Hagtíðindi - 01.01.1964, Side 19
1964
HAGTÍÐINDI
15
tekjur á 4 síðustu mánuðum 1962 á sama hátt á grundvelli úrtakstekna 1961.
í báðum tilvikum var um að ræða hækkun úrtakstekna til samræmis við áorðnar
breytingar á kauptaxta verkamanna. Nú hggur það hins vegar fyrir, að frá 1960 til
1961 og aftur frá 1961 til 1962 hækkuðu tekjur launþega mjög verulega af öðrum
ástæðum en kauptaxtahækkun, þ. e. vegna meiri yíirvinnu og yfirborgana og vegna
aukinnar uppmælingarvinnu, o. fl. Eins og skipan verðlagningarmála landhúnað-
arins er samkvæmt lögum og samkomulagi fulltrúa framleiðenda og neytenda í
Sexmannanefnd, kemur shk tekjuhækkun launþega ekki fram fyrr en alllöngu
eftir að hún á sér stað. Þessi tekjuhækkun launþega frá 1960 til 1961 kemur þannig
aðeins að J/3 hluta fram á árinu 1962, en að 2/3 hlutum á árinu 1963. Þarf að hafa
þetta í huga, þegar tekjur bænda eru bornar saman við tekjur annarra starfsstétta
samkvæmt töflum 3 og 4. Á hinn bóginn þarf einnig að taka tillit til þess, að tekjur
bænda eru oftaldar í töflunum, vegna þess að hluti af rekstrarkostnaði búa er ekki
færður á landbúnaðar-framtal, heldur beint í IV. kafla framtalsskýrslu, sbr. al-
mennar skýringar við töflurnar hér að framan.
Skýringar við töflu 5.
í töflu 5 er sýnd heildarupphæð brúttótekna einstakhnga samkvæmt fram-
tölum og skipting þeirra eftir uppruna, þ. e. eftir atvinnuvegum að svo miklu
leyti sem því verður við komið. — Hér er ekki um að ræða uppgjör á þjóðartekj-
um, enda eru skattframtöl einstakhnga fjarri því að vera fullnægjandi grundvöllur
til þess, og það jafnvel þótt tekjur manna séu rétt taldar fram til skatts. Fyrst
er það, að þessi skýrslugerð tekur ekki til nettótekna félaga og ýmissa skattfrjálsra
aðila. Enn fremur er erfitt að komast lijá því, að brúttótekjur einstaklinga séu
ýmist oftaldar eða vantaldar, sbr. það, sem segir í almennum skýringum að framan.
Þá eru enn fremur meðtaldar í brúttótekjumýmsar greiðslur, sem ekki eru atvinnu-
tekjur og eiga þar af leiðandi ekki að teljast með í þjóðartekjum, svo sem almanna-
tryggingabætur og aðrar tekjuyfirfærslur. Loks má nefna, að ýmsar tekjur, eins
og t. d. eigin húsaleiga, eru metnar til skatts langt fyrir neðan raunverulegt verð-
mæti þeirra.
Ymsir annmarkar eru einnig á því að skipta fram töldum tekjum einstaklinga
í heild á atvinnuvegi. Skipting þjóðartekna í heild á atvinnuvegi er yfirleitt fram-
kvæmd þannig, að fyrirtækin (rekstrareindir) eru flokkuð eftir atvinnugreinum og
lagður saman skerfur hverrar greinar til þjóðarframleiðslunnar í formi launa-
greiðslna, tekjuafgangs o. fl. Þá fæst fram nokkurn veginn hrein hlutdeild hverrar
atvinnugreinar, og þar með hvers atvinnuvegar, í þjóðartekjum. Við flokkun á
tekjum einstakhnga verður hins vegar að telja ahar tekjur hvers framteljanda til
einnar atvinnugreinar og þá til þeirrar, sem hlutaðeigandi hefur haft mestar tekjur
frá. Augljóst er, að þetta leiðir til annarrar niðurstöðu hvað snertir skiptingu þjóð-
artekna á atvinnuvegi en fæst með hinni aðferðinni, og getur þar skakkað miklu.
Þar við bætist, að upplýsingar skattframtala um, hvaðan tekjur stafa, eru sam
kvæmt eðh málsins ónákvæmar.
Helztu frávik skiptingarinnar í töflu 5 frá þeirri atvinnuvegaflokkun, sem
Hagstofan notar í öðru samhandi og byggð er á hinni almennu, alþjóðlegu flokkun
atvinnustarfseminnar (ISIC), eru þessi: Starfshð pósts og síma er talið með opin-
berri starfsemi, en ekki með flutningastarfsemi. Bifreiðastjórar í þjónustu fyrir-
tækja í öðrum greinum en flutningastarfsemi og í þjónustu stofnana, eru hér taldir
með flutningastarfsemi, en ekki til greinar þess fyrirtækis eða þeirrar stofnunar,
sem þeir starfa í. Er þetta afleiðing þess, að allir bifrciðastjórar eru hér hafðir
saman í einum flokki. Starfslið rafmagnsveitna og vatnsveitna er tahð með opin-