Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Síða 14
10 Hér má spyrja á móti: Fyrir hverja eru orðalistar? Fyrir hálfum fjórða áratug var kallað eftir því, að tekin yrði saman »nothæf samheitaorðabók, fleiri þvflík orðasöfn og hvers konar hjálpargögn önnur til sífelldrar handhægrar leiðbeiningar sem allra flestum lifandi og starfandi mönnum. Því að þeim einum er treystandi til að auðga að gagni hina lifandi tungu, endumýja hana og temja á alla vegu, hverjum á sínu sérsviði« (33). Meðal þeirra sem hvað mest geta lagt af mörkum í þessum efnum em þýðendur. Segjast verður, að hraksmánarlega hefir verið að þeim búið. Sem betur fer eignuðumst við samheitaorðabók (34) árið 1985 og íslenzka orðsifjabók (21) árið 1989, en það hefir háð öllum þýðingum í landinu undanfama áratugi, að nýjar og samtímalegar orðabækur hefir vantað. Mín kynslóð hefir að vísu átt aðgang að ágætum verkum Jóns Ófeigssonar (35), Geirs T Zoéga (36) og Freysteins Gunnarsonar (37), en það hefir hrokkið skammt. Árið 1984 kom svo út ensk-íslenzk orðabók Sörens Sörenssonar (32). Varð að því veruleg búbót að því er varðar nafnorð og sagnir. En meðal annarra orða: Hvers vegna í ósköpunum létu menn ekki greipar sópa í gnóttinni hjá Freysteini um lýsingarorð og atviksorð? Eðli þýðinga hefir breyzt verulega, einfaldlega vegna þess að fólk fær nú miklu meiri innsýn í alla tækni en áður var og það heiti, sem er íðorð í dag, er orðið hluti almenna málsins á morgun: »Margir þýðendur þurfa að nota íðorð, sérstaklega þeir sem þýða svonefnda nytjatexta. Sjaldnast eru þessi íðorð aðgengileg í útgefnum orðasöfnum eða öðmm ritum og menn þurfa því að grípa til ýmissa ráða til þess að nálgast þau hjá sérfræðingum eða búa þau til. Margir þýðendur munu eiga í fórum sínum spjaldskrár með ýmsu sem flokka mætti sem íðorð. Þessar spjaldskrár em að sjálfsögðu ekki aðgengilegar öðmm en þýðendunum sjálfum.« (38) HVERJIR EIGA AÐ HAFA FRUMKVÆÐIÐ AÐ GERÐ ORÐASAFNA? Eg er einn af þeim sem les orðalista og ég hefi verið að stagla við það undanfarið, að þýða tvær bækur og er önnur um heimspeki læknisfræðinnar (9). Ekki tókst mér að hafa upp á neinum prentuðum orðalista í heimspekinni. Ég held að'verkið hefði unnizt fljótar og betur hefði slíkur listi verið tiltækur og óþarft ætti að vera fyrir lækni, að vera af vanefnum að setja saman orðaskrá í heimspeki. Svo er til annað fólk, sem líka les orðalista, en það em stúdentar. Þeir hafa margir setið við sama borð og þýðendur, að þurfa að notast við afgömul orðasöfn. Þeir eiga einnig margir við alveg sérstakt vandamál að stríða. Það felst í því, að kennarar í sumum háskóladeildum nota sitt hvert íslenzka heitið fyrir eitt erlent. Þannig er mér sagt, að um þýzka heitið »Maxime« (í heimspeki Kants) sé ýmist notað kjörorð, lífsregla eða meginregla. Jón Ófeigsson (35) notar um annað náskylt hugtak, »Prinzip« (»Grundsatz«), heitin meginregla, frumregla og lögmál. Það læðist að manni grunur um, að það séu meðal annars svona hlutir, sem eiga þátt í því, að háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda, að þær vinni skipulega að því, að til verði íslenskt fðorðasafn á kennslusviði deildarinnar og að líta skuli á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla íslands. Hafi Einar B Pálsson þökk fyrir frumkvæðið! En setjum nú svo að stofnuð yrði íðorðanefnd heimspekinga og gefum okkur það, að þar væri tiltækur svo sem einn eintrjáningur. Væri þá ekki voðinn vís? Þá væri nú líklega skárra að læknir, sem er að »verki, óbundinn af öllu öðru en ... því sem bezt hefur verið gert í landinu fyrir [hans] dag«, skuli setja orðin fram í samfelldu máli. Það var nú nefnilega það. AÐ LEGGJA ORÐ í BELG - Eitt getum við höfundur ritsins (2) þó væntanlega verið sammála um: Að góðum nýyrðum þurfi að halda til haga, enda minnist hann á orðabanka. Þá ber að spyrja, hvemig farið verði að: Hvemig er hægt að bjarga frá gleymsku þeim nýyrðum, sem þýðendumir í sjónvarpi mæla fram eða bregða á skjáinn einu sinni? Hvemig er hægt að ná fljótt og skilvirkt, því sem bitastæðast er í prentuðu máli?

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.