Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 8
MÁNudagur 18. JÚNÍ 20078 Fréttir DV DÝRAVINUR OG LISTUNNANDI Björgvin G. Sigurðsson leiddi lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæm- ii í kosningunum í vor og í nýrri rík- isstjórn var honum úthlutaður stóll viðskiptaráðherra. Þótt hann sé menntaður í heimspeki og sögu segist hann hafa verið ánægður með ráðu- neytið og hafi mikinn áhuga á mála- flokknum sem tekur til fjármálastarf- seminnar í landinu, samkeppnismála og neytendamála. „Sá sem er í stjórnmálum af lífi og sál, lætur sig öll mál varða,“ seg- ir hann. „Öflugt atvinnulíf er undir- staða allra hinna þátta samfélags- ins. Það er krefjandi að ganga inn í nýja og framandi hluti og það er gott tækifæri að fá að koma að uppbygg- ingu nýs ráðuneytis í kringum fjár- málageirann og neytendamál. Það er mjög sterk hefð fyrir neytendamál- um hjá krataflokkunum á Norður- löndunum, en þeim hefur ekki mik- ið verið sinnt hér. Ég hef því miklar væntingar til starfsins.“ Æskuár við Búrfellsvirkjun Strákurinn sem ólst upp í Breið- holti og Búrfellsvirkjun átti sér enga sérstaka drauma um framtíðina og alls ekki þann að hann yrði einn dag ráðherra. „Einhvern tíma sá ég fyrir mér að ég yrði bóndi, en sá draumur var ekki lífseigur. Lífið við Búrfellsvirkjun var eins og að alast upp í litlu þorpi en þrjú sumur fór ég í sveit að Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi þar sem ég drakk í mig sveitastemninguna. Þar var ég hjá einstöku fólki sem ég held alltaf góðu sambandi við.“ Björgvin er næstelstur fjögurra sona hjónanna Jennýar Jóhannsdótt- ur kennara og Sigurðar Björgvins- sonar vélfræðings. Vegna starfa hans sem alþingismanns og nú ráðherra hafa sennilega flestir gengið út frá því að hann væri ættaður af Suðurlandi en svo er ekki. „Pabbi er Reykvíkingur og Hafn- firðingur aftur í ættir og mamma er Húnvetningur langt aftur í ættir. Ég er skírður Björgvin Guðni í höfuð föð- urforeldra minna, þeirra Björgvins Benediktssonar prentara og Guðnýj- ar Sigurðardóttur, hárgreiðslukonu úr Hafnarfirði. Móðurforeldrar mínir eru Jóhanna Jónsdóttir, sem er á lífi, við góða heilsu og er mikill vinur minn og Jóhann heitinn Helgason, bóndi á Hnausakoti í Austurárdal í Miðfirði. Amma og afi brugðu búi í kringum 1970 en þótt jörðin sé komin í eyði er henni mjög vel viðhaldið og stórfjöl- skyldan fer norður mörgum sinnum á ári en mamma er ein níu systkyna í samheldinni fjölskyldu sem ræktar æskuslóðrinar nyrðra afar vel.“ Skólaganga Björgvins á æskuár- unum var í Ásaskóla í Gnúpverja- hreppi og síðar Flúðaskóla. „Við krakkarnir við Búrfell vorum keyrð með skólabíl í skólana en við Búrfellsvikjun var einstakt samfélag. Þar bjuggu á þriðja tug fjölskyldna og ég held að þessi tími hafi verið besta tímabilið í lífi margra. Tengsl fólksins voru mikil og það skipti okkur engu þótt við værum vissulega lokuð af í vondum veðrum. Þarna var auðvit- að ekkert hægt að hlaupa út í sjoppu eða leigja sér myndband. Vörur voru pantaðar hjá Kaupfélaginu á Selfossi eða versluninni Höfn á Selfossi og rútur fluttu vistir til okkar tvisvar í viku. Ég ólst því upp við öðruvísi leiki en margir jafnaldra minna, en við erfðum það mjög sterkt frá mömmu að leika okkur með leggi og skel al- veg fram eftir aldri.“ Lék sér með leggi og skel Leggirnir fengu allir nafn og Björg- vin man vel eftir mörgum þeirra. „Leggirnir hétu margir eftir hest- um foreldra minna og við máluðum þá í sama lit og hestarnir voru. Með- al þeirra voru Tvistur og Flekkur en einn hélt ég sérstaklega mikið upp á. Sá hafði fundist grafinn í jörðu, hafði tekið á sig fagurbrúnan lit og ég nefndi hann Jarp.“ Fjórtán ára að aldri fluttist Björg- vin með fjölskyldu sinni að Skarði í Gnúpverjahreppi, á jörð sem for- eldrar hans keyptu með öðrum hjón- um, þeim Jóni Áskatli Jónssyni og Guðbjörgu Kristinsdóttur, en mikill vinskapur ríkti mili þessara tveggja fjölskyldna. Guðbjörg lést langt fyrir aldur fram. „Á níunda áratugnum breytti Landsvirkjun stefnu sinni og fjöl- skyldurnar fluttu burt að mestu. Þá keyptu foreldrar mínir jörðina Skarð í Gnúpverjahreppi, ásamt hjónun- um Guðbjörgu og Jóni Áskatli sem höfðu líka verið við Búrfellsvirkj- un, en pabbi starfaði við virkjunina í þrjátíu ár. Ég hef nú búið á Skarði með fjölskyldu minni síðustu þrjú árin og keyrt á milli daglega til starfa minna í Reykjavík.“ Hestamennska og hefðir Á Skarði sinnir fjölskyldan áhuga- málinu, hestamennsku og ennþá stundar öll fjölskyldan hrossarækt í frístundum. „Hestamennska er áhugamál allrar fjölskyldunnar,“ segir hann og væntumþykja hans í garð dýranna er augljós. „Já, ég er mikill dýravinur, - allra dýra, þótt ég hafi einkum átt hesta og hunda og reyndar líka ketti. Ég átti í mörg ár íslenska tík sem hét Hekla og við vorum svo hænd hvort að öðru að þekkt var. Fyrstu minningarnar mín- ar eru í raun frá hesthúsunum í Víði- dal, en pabbi var einn þeirra sem þau byggðu í lok sjöunda áratugarins. Ég hef átt hunda, hesta og ketti og núna eigum við tíkina Kolbrá, sem er full- orðin blendingstík.“ Hann nýtur þess að ríða út og það er ein aðferð hans til að hvíla hug- ann. Sennilega sú besta. „Mér finnst mjög gott að kúpla mig frá skarkala heimsins með því að ríða út. Við fjölskyldan, ég, bræður mínir og foreldrar, eigum nokkra tugi hesta en eftirminnilegasta hross sem ég hef eignast er hún Snerpa. Hún er feykilega skemmtileg meri, viljug, örlynd og svolítið erfið,“ segir hann og brosir. „Lengst hef ég átt hana, Gretti og Heklu, en önnur hross eru til dæmis Yrpa, Raketta, Geysir og Ás. Hestarnir okkar eru flestir skírð- ir inn í hefðina. Margir heita nöfn- um úr Íslendingasögunum, ákveðn- ar ættkvíslir og eftir náttúrunni eins og Hekla, Geysir og Jökull; pabbi átti hesta út frá hryssunni Lögg sem hétu eftir vindinum og bróðir minn hefur skírt mikið eftir Goðafræðinni. Það er svo margt annað við hestamennsku en það að ríða út. Þetta er margbrot- in íþrótt.“ „Auðvitað tala ég við hestana mína – meira að segja mjög mikið. Ég skynja vel tengsl manna og dýra, þau eru gífurlega sterk. Dýr- in eru alltaf til staðar fyrir mann. Ég elska allt sem viðkemur náttúr- unni, dýrum og sveit- inni og er mjög tengd- ur þeim slóðum sem ég ólst upp á. Það er mik- ill ljómi yfir æskuárum mínum.“ Hestar, Barnaby, Morse, Arnaldur og Ian er hluti af lífi hans utan vinnu. Það eru Snerpa, Yrsa og Kolbrá líka. Á heimili Björgvins G.Sigurðssonar viðskiptaráðherra er mikið líf, enda átta manna fjölskylda sem þar býr. Fjöl- skyldufaðirinn segist ekki hafa komið sér upp færni í matseld en sinnir öðrum heimilisstörfum við jafns við konuna sína. Hann hefur verið listunnandi frá unga aldri, æskuárunum las hann eina bók á dag og lék sér með leggi og skel fram eftir aldri. DV-MYNDIR STEFÁN OG ÚR EINKASAFNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.