Baldur


Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 6

Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 6
6 BALDUR Verður hægt að lengja mannsæfina ? Sumarið 1941, um svipað leyti og Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin, tilkynnti rúss- neski líffræðingurinn prófess- or Bogomolet, að hann hefði eftir margra ára tilraunir og rannsóknir fundið lyf, sem gæti lengt mannsæfina upp i 150 til 180 ár. Þessi uppfinning þótti að vonum ákaflega merkileg, þar sem venjulegur hámarksaldur manna er frá 70—80 ár, og nái einhvei* hærri aldri er þess sérstaklega getið, að ekki sé talað um þá, sem verða tíræðir og þar yfir. En það er með þessa reglu eins og fleiri, að hún er ekki án undantekninga. 1 Biblíunni segir frá ættfeðr- um mannkynsins, sem náðu mjög háum aldri, og þótt við álítum að í þeim frásögnum sé eitthvað málum blandað, þá er ekki hægt að neita þeirri staðreynd, að einmitt í þeim löndum, sem talið er, eftir frásögn Gamlatestamentisins, að vagga mannkynsins hafi staðið, nær fólk enn í dag mjög háum aldri. Austur í Kaukasus er t. d. margt eldgamalt fólk, — hundrað' ára og þar yfir. 1 Abkhasian er söngflokkur starfandi, þar sem allir söngv- ararnir eru 100 ára og eldri. Söngstjórinn er 139 ára gam- all. I.sumum löndum á Balkan- skaganum og í Suðaustur-Ev- rópu er algengt að fólk verði mjög gamalt. T. d. er mjög al- gengt í Búlgaríu að fólk verði 100 ára, og er þessi hái aldur þakkaður þjóðrétti Búlgara, mjólkurhlaupi eða skyri, sem þeir nefna jógurt og neyta mjög mikils af. Sama er að segja um fleiri lönd austur þar. Fyrir nokkr- um árum dó Tyrki, sem varð 140 ára gamall. Hann var sendur til Ameríku til sýnis ög athugunar fyrir vísindamenn þar. Karlinum var þvælt þar horg úr horg með amerískum hraða. Að síðustu varð liann fyrir bifreið og lét þannig líf- ið, án þess að hann fengi not- ið dollaranna, sem hann átti að fá fyrir ferðina. En í Ameríku eru lika dæmi þess að fólk hafi náð mjög há- um aldri, en þar er aðeins um undantekningar að ræða. Ed- ward Monroe, sonur Monroe forseta Bandaríkjanna, er t. d. enn á lífi, yfir 130 ára gamall. Hann er fæddur 1815 og því samtíðamaður Napoleons og Goethes. Þegar Karl Marx og Friedrich Engels gáfu út Kommúnistaávarpið, var hann í blóma lífsins. Hann tók þátl i Búastriðinu og var þá kominn á þann aldur, að menn eru venj ulega hættir að standa i stórræðum, eða um nirætt. Hundrað og tveggja ára gam- all lét hann skrá sig sem sjálf- boðaliða í heimsstyrjöldinni fyrri, en hinu góða boði hans var hafnað. Ekki er þess get- ið, að Edward gamli Monroe hafi tamið sér sérstaka lifnað- arhætti, og i viðtali við blaða- menn hefur hann sagst eta allt, eins og sagt var um Bakka- •köttinn. Ameríski oliukóngurinn, John D. Rockefeller þráði mjög að verða 100 ára. Honum varð ekki að ósk sinni, en dó þegar hann var 99 ára gamall. Rocke- feller hrósaði sér af því, að liann hefði aðeins lesið þrjár bækur um dagana, Biblíuna, prédikanjr séra Jowets og gamla bænabók, svo að ekki hefur hann, karlsauðurinn, eytt aurum sínum og tíma í bókakaup og bókalestur. Árið 1930 varð einn af höf- uðandstæðingum Rockefellers, sósialistinn og verkfallsforing- inn „Mother Jones“ 100 ára. — Hún var hyllt af Kommúnista- flokki og verkalýð Bandaríkj- anna, og hinn aldni andstæð- ingur hennar, Rockefeller, sendi henni heillaóskaskeyti. Hann var þá sjálfur orðinn hrumur og visinn eins og múmúa, en andlit gömlu kon- unnar ljómaði af lífsfjöri og eldlegum hugsjóna áhuga. Ein með elztu konum, sem verið hefur í Ameriku, var mexikönsk. Hún hét Marianna og varð 136 ára gömul. Þó er sagt að fóstra Georgs Washing- tons, frelsishetju og fyrsta for- seta Bandaríkjanna, negra- konan Joice Heth,. hafi orðið 161 árs, en fæðingarvottorð hennar er ekki talið ábyggilegt og því nokkur vafi á að hún hafi orðið svo gömul. Ameríku- menn héldu því þó óspart fram, að svo væri, höfðu kerl- inguna til sjmis, eins og eitt- hvert furðuverk, auglýstu hana óspart að amerískum sið og græddu á henni of fjár. Einn hinna frægustu öld- unga, sem sagan getur um, var Daninn Dragenberger. Þegar hann var 100 ára fór hann fót- gangandi sunnan úr Noregi til Björgvinjar að sækja skírnar- vottorð sitt. Hundrað og ellefu ára kvæntist hann en lifði konuna sína. Þegar liann var 146 ára bað hann sér konu, en var liryggbrotinn. Siðustu 16 ár æfinnar dvaldi hann á stór- býli einu, var þá daglega útúr drukkinn og illa liðinn af öll- um fyrir ofstopa og illdeilur. Hann var kærður fyrir ofbeld- isverk 140 ára gamall, en slapp við hegningu fyrir elli sakir. Dragenberger var eitt sinn leiddur fyrir lconung og sagði þá, að hann teldi sig vera orð- inn svo gamlan vegna þess, að í 100 ár hefði hann aldrei hátt- að ódrukkinn. En það eru fleiri öldungar en Dragenberger, sem leiddir hafa verið fyrir konunga og aðra þjóðhöfðingja. Þannig er frá því sagt, að 150 ára gamall Englendingur, Thomas Parr liafi verið leiddur fyrir Karl konung fyrsta, og á sáma tíma var þar 123 ára gömul starf- andi Ijósmóðir, og höfðu jarl- inn af Aurundell og frú hans fært þau bæði til hirðarinnar. Thomas gamli Pan fór síðan til jarlsins af Aurundell, en dó þar skömrnu síðar af ofáti. — Karlinn gerði mönnum það til skemmtunar að sýna. hver ó- hemju ósköp hann gat i sig troðið af mat, og það þoldi hann ekki. Þegar Kristján konungur sjötti og Sophie Amalie drottn- ing heimsóttu Noreg, voru fjór- ir karlar og fjórar kerlingar, sem öll voru orðin 100 ára, leidd fyrir konungshjónin í veizlu, sem þeim var haldin i Fredrikshald, og til þess að gera móttökurnar enn hátíð- legri voru gömlu hjónin gefin saman í hjónahand, þó að sum þeirra væru áður gift, og það er sagt, að þau hafi látið sér það vel líka og skemmt sér á- gætlega. Margir hinna fornu spek- inga Grikkja urðu mjög gaml- ir. Spekingurinn Phythagoras varð 100 ára. Hann skipti mannsæfinni í fjögur tímabil. Fyrstu 20 árin er maðurinn barn, frá 20—40 ára er hann unglingur, frá 40—60 ára er hann öldungur, eftir það telst hann ekki í hópi hinna lifandi hversu gamall, sem hann verð- ur. Eftir þessari kenningu hef- ur Phythagoras sjálfur ekki talist með lifandi mönnum síð- ustu 20 ár æfi sinnar. Þau dæmi, sem hér hafa ver- ið nefnd, sýna, þó að fá séu, að menn GETA náð mun hberri aldri en almennt er tal- ið hámarksaldur. En liér er um að ræða fólk, sem deyr „nátt- úrlegum“ dauða í orðsins réttu merkingu, þ.e.a.s. Elli kerling hefur unnið á lífsþrótti þess smámsaman og líf þess fjar- að út, „þegar kraftar líkams linna og lífs úti glíman stinn“, eins og skáldið kemst að orði. Prófessor Bogomolet hefur því tekið fangbrögð við Elli kerlingu, eins og Þór forðum, og komið henni á kné. Hann hefúr sannað, að áhrif ellinnar á líkama mannsins er sjúk- dómur, sem hægt er að lækna, og fundið meðal til þess. En nú vaknar spurningin: Ilve lengi getur maðurinn lif- að, þar til hann deyr eðlileg- um dauða? Enskur heimspekingur Franc- is Bacon, taldi að allar skepn- ur gætu lifað áttfaldan þann tíma, sem þær þurfa til að ná fullum þroska. Frægur þýzkur læknir, Hnfeland, hefur tekið þessa skoðun Baconsuppíbók, er hann nefndi „Makrohiotik“ eða listin að lengja mannsæf- ina. Þessi bók kom út 1796 og hefur verið gefin út á ótal tungumálum og oft endur- prentuð. Hufeland telur að þroska-thni mannsins sé 25 ár og geti hann því orðið 200 ára. Tveir svissneskir náttúrufræð- ingar IJaller og Quetelet full- yrðir, að maðurinn geti orðið 240 ára gamall, og að menn, sem deyja fyrr en það, deyi ekki „náttúrlegum“ dauða. Bogomolet fullyrðir hinsveg- ar, að hægt sé að lengja mannsæfina í 150—180 ár, og virðist það ærið háf aldur, miðað við það, sem nú er. En þessi mikli velgjörðar- maður mannkynsins lifði ekki að sjá árangur uppfinningar sinnar. Hann er fyrir nokkru dáinn af sjúkdómi 62 ára að aldri. En starfi hans er haldið áfram í vísindastofnunum Sovétríkj anna og það er talið, að ekki líði á löngu þar til lyf hans verður framleitt í svo stórum stíl, að allir geti notið þess. En er þá eftirsóknarvert að mannsæfin lengist? Margir munu þeirrar skoðunar a.ð svo sé elcki, og það er vissulega rétt, meðan mannkynið er á því þroskastigi, að vísindunum er beitt til þess að finna upp fljótvirk morðtæki, enda munu engin lyf duga til að lengja mannsæfina, méðan mikill hluti mannkynsins deyr fyrir aldur fram, vegna þess að hann fær ekki að njóta þeirra gæða, er lífið hefur að bjóða. Takist hinsvegar að koma þeirri skip- un á, að allir geti notið gæða lífsins væri sannai’lega gaman að lifa sem lengst. -------0------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.