Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 8
4 HAGTÍÐINDI 1964 rekstraruppgjör, telja þar allan kostnað við reksturinn, og eru því brúttótekjur þeirra ekki oftaldar í töflum 2—5. Flestir útgerðarmenn með meiri háttar rekstur munu láta í té sérstakt yfirlit um rekstur sinn. Varðandi annan sjálfstæðan rekstur er það að segja, að brúttótekjur af honum munu vera eitthvað oftaldar í III. kafla framtalsskýrslu, sem töflur 2—5 byggjast á, vegna þess að vaxtaútgjöld, viðgerðir og viðhald og fyrning fasteigna hefur ekki verið talið með rekstrargjöldum, heldur verið fært sem frádráttur I IV. kafla framtalsskýrslu. Þetta á þó einkum við minni háttar rekstur, og það, sem á milli ber, skiptir tiltölulega litlu máli, þar sem það er venjulega aðeins hluti framteljenda í hverri grein, sem er með oftaldar tekjur í III. kafla framtalsskýrslu af þessum ástæðum. Eins og áður segir er nokkuð um það, að brúttótekjur eins og þær eru færðar í III. kafla framtalsskýrslu séu oftaldar, en á móti því vegur, að brúttótekjur eru stundum fœrðar of lágar í III. kafla framtalsskýrslu, og verkar það til lækkunar á brúttótekjum samkvæmt töflum 1—5. Margir atvinnurekendur, sumir aðrir, sem hafa sjálfstæðan rekstur og raunar fleiri láta í té yfirlit, þar sem ekki aðeins eru færðar heildartekjur af rekstri og öðru ásamt rekstrargjöldum, heldur einnig allur leyfður frádráttur samkvæmt IV. kafla framtalsskýrslu, þannig að í III. kafla þess koma aðeins nettótekjur til skatts með einni tölu. Hér eru þannig nettótekjur rang- lega teknar í meðfylgjandi töflur sem brúttótekjur, og verður því miður svo að vera þar til breyting fæst gerð á þessari færsluaðferð. Tekjur eiginkonu eru yfirleitt færðar á framtal mannsins, þar sem fáar eigin- konur telja sér hag í að nota heimild til að telja fram sjálfstætt. Eru því brúttó- tekjur eiginkvenna að langmestu leyti meðtaldar í brúttótekjum eiginmanna. Helm- ingur af tekjum eiginkvenna er frádráttarhær til skatts, og eru þær því aðeins taldar að hálfu í tölum nettótekna í töflu 1. — Tekjur konu í óvígðri samhúð bætast ekki við tekjur mannsins, sem hún býr með, heldur er hún sjálfstæður framteljandi. Um tekjur barna er þetta að segja: öll börn, sem verða 16 ára á tekjuárinu, og eldri börn, eru sjálfstæðir framteljendur, og eru þau flokkuð til starfsstéttar á sama hátt og aðrir framteljendur. Að því er snertir skattlagningu á tekjum barna yngri en 16 ára hefur frainkvæmdin verið mismunandi í hinum ýmsu skattumdæm- um, en í Reykjavík var liún í aðalatriðum þessi á álagningarárinu 1963: Ef notuð var heimild til að telja fram sérstaklega fyrir barn, sem hefur haft meira en 10 000 kr. í tekjur, voru færðar 10 000 kr. á framtal foreldris, sem fram taldi, til mót- vægis persónufrádrætti vegna barnsins, en tekjur umfram 10 000 kr. voru hvergi taldar og eru þær því ekki með í tekjutölum taflna 1—5. Ef ekki var óskað sér- skattlagningar barns innan 16 ára eða ekki var fallizt á liana, þá voru tekjur þess umfram námsfrádrátt færðar á framtal foreldris. — Með tekjur barna 13—15 ára, sem ekki var talið fram fyrir sérstaklega, var farið þannig, að tekjur að frádregn- um 9 000 kr. námsfrádrætti voru færðar á framtal foreldris, en þó aldrei meira en 10 000 kr. Þetta þýðir, að allt að 9 000 kr. tekjur barna í Reykjavík á þessum aldri koma ekki fram sem brúttótekjur foreldris og eru þær þá heldur ekki meðtaldar í þeim töflum, sem hér birtast. Tekjur barna 12 ára og yngri voru liins vegar færðar á framtal foreldris án námsfrádráttar, þó aldrei meira en 10 000 kr. Tekjur þar fram yfir hverfa á sama liátt og tekjur eldri barna samkvæmt framan sögðu. — IJtan Reykjavíkur var sá háttur hafður á sums staðar, að námsfrádráttur var færður með öðrum frádráttarliðum, og komu þá brúttótekjur barna í III. kafla framtals foreldris, þó að líkindum hæst 19 000 kr. — Af framan greindu er ljóst, að mikið skortir á, að fram taldar tekjur barna séu fulltaldar í töflum þeim, sem hér birtast. Þótt segja megi, að liin óákveðnu og ósamkvæmu ákvæði um skattlagningu harna séu aðalorsök þeirrar glompu, sem hér er í tekju-

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.