Innsýn - 01.12.1986, Side 6

Innsýn - 01.12.1986, Side 6
safnaðarbörn, en þau hafa engan samkomustað. í öðru þorpinu hefur þorps- höfðinginn gefið land undir byggingu en safn- aðarmeðlimir eiga engan möguleika á að fjármagna bygginguna sjálfir, og skammast sín fyrir að geta ekki notað landið. í hinu þorpinu er til bygging, en hún er að hruni komin og safnaðarmeðlimirnir þora ekki að hafa samkomur þar inni. Áformið er að byggja sín hvora kirkjuna í þessum þorpum. Þessi þorp eru ákaflega frumstæð, og þar er nákvæmlega engin þjónusta. Svo söfnuðurinn gæti haft mikil áhrif á þetta þjóðfélag, og að lokinni byggingu þessara kirkna væri hægt að vera með þjónustu svo sem heilsufræðslu, umhirðu ungbarna, matreiðslu- námskeið og Biblíufræðslu. Áætlaður kostnaður við þetta verkefni er um 1 .2 millj. íslenskra króna. Stefnt er að því að tíu til tuttugu ungmenni frá hverri Union fari til Pakistan. Farið verður á þeim tíma sem hitinn er ekki svo hræðilegur, og er því stefnt að því að fara annað hvort í nóvember eða desember á næsta ári. Dvalið verður í Pakistan í einn mánuð. Nauðsynlegt er að sækja um þátttöku í þessu verkefni með sex mánaða fyrirvara, meðal annars vegna vegabréfs- áritunar. Það væri ákaflega gaman ef einhver eða einhverjir frá íslandi gætu tekið þátt í þessu verkefni. Ekki geta allir farið til Pakistan, og við höfum einnig áhuga að vinna að einhverju sérstöku verkefni hér á íslandi. Áhuginn virðist beinast að hópferðabíl, 16-22 manna bíl. Slíkur bíll kæmi sér vel í öllu æskulýðsstarfi, bæði fyrir yngri og eldri, fyrir boðunarferðir, helgarferðir, dagsferðir, safnaðarferðir og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu kostar töluvert að eignast slíkan bíl, en það eru til margar leiðir til að fjármagna þetta. Hafa nokkrar hugmyndir verið nefndar, þar á meðal bögglauppboð, gönguferð með áheitum, bóksala og jólatréssala. Að lokum vona ég að hver söfnuður og sérhver safnaðarmeðlimur stefni markvisst og ákveðið að því að gera næsta ár að sannkölluðu ári æskunnar, ári Aðventæskunnar, unga fólkinu til uppörvunar, öllum til blessunar og Guði til dýrðar. * Þröstur Birkir 6

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.