Hagtíðindi - 01.09.1976, Blaðsíða 14
170
1976
SKRÁ UM STOFNANAHEITI.
A árinu 1972 gaf Hagstofan út i fjölrituðu hefti ritið S kr á um st of n a n a h e i t i, sem hefur
að geyma danska og enska þýðingu á heitum stofnana, embætta.félagssamtaka og starfsgreina. Til-
gangur þessarar útgafu er að fullnægja þörf fyrir slikt uppsláttarrit, en það gera venjulegar orðabæk-
ur ekki nema að litlu leyti. Vegna vaxandi samskipta við önnur lönd þurfa menn oft að gripa til
þýðinga á heitum stofnana, og vill það oft verða fyrirhafnarsamt, auk þess sem þýðingar gerðar f
flýti verða oft ekki eins góðar og skyldi.
Uppsláttaratriði f riti þessu eru um 1500 talsins. Auk fslenskra stofnana, eru þar með nokkr-
ar samnorrænar stofnanir og helstu alþjóðastofnanir.
Auk fslensks heitis og þýðingar þess á dönsku og ensku, er auðkennisnúmerhvers aðila tilgreint,
samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar, ef það er fyrir hendi.
Rit þetta kostar 350 kr. og fæst f Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10fReykjavík (inn-
gangur frá Ingólfsstræti). Afgreiðsla rita Hagstofunnar er a 3.hæð Alþýðuhússins. Sfmi 26699.
FÓLKSFLUTNINGAR ÁRIÐ 1975.
Töflur um fólksflutninga innanlands og milli landa vom fyrst gerðar fyrir áriðl961 oghefursfð-
an verið birt grein um það efni árlega f Hagtfðindum, sfðast f mafblaði 1972 fyrir árin 1970og 1971,
fjúlíblaði 1973 fyrir 1971 og 1972, í ágústblaði 1974 fyrir 1972 og 1973 og f febrúarblaði 1976
fyrir 1974. Ttarlegri töflur og skýringar er að finna f Mannfjöldaskyrslum árin 1961-70 (Hagskýrsl-
ur fslands II, 61) fyrir þau ár.
Töflur um fólksflutninga eru gerðar hvert ár eftir spjöldum þeirra einstaklinga f þjóðskrá, sem
vom skráðir 1. desember fyrra árs í ákveðnu sveitarfélagi, en flytja lögheimili sitt þaðan á næstu 12
mánuðum. Þar við bætast spjöld þeirra einstaklinga, sem fluttu til landsins á sama 12mánaða tfma-
bili. Ekki er talinn nema einn flutningur lögheimilis hjá hverjum manni á ári, og brottflutnings-
staður er það sveitarfélag (eða erlent land), þar sem hlutaðeigandi átti lögheimili tbytjun tfmabils-
ins.en aðflutningsstaður er það sveitarfélag (eða erlent land), þar sem hlutaðeigandi a_ lögheimýli f
lok tfmabilsins. Her eru hvorki talin með Döm á l.ári (hvergi f byrjun tfmabilsins) nédánirá árinu
(hvergi f lok tímabilsins), og ekki heldur þeir, sem fluttu milli umdæma á tfmabilinu, en voru f
lok þess komnir aftur f það umdæmi, þar sem jreir voru heimilisfastiry byrjun tfmabilsins. Tölurum
fólksflutninga eiga þannig ekki við almanaksarið, heldur tífnabilið frá desemberbyrjun fyrra árs til
nóvemberloKa sama ár.
Menn eru skyldir til að tilkynna lögheimilisflutninga jafnóðum og þeir eiga sér stað,_en nokkuð
skortir enn á, að menn hlfti þeim reglum, er hér gilda. Eru skýrslur um fólksflutninga því ekki eins
nákvæmar og ella væri. Á þetta einkum við flutninga úr landi (og að nokkru leyti til landsins), sem
eru að talsverðum hluta það seint upplýstir, að þeir verða ekki taldir með flutningum viðkomandi
árs, heldur með flutningum næsta ars_a eftir, Þetta þarf ekki að koma mikið að sök.Flutningar inn-
anlands koma hins vegar flestir fram á sama ári og þeir eiga sér stað.
Þeir, sem fara til dvalar f annað sveitarfélag eða annað land án þess, að um sé að ræða flutn-
ing lögheimilis til viðkomandi staðar, teljast ekki "fluttir", og gildir einu, hvort menn em skyldir
til að tilkynna dvalarstað sinn, samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta. Tala fólks með
skráð aðsetur án lögheimilis hefur verið birt í Mannfjöldaskýrslum árin 1961-70 og ftöflunni " Upp-
lýsingar úr þjóðskranni" f Hagtíðindum frá og með árinu 1974.
Þeir, sem fara utan til náms.halda yfirleitt lögheimili sfnu á fslandi. Fá þeir skráð aðsetur án
lögheimilis f dvalarlandi sfnu og eru ekki taldir f töflum um fólksflutr.inga, nema þeir flytjilög-
heimili sitt út (þ.e. séu teknir af skrá hér heima). Á þessu varð breyting eftir aðfsland gerðist aðili
að samningi Norðurlanda um almannaskráningu, sem kom til framkværnda 1. október 1969, og felur
það m.a. t sér, að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á almannaskrá f einu aðildarlandi, skal um
leið felldur af almannaskrá f þvf landi, sem hann flytur frá_. Til skráningar á flutningum milliNorð-
urlanda er notuð svo kölluð samnorræn flutningsvottorð (sjá auglýsingu um almannaskráningu við
flutninga milli fslands og annarra Norðurlanda, f B-deild Stjómartfðinda.nr. 178/1969). Líklegt er,
að tala fólks f flutningum að og frá landinu verði fáeinum hundruðum hærri ár hvertvegna þessa.en
fyrstu árin eftir að samningur þessi kom til framkvæmda, gætti_bre_ytingarinnar næreingöngu f tölu
brottfluttra af landinu, þav sem námsmenn, sem komu heim frá nami a Norðurlöndunum, voru þá
flestir á íbúaskrá hér á landi. Að þeim liðnum má hins vegar gera ráð fyrir að nettóhreyfing flutn-
inga milli fslands og N_orðurlanda sé ekki fjarri þvf, sem orðið hefði, ef eigi hefði komið til um-
ræddrar röskunar á skráningu brottfluttra og aðfluttra.
Þeir, sem fara til útlanda til atvinnudvalar, flytja yfirleitt lögheimili sitt til viðkomandi lands
og teljast þar af leiðandi f flutningaskýrslum. Aðild fslands að samnorrænni almannaskráningu mun
ekki enn hafa leitt til teljandi breytinga á tölu þeirra, sem farið hafa til annarra Norðurlanda f
atvinnuskyni, frá þvf, sem ella hefði orðið.
fslenskt sendiráðsfólk erlendis heldur lögheimili sfnu á fslandi og telst þvf ekkiflutt tilútlanda.