Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 19

Hagtíðindi - 01.02.1962, Blaðsíða 19
1962 HAGTlÐINDI 39 flugvélarnar, a. m. k. allar hinar stærri, tryggðar að öllu leyti hjá erlendum tryggingafélögum. Upplýsingar um tryggingar íslenzkra aðila erlendis eru mjög af skornum skammti. í greiðslujafnaðarskýrslum eru tölur, sem sýna greiðslur vegna trygginga til og frá útlöndum. Árin 1957—59 voru þessar greiðslur sem hér segir: Grciðslur til Grciðslur frá útlundu, útlöndum, millj. kr. millj. kr, 1957 ............................ 51,8 46,5 1958 ............................ 54,0 38,9 1959 ............................ 65,5 47,5 Þessar tölur eru miðaðar við opinbert gengi á þessum árum, þannig að 55% yfirfærslugjald og yfirfærslubætur samkvæmt lögum'nr. 33 29. maí 1958, um útflutn- ingssjóð o. fl., er ekki meðtalið. 16% yfirfærslugjald samkvæmt lögum nr. 86/1956 var ekki tekið af tryggingaiðgjöldum, eins og áður segir. Ef tryggingagreiðslur frá maílokum til ársloka 1958 eru með áætlun hækkaðar um 55%, og eins greiðslur árið 1959, fást eftirfarandi tölur: Grciðslur til Greiðslur frú útlanda, útlöndum, millj. kr. millj. kr. 1957 ............................. 51,8 46,5 1958 ............................. 71,3 51,4 1959 ............................ 101,5 73,6 Greiðslurnar til útlanda eru að langmestu leyti iðgjöld. Tjónabætur og umboðs- laun til útlanda frá inulendum félögum er tiltölulega lág upphæð. Greiðslurnar frá útlöndum eru að miklu leyti tjónabætur frá erlendum tryggingafélögum, nokkur hluti þeirra er þó umboðslaun frá erlendum félögum til innlendra félaga, en lítill liluti iðgjöld. Þar sem þessar greiðslur eru ekki greindar sundur í iðgjöld, tjón og umboðslaun, og reikningar tryggingafélaganna sýna ekki sérstaklega viðskiptin við útlönd, eru ekki fyrir hendi áreiðanlegar tölur um heildarupphæð iðgjalda Vegna frumtrygginga og tjónabóta, sem landsmenn greiða til eða fá greidda frá tryggingafélögum, innlendum og erlendum. Þessi heildarupphæð iðgjalda samsvarar nettó-upphæð iðgjalda innlendra félaga (sú tala kemur fram í yfirhtum I og III), að frá dregnum iðgjöldum, sem þau fá frá erlendum tryggjendum, og að viðbættum endurtryggingaiðgjöldum og frumtryggingaiðgjöldum, sem íslenzk trygginga- félög og einstakir aðilar greiða til útlanda. Hér fer á eftir áætlun um heildarfrumið- gjöld (10% iðgjaldaskattur ekki meðtalinn) og heildartjónabætur landsmanna árin 1957—59, en þær tölur verður að nota með varúð: Iðgjöld, Tjónabœtur, millj. kr. millj. kr. 1957 ............................. 130 91 1958 ............................. 170 107 1959 ............................. 223 146 í lögum nr.86/1956, um útflutningssjóð o. fl., sem tóku gildi 22. desember 1956, var svo fyrir mælt, að innheimta skyldi sérstakt gjald af iðgjöldum vátrygginga- samninga. Gjald þetta — sem innheimt var öll árin 1957—60 — nam 10% af iðgjaldsfjárhæð. Undanþegin þessu gjaldi voru iðgjöld af líftryggingum, brunatrygg- ingum húsa, tryggingum skipa og flugvéla og tryggingum búfjár. Þetta gjald kemur ekki fram í reikningum félaganna. Tekjur af því hafa verið sem hér segir: 1957 4,4 millj. kr., 1958 7,4 millj. kr. og 1959 8,1 millj. kr.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.