Hagtíðindi - 01.12.1990, Síða 45
1990
465
tölumar eru reiknaðar eftir endanlegum mann-
fjöldatölum 1989 og bráðabirgðatölum 1990.
Ekki er getið breytinga á mannfjölda f sveitar-
félögum með færri en 400 íbúa, en stórar hlutfalls-
tölur í þeim geta byggst á smáum breytingatölum.
Sveitarfélög voru 204 á landinu 1. desember
1990 og hafði fækkað um 20 síðan 1980. Eftir
mannfjölda skiptast þau þannig:
Tala Mannfjöldi
Alls 204 255.855
10.000 íbúar og fleiri 4 143.245
5.000-9.999 íbúar 3 19.724
2.000-4.999 íbúar 9 30.293
1.000-1.999 íbúar 17 23.371
500-999 íbúar 17 12.030
300-499 íbúar 28 10.826
200-299 íbúar 22 5.388
100-199 íbúar 57 7.777
50-99 íbúar 37 2.815
12-49 íbúar 10 369
Óstaðsettir • 17
í töflu4 erítarlegasta staðgreining mannfjöldans,
eins og var getið hér fyrr í greininni. Af henni sést,
að af heildarhækkun á landinu um 2.373 (hækkunin
er meiri en fólksfjölgunin, 2.355, vegna þess að
miðað er við bráðabirgðatölumar 1989) kemur 927
fbúa hækkun í Grafarvogssókn í Reykjavík. í
Hafnarfjarðarsókn fjölgaði um 607 íbúa, í Hjallasókn
í Kópavogi um 354, í Nessókn í Reykjavík um 223,
og í Árbæjarsókn í Reykjavík um 202.
í grein á bls. 319-326 í septemberblaði
Hagtíðinda 1989 um mannfjölda eftir kyni, aldri og
hjúskaparstétt 1978-88, er lýst breytingum sem
hafa oiðið á samsemingu landsmanna að þessu leyti
undanfarinn áratug. Koma tölur í töflum 5-7 sem
framhald af því. Á árinu 1990 fjölgaði bömum
innan 15 ára aldurs um 388 eða 0,6%, en fólki 15 ára
og eldra fjölgaði um 1.985 eða 1,0%. Ógiftu fólki,
sem orðið er 15 ára og eldra, fjölgaði um 1.583 eða
2,1%, giftu fólki fækkaði um 172 eða 0,2%, og áður
gifm fólki fjölgaði um574eða 2,7%, þar af ff áskildu
fólki um 551 eða 5,2%.
T ala kjamafjölskyldna í töflu 8 er596 hærri 1990
en 1989, eða 1,0%. Hjónum án bama innan 16 ára
aldurs fjölgaði um 369 eða 1,8% 1990, en hjónum
með böm á þeim aldri fækkaði um 476 eða 2,0%.
Pömm í óvígðri sambúð án bama fækkaði um 30
eða 1,5%, en fjölgaði í óvígðri sambúð með böm
um 411 eða 6,6%, mæðmm með böm fjölgaði um
301 eða 4,3%, og feðmm með böm fjölgaði um 21
eða 3,9%.
Þeir sem fæddir em erlendis em 3,8% mann-
fjöldans eftir tölum í töflu 9, en vom 2,6% 1980.
Fjölgaði þeim um 3.682 ffá 1980 til 1990, mest
þeim sem fæddir em í Svíþjóð (564), Danmörku
(466), Bandaríkjunum (382) og Bretlandi (239).
Þeim sem fæddir em í öllum Asíulöndum fjölgaði
um 609 á sama tímabili. Erlendir ríkisborgarar em
tæplega 1,9% mannfjöldans, en vom 1,4% árið
1980. Nemur fjölgunin síðan 1980 1.572 manns.
Mest hefur pólskum ríkisborgumm fjölgað (228),
breskum (130), sænskum (92), filippeyskum (89),
thaflenskum (88), bandarískum (81), dönskum (80)
og þýskum (76).
I töflu 10 er mannfjöldinn sýndur eftir
landsvæðum og fæðingarstað og ríkisfangi hér á
landi eða erlendis, svo og fjölgun á árinu. Sést þar
að á landinu í heild hefur tiltölulega lítil breyting
orðið árið 1990 á tölu þeirra sem fæddir em erlendis
eða eiga erlent ríkisfang. Brottflutningur af landinu
umffam aðfluming árið 1990 hefur því aðallega
orðið vegna fluminga Islendinga. Fjölgaði þeim
sem em fæddir erlendis um 2,0% en erlendum
ríkisborgumm fjölgaði um 0,8%. Erlendum ríkis-
borgumm fækkar minna en ella vegna þess að hluta
þeirra er veitt íslenskt ríkisfang ár hvert.
í töflu 10 sést enn fremur að það hefur orðið
fækkun þeirra sem em fæddir erlendis eða erlendir
ríkisborgarar á höfuðborgarsvæði, en utan þess
hefur þeim fjölgað, sums staðar verulega.
Fólksfækkun hefði orðið talsvert meiri en hún varð
á Vesturlandi og Vestfjörðum ef ekki hefði oiðið
20-25% fjölgun erlendra ríkisborgara þar.
Fremur litlar breytingar verða á skiptingu
landsmanna á trúfélög, eins og sést af töflu 11.
Hlutfall þjóðkirkjumanna er 92,6% 1990 en var
93,2% 1980, í fríkirkjunum hefur mannfjöldi
minnkað þónokkuð á sama tímabili og hlutfallið
lækkað úr 3,8% í 3,2%, í öðmm trúfélögum hefur
orðið fjölgun umfram meðallag og hlutfallið hækkað
úr 1,8% í 2,9%, og fólki utan trúfélaga hefur
sömuleiðis fjölgað lítillega og hlutfall þess af
íbúafjöldanum hækkað úr 1,2% í 1,3%.