Baldur


Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 10

Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 10
10 B A L D U R •:~x~:~x~:~x~:~x~x~x~x Nýjar Norðra bækur Eftirtaldar bækur hafa komið út á þessu ári. Þæi* eiga það sammerkt með eldri bókum Norðra að vera vandaðar að öllum írágangi, — úrval þess bezta, sem út er gefið, bóka- prýði bvers heimilis, — og sjálfsögðustu tækifærisgj afirnar. Árblik og aftanskin, eftir TRYGGVA JÓNSSON frá Húsafelli. r Um þessa stónnerku og sérkennilegu æViþætti höfundarins segir Konráð Vilhjálmsson m. a. í formála bókarinnar: „ ... Pað mun allfágætt dæmi, sem æviþættir þessir skýra frá, að íslenzkur mað- ur hafi lifað iast að því liálfa öld í fjarlægu landi, einangraður frá öllum löndum sínum, lent í slíkum tímanlegum og andlegum aflraunum og ævintýrum, kynnst ýmist hinum lægstu sviðum mannlífsins, eða notið hrifningar af æðstu listum og liugsjónum, en geymt þó ættjarðarást sína og æskuást allt í gegn og orðið "þess að lokum auðið að flytjast aftur lieim til ættlandsins og fá þar að síðustu yppfylling sinna dýrustu æskuvona . . .“ Hinn harmþrungna og fáheyrða æviraun Tryggva frá Húsafelli mun öllum verða minn- isstíeð, er lesa um liina torsóttu leið hans frá árbliki lil aftanskins. — 190 bls., ób. kr. 20,00. Bak við skuggann, eftir INGÓLF JÓNSSON frá PRESTSBAKKA. Petta er fyrsta ljóðabók höfundarins, en áður hafa birzt eftir hann nokkur ljóð í ýmsum blöðum og tímaritum, og vakið mikla atliygli. Víða um iand hefir þessarar bókar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ættu ljóðavinir ekki að missa af góðum feng, en tryggja sér eintálí hjá næsta bóksala, þar sem upplag bókarinnar er takmarkað. — 77 bls., ób. kr. 12,00. Basl er búskapur, eftir SIGRID BOO. Sagan segir frá -fjölskyldu einni í Osló og „baslara-búskap“ liennar á þann liátt, að það væri dauður maður, sem ekki gæti hlegið sér til heilsuhótar, á livaða aldri sem væri, enda sýnir hún lesandanum sjálfan sig í'sæmilega góðum spéspegli, og það er alltaf góð skemmtun og nytsamleg. — 158 bls., ób. kr. 15,00. Benui í leyniþjónustunni er bráðskemmtileg og spennandi saga, sem lældur öllum vel vak- andi, jafnt ungum sem gömlum. Bókin er prýdd mörgum-myndum af atburðum sögunnar. — 233 bls., ib. kr. 20,00. Beverly Gray í 3. bekk. Beverly Gray-sögurnar eru orðnar eftirlætisbækur allra ungra stúlkna, og jafnvel drengja líka, enda eru sögur þessar þrungnar af glaðværð og ævintýrum, sem allir hafa yndi að lesa. — 215 bls., ib. kr. 20,00. Börn óveðursins. Margir lásu í æsku Börn óveöursins, og allir minnast hennar lil elliára. Pclta er fyrst og fremst frábærlega góð barna- og unglinga- bók. Á hún allt það til að hera, sem ungt fólk sækist eftir; fjöl- breytni og hraða rás söguviðburðanna, spennandi ævintýri, æsku og ástir og farsæl og góð sögulok. Allir þeir, sem nú eru orðnir fullorðnir, en lásu hana ungir, munu nú vilja lesa hana aftur í hinni nýju þýðingu. — 138 bls., ib. kr. .14,00. Ég vitja þín, æska, eftir ÓLlNU JÓNASDÓTTUR. Hér rekur þessi stórmerka kona bernsku- og æskuminningar sínar. Bók þessi hefir vakið óhemju atliygli, og fjöldi ritdóma merkra manna hefir birzt um hana. Brijiijólfur Sveinsson, mennta- skólakennari segir m. a. um þetta snilldarverk Ólínu: „ ... Höf- undurinn er fátæk alþýðukona, er aldrei liefir í skóla komið og alla ævi unnið „hörðum höndum“ við óblíð og örðug kjör. Mátt- ugar skapanornir spunnu ekki gull- eða silfursímu við vöggu henn- ar, en þær gáfu henni aðra gjöf, er sætt hefir margan Islend- inginn, annan en Egil Skallagrímsson, við kröpp kjör og þunga harma . . . Strengirnir á hörpunni liennar Ólínu eru fáir, en þeir eru ófálslcir og svíkja eng'ann. Þeir eru snúnir við skin vorbjartra nótta og í liúmi langra vetrarkvölda af ljóðþyrstum hug íslenzkrar alþýðu frá upphafi Islands byggðar. ..“ Islcndingur segir m. a. um bókina: „... Það er göfgandi fyrir sérhvern æskumann og konú að lesa æskuminningar og Ijóð Ólínu Jónasdóttur — og um- fram allt að reyna að skílja lifsskoðanir hennar. Ungu stúlkurnár liefðu gott af að taka sér liana lil fyrirmyndar á mörgum svið- um ...“ — 157 bls., ób. kr. 16,00, ib. kr. 25,00. Feðgarnir á Breiðabóli II.: Bærinn og byggðin, eftir SVEN MOREN. Petta er annað bindi hins mikla sagnabálks um feðgana á Breiða- bóli, sem liófst með sögunni SLórviöi. Þróttmikil og skemmtileg ættarsaga. — 204 bls., ób. kr. 14,00, ib. kr. 20,00. Hippokrates faðir læknislistarinnar, eftir VALD. STEFFENSEN lækni. Saga hins mikla, furngríska læknis og spekings, Hippokratesar, er kallaður hefir verið „faðir læknislistarinnar“, er bæði merki- leg og skemmtileg, og er þetta fyrsta og eina ritið um Hippokrates, er komið hefir út á íslenzka tungu. Bók þessi ætti að finnast í hverju heimilisbókasafni. — 118 bls., ób. kr. 12.00. Horfnir góðhestar. eftir ÁSGEIR JÓNSSON frá Gottorp. Þetta er bókin, sem varð landskunn af upplestrum dr. Brodda Jóliannessonar í útvarpið, löngu áður en hún kom út. Síðan liefir lnin hlotið óhemjuvrnsældir og er nú nærri uppseld. Bók þessi er talin af dómhærum mönnum eitt snjallasta afrek íslenzkra bók- mennta. Hún lýsir af snilld frægum norðlenzkum hestamönnum og gæðingmn, svaðilförum þeirra og afrekum. Karl Kristjansson, skólastjóri, segir m. a. í ritdómi um bókina: „ . . . Bókin er falleg og vel útgefin, — mikill skemmtilestur og bókaprýði. Hún er minn- ingarrit um horfna gæðinga, — eins og nafn hennar bendir til, — einkum gæðinga í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, af því að þar nær kunnugleiki höf. bezt lil . . . Lestur bókarinnar er ein stórkostleg reiðför, þar sem lesandinn hefir stöðugt hestaskipti. . . . Enginn hestur er eiiis á bökkum Blöndu eða í Hólmi Skaga- fjarðar, — og ekki heldur í þessaVi bók. Svo dásamleg er fjöl- breytnin í hestahópnum, — og svo ágæt frásögn Ásgeirs Jóns- sonar . . .“ — 407 bls. í stóru broti, óh. kr. 48,00;- ib. kr. 63,00. HugYÍtssamur drengur. Þetta er frásögn fyrir unglinga um líf og starf Gústafs Dalén, bins f-éæga sænska •hugvitsmanns. Gústaf Dalén lézt 9. desember 1937, rúmlega 68 ára gamall og var syrgður af öllum þjóðum lieims, þjóðum, sem dáðust að þessum blinda ljósbera, sem kenndi okkur að taka andstreyminu með jafnaðargeði og hinum sárustu þraut- um með lcarlmennsku og auðmýkt. Hann var einn af mestu sonum Svíþjóðar, lifandi dæmi þess, hve ódrepandi elja, þolgæði og ósér- plægni fær miklu áorlcað. — 85 bls., ib. kr. 12,00. Hvítir vængir, eftir EVU HJÁLMARSDÓTTUR fra Stakkahlíð. Næstum óslitið frá 9 ára aldri liefir liöfundurinn verið sjúk og langtímum bundin við rúmið. En á hvítum vængjum liugans hefir hún flogið inn í draumalönd sagna og Ijóða, sem eru óvenjuleg að fegurð og innileik. Halldór Krstjánsson segir í ritdómi m. a.: „ .. . Meinleg örlög valda því, að Eva Hjálmarsdóttir tekur ekki það sæti, sem lnin var borin til meðal íslenzkra ritljöfunda. En mér finnst bók hennar auðkennd af kvenlegum þokka og náttúru- legu og heilbrigðu sakleysi bernskunnar. Og hún er dæmi l>ess, hve ljóðgáfan og skáldhneigðin hefir orðið börnum þessa lands, og v.erður enn, hvítir vængir, sem lyfta þeim yfir skugga og mótlæti lífsins"; Bókin Hvítir vængir mun hverjum og einum kærkomin. Efni hennar bætir og fegrar alla, sem kynnast því. -— 232 bls., ób. kr. 18,00, ib. kr. 28,00. Miðillinn Hafsteinn Björnsson, safnað hefir og skráð Elinborg -Lárusdóliir. Þetta er merkileg bók og athyglisvefð, hverja skoðun sem menn kunna að liafa á sálrænum málum. Þorsieiiui Jónsson, rith., segir tn. a. í ritdóini um bókinaÞessi -bók er frásögur um mörg dularfull fyrir- brigði, sem gerzt hafa í sambandi við miðilinn Hafstein Björnsson. ... Það er'auðsætt, að frú Elinborg LárusdóttirYiefir lagt mikla vinnu og alúð í að fá allar frásagnir sem réttastar frá hendi þeirra, er hezt vita. Enda byggist gildi atburða sem þeirra, er hér fjallar um, algerlega á því, að rétt sé sagt frá, samkvæmt nákvæmri at- hugun sjónar- og heyrnarvotta. . .“ Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri, skrifar einnig um bókina og segir m. a.: „. .. Bók þessi mælir með sér sjálf hjá öllum þeim, sem finna með sér þörf til þess að kynnast þessum málum, og lnin er til þess fallin að geta orðið mörgum maiini styrkur og staðfesting þess, sem flestir vona: að eiga kost endurfunda við dána ástvini. Þegar allt kemur til alls, er ást manna liið eina, sem nokkru máli skiptir fyrir hvern einstakling, þegar hann leggur upp í hina síðustu miklu ferð . ..“ — 258 bls., ób. kr. 28,00, ib. kr. 40,00. Ofantaldar bækur fást hjá öllum bóksölum landsins. Einnifí má panta þær gegn póstkröfu beint frá AÐALGTSÖLU NORÐRA H.F. Pósthólf 101 — Reykjavík. ♦

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.