Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.01.1964, Side 18

Hagtíðindi - 01.01.1964, Side 18
14 HAGTÍÐINDI 1964 en 25 000 kr. í vinnulaun á árinu vegna rekstrar, sem ákveður flokkun þeirra, teljast einyrkjar. — Sem dæmi um „verkstjórnarmenn, yfirmenn“ má nefna skrif- stofustjóra, deildarstjóra, verzlunarstjóra, verkstjóra, yfirmenn á farskipum (yfir- menn á fiskiskipum eru í nr. 00 og 02) og á flugvélum. Til faglærðra teljast þeir, sem hafa lokið iðnnámi eða sambærilegu starfsnámi og vinna viðkomandi störf, svo og aðrir við sömu störf, þótt þeir hafi ekki sveinspróf. Faglærðir, sem jafn- framt eru verkstjórnarmenn (-3), einyrkjar (-2) eða forstöðumenn (-1), flokkast ekki sem faglærðir, og faglærðir í opinberri þjónustu koma í nr. 11 eða nr. 12, ef lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna taka til þeirra, en efla í nr. 17, nema þeir teljist til atvinnuvegar 5-. — í vinnustétt -7, sérfræðingar, koma þeir, sem bafa háskólapróf í tækni- og raunvísindum, félagsvísindum og öðrum hug- vísindum. Sérfræðingar, sem eru opinberir starfsmenn, koma þó í nr. 11 eða 12, og sérfræðingar fara í nr. 09 sem kennarar, ef aðaltekjur þeirra eru af kennslu. Skýringar við töflur 3 og 4. Töflur 3 og 4 sýna fram taldar meðaltekjur kvæntra karla 25—66 ára (f. 1896— 1937) eftir samandregnum starfsstéttum, svo og skiptingu þeirra eftir tekjubæð (tafla 4) og skiptingu tölu framteljenda eftir þéttbýflsstigi (tafla 3). Enn fremur er í töflu 3 sýnd tala framteljenda, sem búa í eigin búsnæði, og bundraðsliluti þeirra af heildartölu framteljenda. Fyrir neðan töflu 3 er tilgreint, bvaða starfs- stéttarnúmer í töflu 2 teljast til bvers númers í töflu 3 og 4. í skýringum við töflu 2 — en hún nær til aflra framteljenda — er tekið fram, að bún sýni yfirleitt verulega lægri meðaltekjur en beilsársstarfsmenn í viðkom- andi greinum hafa haft, þar eð margir framteljendur bafa verið við störf aðeins bluta úr ári. Þessa gætir samkvæmt eðli málsins miklu minna í töflum 3 og 4, þar sem þær taka aðeins til kvæntra karla á aldrinum 25—66 ára. Rétt er að taka það fram, að aldursskipting starfsstétta í töflum 3 og 4 mun vera aflólik, og verður að bafa það í buga við samanburð. T. d. má gera ráð fyrir, að fáir læknar séu á aldursbilinu 25—30 ára, og að tiltölulega fáir fiskimeun séu á aldursbilinu 60—66 ára, svo að eitthvað sé nefnt. í sambandi við upplýsingar töflu 3 um framteljendur í eigin húsnœði skal það upplýst, að bin lága blutfaflstala lækna mun annars vegar stafa af því, að héraðs- læknar eru yfirleitt ekki í eigin húsnæði, og hins vegar af því, að sumir læknar hafa tekjur og gjöld vegna búsnæðis í sérstöku rekstraryfirliti, sem fylgir framtali, og reyndist ekki unnt að telja með þá lækna, sem töldu fram tekjur af eigin hús- næði á þennan bátt. Lægstar meðaltekjur starfsstétta í töflum 2 og 3 hafa bœndur (þar með gróð- urbúsaeigendur o. fl.), 99 þús. kr. í því sambandi er rétt að taka fram eftirfarandi: Samkvæmt lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. skal „söluverð land- búnaðarvara á innlendum markaði miðast við það, að beildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta“. Samkomulag hefur verið um það í Sexmannanefnd, að baga framkvæmd þessa undirstöðuatriðis verðlagningar landbúnaðarvara þannig, að kaup bónda í verðlagsgrundvelli bvers verðlagsárs væri látið fylgja meðallaunatekjum verka- manna, sjómanna og iðnaðarmanna á undangengnu almanaksári. Hafa þær verið fundnar með úrtaksathugun framtala, en meðaltekjuupphæð „vinnandi stétta“ samkvæmt niðurstöðum hennar hafa verið færðar fram (þ. e. hækkaðar) til byrj- unar viðkomandi verðlagsárs í blutfalli við áorðnar breytingar á kauptaxta verka- manna í Reykjavík. Tekjur bænda á 8 fyrstu mánuðum ársins 1962 voru samkvæmt þessu ákveðnar haustið 1961 á grundvelli úrtakstekna vinnandi stétta 1960, og

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.