Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 17

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 17
1962 HAGTÍÐINDI 37 félag ísfirðinga, Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Skipatrygging Austfjarða, Vél- bátaábyrgðarfélagið Hekla og Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Öll fiskiskip (þilfarsbátar) undir 100 lestum eru skyldutryggð hjá þessum félögum, og þau end- urtryggja öll hjá Samábyrgð íslands. Um þessi félög gilda lög nr. 103/1947, með breytingum í lögum nr. 61/1952. — Umboð erlendra tryggingafélaga hér á landi eru ekki með í yfirlitunum, enda er starfsemi þeirra hverfandi lítil. Tvö félög stofnuð 1960, Verzlanatryggingar h. f. og Byggðatrygging li. f. á Blönduósi, eru að sjálfsögðu ekki með í yfirlitunum. Sama er að segja um Ábyrgð h. f. (stofnað 1961), en það er umboðsfélag og ber sjálft enga áhættu. Rekur það bifreiðatryggingar og fl. og hefur umboð fyrir Ansvar International Ltd. í Stokkhólmi. í yfirliti I eru tekjur og gjöld tryggingafélaganna árin 1957—59. í tekjuhlið eru öll iðgjöld, sem gjaldfalla á viðkomandi ári, svo og þau iðgjöld eða iðgjalda- hlutar, sem tilheyra árinu en Voru greidd eða féllu í gjalddaga árið á undan. Á móti eru í gjaldahlið færð iðgjöld, sem tilheyra næsta ári á eftir en hafa verið færð gjaldfallin eða greidd í tekjuhlið. Á sama hátt eru tjónabætur greiddar eða gjaldfallnar á viðkomandi ári færðar í gjaldahlið, en á móti í tekjuhlið eru tjóna- bætur, sem voru gjaldfallnar en ógreiddar árið á undan. Bæði iðgjöld og tjón eru færð í yfirlitinu nettó, þ. e. að frádregnum hlutum endurtryggjenda og að frá- dregnum endurgreiðslum á iðgjöldum Vegna hafnlegu o. fl. 10% iðgjaldaskattur á ýmsum tryggingum öll þessi ár (sjá síðast í greininni) er ekki meðtalinn, enda kemur hann ekki fram í reikningum félaganna. Þessir liðir sýna þannig upphæðir iðgjalda og tjónabóta, sem félögin raunverulega bera. Að þessu leyti m. a. er þetta yfirlit ekki sambærilegt við samsvarandi yfirlit um reikninga tryggingafélaganna árin 1953—56, sem áður er getið um. Athygli skal vakin á því, að framlög líftrygg- ingafélaga í tryggingarsjóð eru færð til gjalda, en ekki tekin með tekjuafgangi, enda er tryggingarsjóður ekki talinn varasjóður. Hins vegar eru framlög Samvinnu- trygginga í stofnsjóð færð sem tekjuafgangur og stofnsjóður tahnn með varasjóði á efnahagsreikningi. Að öðru leyti þarfnast yfirht I ekki sérstakra skýringa. Yfirlit II er um eignir og skuldir tryggingafélaganna. Að því er snertir fyrir- fram greidd iðgjöld, ógreidd tjón, tryggingarsjóði og varasjóði, vísast til skýringa við yfirht I hér að framan. Með skuldabréfum líftryggingafélaga eru talin lán And- Vöku til Fasteignalánafélags samvinnumanna (innifahn í hð g) og lán gegn veði í líftryggingaskírteinum (hður h). í yfirliti III er skipting iðgjalda og tjónabóta eftir helztu tryggingagreinum, enn fremur mismunur iðgjalda og tjónabóta og tjónabætur í hundraðshluta af ið- gjöldum. Iðgjaldatekjur félaganna hafa aukizt á þessum þrem árum úr 78,9 millj. kr. í 127,9 millj. kr., eða 62%. Bótaútgjöld hafa á sama tíma aukizt úr 54,2 millj. í 87,4 millj. kr., eða um 61%. Iðgjöld brunatrygginga hafa á þessum árum auk- izt um 53,7%, sjóvátrygginga um 106,4%, bifreiðatrygginga um 24,5% og hf- trygginga um 27,9%. Hin mikla aukning á iðgjöldum sjóvátrygginga stafar aðallega af tvennu. Annað er það, að í maílok 1958 var lagt 55% yfirfærslugjald á svo að segja allar greiðslur til útlanda, þar á meðal á tryggingaiðgjöld. Eru flest hinna stærri skipa tryggð í útlendri mynt, og tryggingaupphæð minni skipa og bátareiknuð í krónum breytist meira með gjaldeyrisgenginu en flestar aðrar tryggingar. Þess skal og getið, að tryggingaiðgjöld til útlanda voru undanþegin 16% yfirfærslugjaldi samkvæmt lögum nr. 86/1956. Hin orsökin er sú, að 1. maí 1958 hófst svo nefnd hráða- fúatrygging skipa, sbr. lög nr. 24/1958. Frá þeim tíma eru öll íslenzk fiskiskip úr tré (þilfarskip) skyldutryggð gegn bráðafúa hjá Samábyrgð íslands. Þessar tryggingar eru hér taldar með sjóvátryggingum,þótt þærséu nokkursannarseðhs.Iðgjöldvegna

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.