Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.05.1920, Side 3

Hagtíðindi - 01.05.1920, Side 3
1920 H AGTÍÐINDI 19 Á ýmsar vörur, er áður voru tollfrjálsar, var lagður tollur árið 1919, svo sem síldartunnur og efni í þær, vínanda til eldsneytis eða iðnaðar og ilmvötn og hárlyf, og útflutningsgjald á ýmsar land- afurðir. Yfirlitið sýnir aðeins inn- og útflutning af þessum vörum eftir að tollur var lagður á þær. Yfirlitið sýnir, að 1919 hefur verið flutt inn til Reykjavikur miklu meira af vínföngum og öli heldur en árið áður. Af tóbaki hefur innflutningurinn verið meir en þrefaldur á við árið 1918 og af vindlum og vindlingum líka töluvert meiri. Innflutngur á kaíTi hefur verið fimmfaldur og á sykri nærri tvöfaldur á móts við árið 1918, en af báðum þessum vörum var líka óvenjulega lítill innflutn- ingur það ár. Aftur á móti var innflutningur á kaffibæti töluvert minni árið 1919 heldur en árið áður og eins var um súkkulaði og kakáó, en af tei var innflutningurinn tvöfaldur og af brjóstsykri og konfekt nærri tvöfaldur á móts við árið á undan. Af flestum vöru- tollsvörum hefur innflutningur til Reykjavíkur verið töluvert meiri síðastliðið ár heldur en árið á undan. Þó hefur verið töluvert minni innflutningur af kornvörum og kolum og lítið eitt minni af trjávið. Útflutningur af fiski frá Reykjavík hefur verið heldur minni heldur en árið á undan, en miklu meira en áður hefur verið flutt út af honum ófullverkuðum. Af síld og lýsi hefur aftur á móti verið flutt út miklu meira frá Reykjavík heldur en árið 1918. Tollarnir, sem tilfallið hafa í Reykjavík á síðastliðnu ári, hafa numið alls 2.2 milj. á móts við rúml. 1 milj. árið 1918. Þessi mikla hækkun stafar auðvitað að langmestu leyti af því, að á flestum vörum hafa tollarnir verið hækkaðir að miklum mun og einnig hefur tollur verið lagður á vörur, sem áður voru ótollaðar. 5. júní 1918 var allur vörutollur tvöfaldaður og 28. nóv. 1919 var hann aftur hækkaður um 50 °/o, en 12. ágúst hafði saltið verið felt burtu úr vörutollinum og lagður á það sjerstakur salttollur, 8 kr. á hvert tonn, til þess að vinna upp halla þann, sem orðið hafði á saltkaup- um landsstjórnarinnar vegna styrjaldarinnar. 6. mars 1919 var lagður bráðabirgðatollur á síldartunnur, 5 kr. á hverja, og á efni í þær, 5 kr. á hver 20 kg. 12. ágúst var vínfangatollur yfirleitt tvöfaldaður, tollur á öli og Iímonaði hækkaður úr 20 au. upp í 30 au. á litra, og nýr tollur lagður á vinanda til eldsneytis og iðnaðar, 2 kr. á litra, og á ilmvötn og hárlyf, 4 kr. á lítra. Ennfremur var þá tóbaks- tollur hækkaður um 50 °/°> á tóbaki úr 3 kr. upp í 4 kr. á kg og á vindlum og vindlingum úr 6 kr. upp í 8 kr. á kg. Loks var tollur á brjóstsykri og konfekt hækkaður úr 1 kr. 25 au. upp í 2 kr. á kg. 14. ágúst 1919 var útflutningsgjald af sjávarafurðum yfirleitt

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.