Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 13
1962 HAGTÍÐINDI 33 frá degi til dags. Á móti innlánsaukningunni var eignamegin um að ræða hækkun á víxlum, um 28,0 millj., og hækkun skuldabréfa og verðbréfa, um 18,7 millj. kr. Eign sparisjóðanna af handbæru fé (inneign í bönkum og peningar í sjóði) hækkaði á árinu úr 92,6 millj. kr. í 124,3 millj. kr. og var 14,4% af samanlögðum eignum allra sparisjóðanna í árslok 1960. Tekjuafgangur af rekstri sparisjóðanna, miðað við meðaltal af eignum í árs- byrjun og árslok, var 0,9% árið 1958, 1,0% árið 1959 og 0,8% árið 1960 Tilsvar- andi tala 1939 Var 1,7%. Hinn 22. febr. 1960 hækkaði Seðlabankinn, samkvæmt tilmælum ríkisstjórn- arinnar, innlánsvexti og útlánsVexti lánastofnana. Voru almennir sparisjóðsvextir hækkaðir úr 5% í 9%, vextir af sparifé með 6 mánaða uppsagnarfresti úr 6% í 10% og vextir af fé, sem bundið er til 10 ára, úr 7% í 11%. Innlánsvextirá vísanabóka hækkuðu úr 4% í 6% og vextir af hlaupareikningsinnstæðum úr 2x/2% í 4%. Þá voru almennir forvextir hækkaðir úr 7%í 11% (og aðrir útlánsvextir tilsvarandi). Hinn 29. des 1960 ákvað Seðlabankinn lækkun á almennum sparisjóðsvöxtum í 7%, 6 mánaða bókum í 8% og 10 ára bókum í 91/2%. Einnig lækkuðu innlánsvextir ávísanabóka í 4% og hlaupareikningsinnstæðna í 3%. Frá sama tíma lækkuðu al- mennir forvextir í 9%. Þá voru teknar upp sparisjóðsbækur með eins árs uppsagn- arfresti og skyldu vextir á fé á þeim vera 9%. Hér fer á eftir yfirht um spariinnlán, heildarútlán (að meðtalinni verðbréfa- eign) og niðurstöðutölu efnahagsreiknings í árslok 1960 hjá 10 stærstu spp-isjóð- unum, miðað við upphæð spariinnlána (í þús. kr.): Spari- Heildar- Niðuret.tala innlán útlán efnahagsreikn. Verzlimarsparisjóðurinn, Reykjavík 130 399 155 482 177 449 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 108 074 97 464 115 358 Sparisjóðurinn í Keflavík 58 427 58 674 69 599 Sparsjóður Hafnarfjarðar 52 036 55 272 62 141 „ Akraness 39 841 43 855 51 501 Samvinnusparisjóðurinn Reykjavík 37 660 39 116 43 228 Sparisjóður Mýrasýslu, Rorgamesi 28 725 27 754 37 870 „ Akureyrar 21 732 19 598 23 846 „ Glœsibœjarhrepps, Akureyri 18 689 13 143 19 892 „ Sauðárkróks 15 908 16 831 19 822 Sparisjóðsfé í innlánsstofnunum hefur í Iok áranna 1939 og 1956—1960 alls numið sem hér segir (í millj. kr.): 1939 1956 1957 1958 1959 1960 Ðankar 55,6 982,5 1 073,6 1 185,7 1 356,4 1 642,5 Sparisjóðir 14,2 337,9 420,9 520,2 623,1 716,6 Söfnunarsjóður íslands 4,5 16,1 16,7 17,0 17,6 17,9 Innlánsdeildir kaupfélaga ... 1,9 139,4 164,8 197,6 233,6 240,0 Samtals 76,2 1 475,9 1 676,0 1 920,5 2 230,7 2 617,0 í töflu Hagtíðinda um þróun peningamála eru innstæður í sparisjóðsávísana- bókum taldar með hlaupareikningsfé, en í yfirfitum þessarar greinar eru' þær taldar sparisjóðsfé. Verzlunarsparisjóðurinn Var gerður að banka í apríl 1961, en hann er í þessari grein tafin með sparisjóðum, vegna þess að tölur lxennar ná ekki lengur en til ársloka 1960.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.