Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 17

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 17
1964 HAGTÍÐINDI 13 Þá má í þriðja lagi nefna, að í greinum þar sem er mikill munur á tekjum karla og kvenna, er meðalaldur hinna síðar nefndu yfirleitt lægri en karla, og hefur það áhrif á meðaltekjurnar. í fjórða lagi má nefna, að ástæða mikils tekjumunar karla og kvenna í töflu 2 er oft m. a. sú, að meðal kvenna eru tiltölulega fleiri, sem ekki hafa verið við störf nema hluta úr ári. Flokkun starfsstétta í A-hluta töflunnar skýrir sig að mestu leyti sjálf, en þó er rétt að gera nokkra grein fyrir sumum flokkunum. í nr. 11 eru starfsmenn ríkis og ríkisstofnana, enn fremur starfsmenn opinberra og hálfopinberra stofnana. Und- anskildir eru allir þeir, sem eru í nr. 04—09, svo og allt starfshð eiginlegra atvinnu- fyrirtækja ríkisins. Þannig eru starfsmenn ríkishúa í atvinnuvegi 2- í B-hluta töflunnar. Starfsmenn Gutenberg, Landssmiðju, Sementsverksmiðju og Tunnuverk- smiðja eru í atvinnuvegi 4-, og starfsmenn Skipaútgerðar ríkisins í atvinnuvegi 7-. Yerkamenn og iðnaðarmenn í þjónustu Vegamálaskrifstofu, Raforkumálaskrifstofu, Pósts og síma, Flugmálaskrifstofu og skrifstofu húsameistara ríkisins — sem eru við byggingar, viðgerðarstörf eða aðrar verklegar framkvæmdir — eru í atvinnu- vegi 5-. Þar á raunar að vera allt starfsfólk við hvers konar nýbyggingar, við- hald og viðgerðir utan verkstæðis. — Starfsmenn Landhelgisgæzlu (þar með áhafnir varðskipa) og Ferðaskrifstofu ríkisins eru í nr. 11 með almennum ríkisstarfsmönn- um, og sama gildir um starfshð Þjóðleikhússins. í nr. 12 eru starfsmenn sveitar- félaga og stofnana þeirra, þó ekki þeir, sem eru í nr. 04—09 og starfsmenn eigin- legra atvinnufyrirtækja. í nr. 12 eru einnig starfsmenn stofnana sveitarfélaga og stofnana í tengslum við þau, eftir hhðstæðum reglum og starfsmenn ríkis og stofnana eru settir í nr. 11. Starfshð útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslustöðva í eign sveitar- félaga er í nr. 00—03 eða í atvinnuvegi 3-, en starfshð búa, garðyrkjustöðva o. þ. h. er I atvinnuvegi 2-. í nr. 17 eru verkamenn og iðnaðarmenn í þjónustu sveitar- félaga og stofnana þeirra (ekki eiginlegra atvinnufyrirtækja), enda séu þeir hvorki í nr. 12 (opinberir starfsmenn) né í atvinnuvegi 5- (nýbygging, viðhald og viðgerðir). Meðal þeirra, sem koma í nr. 17, eru sorphreinsunarmenn, sótarar, birgðaverðir, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn, enda eigi þeir ekki heima í atvinnuvegi 5- eða í nr. 12 sem opinberir starfsmenn. í B-hluta töflunnar er flokkun eftir atvinnuvegum og vinnuslétt. Fyrri talan við hverja starfsstétt táknar atvinnuveginn, en hin síðari vinnustéttina, þ. e. hvers konar starf er um að ræða í viðkomandi atvinnuvegi. Atvinnuvegaflokkunin (2------ 9-) þarfnast ekki skýringa, nema hvað rétt þykir að taka fram, að bygging og við- hald húsa og annarra mannvirkja (t. d. hafna, aflstöðva, vega, brúa, gatna, hol- ræsa, flugvaha, o. m. fl.) telst vera sjálfstæður atvinnuvegur, og eiga allir trésmiðir, múrarar, pípulagningarmenn, rafvirkjar, málarar o. fl. fagmenn — bæði sjálfstæðir og í þjónustu annarra — að koma í atvinnuveg 5-, nema þeir staríi á verkstæði, þá teljast þeir til atvinnuvegar 4- (iðnaðar). Hins vegar mun skorta nokkuð á, að aUir, sem starfa við byggingu og viðhald húsa og mannvirkja, haíi verið settir í atvinnuveg 5-, vegna ófuUnægjandi upplýsinga, og hafa þá hlutaðeigendur lent í ýmsum öðrum fiokkum, og þá helzt í nr. 11, 12 og 17 eða í atvinnuvegi 4, iðnaður, enda er markalínan milh hans og byggingarstarfsemi óljós. — Til atvinnuvegar 7-, flutningastarfsemi, telst m. a. rekstur flugvéla og skipa, uppskipun og útskipun, o. fl. í þeim flokki eru hafnarverkamenn. í atvinnuvegi 8-, þjónusta, er öU starf- semi, sem ekki feUur undir neinn annan atvinnuveg né telst til neins flokks í A- hluta töflunnar, og er þar um að ræða fjöldamargar þjónustugreinar. Varðandi vinnustéttarflokkunina skal þetta tekið fram: Einyrkjar teljast þeir, sem hafa starfsemi fyrir eigin reikning, en nota ekkert eða Utið aðkeypt vinnuafl tU hennar. Hér er markið sett við 25 000 kr. launaútgjöld. Þeir, sem hafa greitt minna

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.