Innsýn - 01.12.1986, Side 4
vill samt heyra það frá
Gabríel.
"Við, Faðir, sumir
englanna og ég vorum bara
að hugleiða hvort - ég á
við, þar sem í nótt er
stundin sem Jesús verður
maður og það allt - nú við
vorum bara að hugsa - nú,
þú veist..
Bros færist yfir
andlit Föðurins. Gabríel
stígur í annan fótinn
síðan í hinn.
"Já, haltu áfram,
Gabríel. Hvað liggur þér
á hjarta?" Gabríel dregur
djúpt andann, og bunar svo
út úr sér, "Nú mér finnst
að það ætti að vera
einhverskonar hátíð."
Nú er það?"
"3á, Faðir. Ég meina
allar þessar vesalings
persónur á jörðinni, sem
þjást, deyja, berjast og
gráta. Þeir hafa ekkert
skemmtilegt til að lifa
fyrir. Þeir hafa ekki
hugmynd um hvað er að
gerast í nótt! Gætum við
ekki gert eitthvað
stórkostlegt, og leyft
þeim að vita hvað er að
gerast?"
Það er hljótt í
hásætissalnum smá stund.
Orð Gabríels hverfa í
bergmáli. Síðan svarar
Faðirinn, með glampa i
augunum, "Þeir komast að
því nógu snemma".
Gabríel gleymir
varfærni sinni og tauga-
óstyrk sínum, og biður,
"En gætum við ekki gert
alla vega eitthvað? Gætum
við ekki að minnsta kosti
sagt safnaðarleiðtogunum
frá þessu? Vissulega
mundu þeir vilja vita. Eða
konunginum. Vissulega
mundi Heródes konungur
vilja..."
"Nei Gabríel, ég er
hræddur um að þeir mundu
ekki vilja vita. Alla
vega ekki sannleikann."
Gabríel heldur áfram,
óhræddur, "Gæti ég ekki
bara tekið með mér þrjár
eða fjórar englasveitir og
fyllt himininn yfir
Jerúsalem með einni
stórkostlegri sýningu?
Nokkrir trompetleikarar
færu vel, og jafnvel
hörpuleikarar og nokkrir.
II
• • • •
Faðirinn heldur uppi
hendi sinni. "Bíddu nú
hægur Gabríel. Þú veist
hvers konar ferð Jesús er
á. Hann á að vera þjónn,
auðmjúkur þjónn, ekki
einhver stórkostleg
bardagahetja".
Ákafi hans mýkist
svolítið, Gabríel and-
varpar, "3á, ég veit. En
er það ekki eitthvað sem
við getum gert? Það veit
enginn af þessu á jörð-
unni. Það mundi færa þeim
svo mikla gleði að vita að
nú væri að opnast þeim
hjálprseði. Gerðu það,
Faðir. Við verðum að gera
eitthvað."
Hinir englarnir eru
byrjaðir að læðast inn í
hásætissalinn, og sussa í
hvor öðrum svo þeir geti
heyrt svar Föðurins.
Andlit Föðurins
breytist í breitt og mikið
bros. Hann gleðst yfir
hollustu Gabríels og hinna
englanna við Jesú. Með
hlátur í röddinni hallar
hann sér fram til Gabríels
og segir, "Allt í lagi,
Gabríel. Taktu englasveit
með þér, en aðeins eina og
farðu. Heimsóttu fjár-
hirðana á hæðunum fyrir
utan Betlehem. Segðu
þeim. Þú verður undrandi
hversu hratt fréttin mun
breiðast út til leið-
toganna."
"Aðeins fjárhirðunum,
Faðir?" spyr Gabríel, og
vonast enn eftir að mega
setja stærri sýningu á
svið.
"'Já, aðeins fjár-
hirðunum, Gabríel. Aðrir
fá tækifæri til að heyra
um þann Jesú sem við
þekkjum og elska hann, á
réttum tíma. Farið nú!
Farið! Farið og syngið
áður en lungu ykkar
springa!"
Gabríel hraðar sér til
hinna og saman þjóta þeir
út um hlið himins og láta
sig falla til jarðar.
Gabríel birtist
fjárhirðunum fyrst. Hinir
englarnir, með dýrð sína
hulda, bíða eftir réttu
augnabliki. Er dýrð
Gabríels upplýsir hæðir-
nar, hnipra fjárhirðarnir
sig saman bakvið litla,
flöktandi varðeldinn sinn.
Verið óhræddir því
sjá, ég boða ykkur mikinn
fögnuð..."
Eins og lítil börn sem
eru spennt eftir að fá að
opna fallegan pakka bíða
hinir englarnir eftir að
Gabríel ljúki máli sínu.
Flýttu þér, Gabríel.
Okkur langar til að syngja
góðu fréttirnar."
Allt í einu geta vinir
Gabríels ekki haldið aftur
af sér lengur.
Dýrð sé Guði í
upphæðum og friður á
jörðu, með mönnum."
Og hversu mjög þeir
sungu.
Heimurinn var umvafinn
óvissu, en himinninn
endurómaði af góðu
fréttunum, um stórkost-
legan möguleika. Það var
hægt að frelsa mennina!
Hjálpræðið hafði birst
mönnunum! *
- Insight, desember 1982.
4