var 20,6 milljónir króna. Á Árborgarsvæðinu var alls 78 samningum þinglýst þar af voru sautján um eignir í fjölbýli. Með- alupphæð á hvern samning var 21,1 milljón króna. Á Akranesi var 46 kaupsamningum þinglýst og þar af var 35 samningum um fjölbýli þinglýst. Meðalupphæð á hvern samning á Akranesi var 20,5 milljónir króna. Athygli er vakin á því að meðalupphæð kaupsamnings segir ekki til um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem stærð og aldur eigna hefur áhrif. Faðir fjórtán ára stúlku segir dóttur sína niðurbrotna eftir að starfsmaður barnavernd- arnefndar hafi náð í hana í fylgd einkennisklæddra lögreglumanna í sjoppu í Grafar- holti. Starfsmaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir vinnubrögðin ekki yfir gagnrýni hafin. SETT INN Í LÖGREGLUBÍL FYRIR FRAMAN VINI SÍNA „Það komu tveir einkennisklæddir lögreglumenn í sjoppu í Grafarholt- inu, ásamt einhverri manneskju sem sagðist vera frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, og tóku fjórtán ára gamla dóttur mína og hentu henni inn í merktan lögreglubíl,“ segir Karl M. Karlsson, faðir unglingsstúlku í Reykjavík. Karl, sem ekki hefur forræði yfir dóttur sinni, hefði ekki vitað af þessu nema af því að dóttir hans hringdi í hann í uppnámi en þá var búið að færa hana á Stuðla. Hann segist eng- in svör fá frá barnaverndarnefnd um af hverju dóttir hans hafi verið tekin og ekki heldur frá móður hennar sem hann segir ekki svara símhringingum sínum. Um klukkan fimm á föstudag átti svokölluð pabbahelgi að hefjast án þess að Karl hefði nokkuð heyrt af því sem kom fyrir dóttur hans. Finnst brotið gegn dóttur sinni „Að fjarlægja hana í lögreglu- fylgd með þessum hætti er hundr- að prósent brot gegn barninu og það er líka brot á upplýsingaskyldu gagnvart mér að ég fái ekkert að vita um ástæður þessa. Hún var grát- andi, mjög hrædd og vildi láta sækja sig,“ segir Karl. Hann fær smáskila- boð frá dóttur sinni sem biður hann um að hjálpa sér, en hann upplifir sig hjálparlausan að geta ekkert gert til þess að rétta henni hjálparhönd. „Hún var gjörsamlega niðurbrotin eftir að hafa verið niðurlægð með þessum hætti fyrir framan vinkon- ur sínar úr unglingavinnunni,“ seg- ir Karl sem telur ekki gott fyrir dótt- ur sína að vera rifna út úr umhverfi sínu. Karl segir móður stúlkunnar hafa margsinnis brotið á umgengisrétti hans við börn sín, þó hann hitti dótt- ur sína reglulega þar sem hún er á fimmtánda ári og geti því sjálf komið til hans af og til. Hefði mátt lágmarka áfall stúlkunnar Vilborg Þórarinsdóttir, hjá Barna- verndarnefnd Reykjavíkur, segir að oftast sé óskað eftir því að lögreglu- menn séu óeinkennisklæddir þegar þeir eru fengnir í verkefni sem þetta. Hún rengir ekki að lögreglan hafi verið einkennisklædd í þessum til- felli og hún segist ekki vita hvort ósk- að hafi verið eftir því eða ekki. „Auðvitað er ekki gripið til slíkra aðferða nema búið sé að reyna allt annað. Ég skil vel ef ekki eru all- ir sáttir við hvernig farið var að en stundum eru ekki aðrar leiðir til þess að fara. Við þurftum að koma höndum yfir stúlkuna til að reyna að tryggja að hún fái eðlilega skóla- göngu og eðlilegt líf,“ segir Vilborg. Hún segir aðgerðir sem þessa, hluta af þeirri vinnu sem auðvitað sé mjög vandasöm og ekki yfir gagnrýni haf- in. „Ef þetta fór fram með þessum hætti hefði mátt minnka áfall stúlk- unnar með því að lögreglumennirnir væru óeinkennisklæddir, við tökum gagnrýnina til okkar,“ segir Vilborg en bendir á að aðalmálið hafi verið að ná til stúlkunnar. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Verslunarkjarni í grafarholti Stúlkunni fannst hún niðurlægð og biður föður sinn um hjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.