Innsýn - 01.12.1986, Síða 14
"Múr hennar var byggður af
Jaspis og borgin af skíra
gulli sem skært gler væri:
Undirstöðusteinar borgar-
múrsins voru skreyttir
alls konar gimsteinum...
Og hliðin tólf voru tólf
perlur og hvert hlið úr
einni perlu. Op. 21:18-21
(11-21)
Hvílík andsæða
frumskóga steinsteypu og
glers sem hafa okkur
fangin í dag. Hver ein
von, þrá og takmark sem
bærist hið innra með
manninum mun verða að
raunveruleika í áformi
Guðs um endurnýjun
jarðarinnar. Það sætir
engri furðu þó postulanum
verði að orði: "Það sem
auga sá ekki og eyra
heyrði ekki og ekki kom
upp í hjarta nokkurs
inanns, allt það sem Guð
fyrirbjó þeim, er elska
hann." 1Kor 2:9.
iif til er málefni þess
virði að hrópa um eða efna
til kröfugöngu um, eða
gera lýðum kunnugt þá er
það þetta áform Guðs um að
gefa mannkyninu tækifæri
til þess að byrja á nýjan
leik á plánetunni Jörð.
Mannveran var ekki sköpuð
til þess að deyja - heldur
til þess að lifa að
eilífu. Guð hefur lagt
áform um eilíft líf.
Rithöfundur nokkur
hefur tjá þetta á eftir-
farandi veg: "Hin mikla
deila er til lykta leidd.
Synd og syndarar eru ekki
lengur til. Gjörvallur
alheimurinn er hreinn
orðinn. Eitt hjarta
samlyndis og fagnaðar slær
um óravíddir sköpunar-
verksins. Frá honum, sem
skóp alit, flæðir líf og
ljós og fögnuður um öll
svið hins endalausa geims.
Frá hinni smæstu öreind
til hinnar stærstu
veraldar, kunngjöra allir
hlutir, lifandi og dauðir,
í skuggalausri fegurð
sinni og fullkomna
fögnuði, að Guð sé
kærleikur." F.G.White.
Deilan Mikla bls 708.
Valkostur Guðs er
besta boðið sem nokkurn
tíman hefur verið lagt
fram; algjör fullnægja,
fullkomin sjálfshafning -á
sviði eilífðarinnar.
Stórkostlegar fréttir
að miðla sérhverri lifandi
sál! Það fyrirfinnst
himinn og undirbúið
heimili fyrir hinn
þreytta, hrjáða,
áhyggjufulla. Björgun er
á leiðinni.
Það er einn sem heldur
víöri veröld í hendi sér.
Það er ekki neinn karis-
matískur páfi. Það er
Guð, sem samkvæmt áætlun,
mun leiðrétta það sem
úrskeiðis hefur farið, og
koma á eilífðarríki friðar
og réttlætis. Boðskapur
hins spámannlega og
opinberunarhluta Biblí-
unnar - Jesaja, Esekíel,
Daníel, Olíufjallsræða
Jesú, Opinberunarbókin -
er þessi: Guði stendur
ekki á sama. Guði þykir
vænt um manninn. Þó
ökutækið virðist stundum
vera stjórnlaust, þá er
Guð samt sem áður ennþá
við stjórnvölinn.
"Er þjóðir mannkyns-
sögunnar rísa til valda og
hnigna á ný virðist þetta
afleiðing mannlegs valds
og máttar. Atburðir
viröast að miklu leyti
velta á valdi, metnaðar-
girnd og duttlungum. En í
orði Guðs eru tjöldin
dregin til hliðar, og við
sjáum að baki, yfir og
gegnum leiki og gagnleiki
mannlegra hagsmuna, valds
og ástríðna, vinnur hið
náðarsama almætti Guðs
verk sitt á hljóðan og
þolinmóðan hátt samkvæmt
ráðsályktun sinni.
E.G.White. Menntun,
bls.173.
Og þegar allt er komið
í framkvæmd, og hin nýja
byrjun orðin að veruleika,
þá mun Guð vera miðdepill
alls lífs og allra lifenda
- með víða veröld í hendi
sinni á nýjan leik.
"Maklegt er lambið hið
slátraða að fá máttinn og
ríkidóminn, visku og
kraft, heiður og dýrð og
lofgjörð."
Honum sem í hásætinu
situr, og lambinu, sé
lofgjörðin og heiðurinn,
dýrðin og krafturinn um
aldir alda." Op. 5:12,13.*
Lauslega þýtt úr Focus,
nr. 4. 1985
Eric Guðmundsson
14