Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.12.1990, Side 35

Hagtíðindi - 01.12.1990, Side 35
1990 Mynd 2. Fjölgun og fækkun fólks eftir landsvæöum 1990 455 I I I I I I Hlutdeild landsvæðanna í mannfjölda 1990, 20% á milli strika Breidd súlnanna sýnir hluldeild hvers landsvæðis í mannfjöldanum 1. desember 1990, Ld. sést að f Reykjavík búa tæplega 40% landsmanna, og að utan höfuðborgarsvæðis og Suðumesja búa um 40%. - Hæð súlnanna sýnir hlutfallslega fólksfjölgun frá 1. desember 1989 til 1. desember 1990.-Flatarmál hverrarsúlusvarartil tölu einstaklinga sem fjölgaði um eða fækkaði á árinu. Færeyingaog Grænlendinga, sem fluttust tíl landsins fyrir þann tíma ranglega talinn fæddur í Danmörku. Skráning ríkisfangs miðast við íslenskar reglur, og er ekki tekið tíllit til þess þó að fslenskur ríkisborgari kunni jafnframt að eiga ríkisfang í öðm landi samkvæmt þarlendum reglum. Maður missir íslenskt rikisfang öðlist hann erlent ríkisfang fyrir eigin atbeina, en ekki að öðrum kostí. Á þjóðskrá er skráð aðild að hvetju trúfélagi sem hefur hlotíð löggildingu hér á landi, en þeir sem teljast til ólöggiltra tnífélaga eða til trúarbragða án trúfélags hér á landi, eða upplýsingar vantar um, koma saman í einn lið, „önnur trúfélög og ótilgreint". Utan trúfélaga teljast þeir, sem hafa skráð sig svo. Nýfædd böm eru talin til trúfélags móður, en trú- félagaskipti eru tilkynnt af einstaklingunum sjálfum. Tölur 1990 og breytingar ó árinu Eftir bráðabirgðatölunum var mannfjöldi á land- inu 1. desember 1990 255.855. Karlarvoru 128.381 en konur 127.474. Á einu ári nemurfjölgunin 2.355 íbúum eða 0,93%. Þetta er heldur meiri fjölgun en var árið 1989, en þá fjölgaði fólki á landinu um 1.810 eða 0,72%. Hlutfallsleg fjölgun hafði J)á ekki orðið minni flest ár undanfama sjö áratugi. A því tímabili varð minnst fjölgun árið 1970, 0,56%, og hún varð 0,6-0,7% árin 1937,1941, 1969, 1977 og 1985. Nákvæmar tölur um breytíngar mannfjöldans árið 1990 liggja enn ekki fyrir, en svo virðist sem tala brottfluttra ffá landinu hafi orðið um 700 hærri en tala aðfluttra, en tala fæddra um 3.000 hærri en tala dáinna. Lifandi fædd böm á árinu 1990 verða um 4.800 og á árinu deyja um 1.800 manns. Til landsins flytjast um 3.400 manns en ffá því um 4.100. Árin 1981-1983 fluttust um 1.000 fleiri til landsins en frá því, en árin 1984-1986 fluttist sami fjöldi brott umffam þá sem fluttust hingað ffá útlöndum. Árin 1987 og 1988 fluttust svo hingað um 2.800 fleiri en af landinu. Hefur aðflutningur fólks aldrei fyrr orðið svo mikill. Meiri hlutí [Framhald ó bls. 464]

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.