Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Illa mætt Það vekur furðu hversu áhugalausir bæjarbúar eru um bæjarmálefni þau er koma til kasta bæjarstjórnar. Annað gæti manni virst af tali manfia á götum úti. A síðasta bæjarstjórnar- fundi, sem haldinn var í Hallarlundi skv. venju, voru 6 manns mættir þegar flest var, fyrir utan bæjarstjórn. Astæða er til að hvetja bæjarbúa til að sýna þessum málum meiri áhuga í orði jafnt sem á borði, því að aðhalds er þörf í bæjarmálum sem og öðrum. Fréttir mikið lesnar Það vakti ánægjulega at- hygli tíðindamanna Frétta á síðasta bæjarstjórnarfundi, að F réttir voru mikið lesnar af bæjarfulltrúum. Gripu þeir gjarnan í blaðið ef þeim leiddist og hæstvirtur fulltrúi Alþýðuflokksins virtist hafa af því nokkra raun hverjir skrif- uðu í blaðið. Til glöggvunar fyrir þá sem vilja vita, skal á það bent, að allar greinar sem ekki eru undirritaðar, skulu eignaðar ábyrgðarmanni, hvort sem hann hefur skrifað þær eða ekki. Ritstjórn ALLT Á HULDU Eins og bæjarbúum mun eflaust kunnugt, þá stendur nú yíir taka myndarinnar Enemy mine hér í Eyjum. Allt er mjög á huldu um tilurð þessarar myndar, hvað hún kostar og þvíumlíkt. Við höfum ítrekað reynt að grennslast fyrir um hvernig gengur og þ.h. en aldrei orðið ágengt og verið vísað á einhvern sem virðist hafa það að atvinnu að vera ekki við. Okkur telst þó til, að laugin títtnefnda hafi verið eitthvað vandamál vegna afskipta sjávarfalla af því hvort hún á að ver full eða tóm. Sá sem lék Kunta Kinte í sjómvarpsmyndaflokki sem nefndist ROOTS leikur eitt af aðalhlutverkunum og er staddur hér á eyjunni. Mun þetta vera fyrsti Óskarsverð- launahafinn sem stígur fæti sínum á Heimaey og erum við að sjálfsögðu upprifin af því. Af öðrum leikendum er það að segja, að skrímslið er í bútum einhversstaðar á eyj- unni og mun væntanlega koma fram á sjónarsviðið áður en yfir lýkur. Aðrar stjörnur halda sig annars- staðar. Vegurinn inn að Prestum kemur og fer eins og ílóð og fjara og léttvínsneysla á eyj- unni hefur aukist. Vindvélar einar tvær hafa Foxarnir komið með með sér og eru menn að velta því fyrir sér hvort það standi til, að beita þeim uppí og reyna að skapa logn með því móti. Miðvikudagurinn 18. aprfl - Síðasti vetrardagur LOKSINS LOKSINS er vetur á enda og sumar að byrja. Síðasti dansleikur vetrarins er á Skansinum á miðviku- daginn síðasta vetrardag. Fyrir þá, sem ætla út að borða minnum við á alla \frábæru réttina, sem við bjóðum úr nýja| eldhúsinu, Já og svo má minna á Skansölið líka. Músikin verður í höndunum á Dadda en hann lofar góðu stuði. Skundaðu a Skansinn og skelltu þér í dansinnf Annar í páskum Páskapartý Annar í páskum og allir orðnir leiðir á að elda, ekki satt. Það er þó enginn ástæða til að fá sér ekki góðan mat fyrir því. Þið komið bara til okkar á Skansinn og látið okkur gæla við bragðlaukana. - Pantið ykkur borð í síma 2577 og málið er leyst. - 50. hver gestur sem kemur í páska-partýið , ^ fær stærðar páskaegg og allir sinn skammt af Ijöri. Við á Skansinum óskum Vestmannaeymgum öllum á láði, sem legi, gleðilegra páska og gleðilegs sumars. TANGINN SRAR Gæðavara á gððn verði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.