Baldur - 23.12.1953, Síða 9

Baldur - 23.12.1953, Síða 9
BALDUR d með aprílbyrjun og hófu veiðar úr því, en flest voru hætt veiðum í miðjum sept^mber. Afli varð í góðu meðallagi. Fiskatalan var há, en fiskurinn óvenjulega smár hjá fjölda skipanna. Verðlag á innlendum vörum var sem hér segir: Kaupmenn greiddu 8 aura fyrir kilóið af nýjum, flött- um þorski og 6 aura fyrir ýsuna, en 14 aura fyrir kílóið af þorski og 8 aura fyrir kílóið af ýsu upp úr salti. Fyrir skippundið af full- verkuðum úrvalsfiski voru greidd- ar 40 krónur. Björn Sigurðsson, kaupmaður í Flatey, kom hingað í ágúst og bauð 5 krónum hærra fyrir skippundið, en fæstir gátu sinnt því boði, því að þeir voru búnir að lofa eða láta megnið af fiski sínum. Verð á kjöti var frá 32—40 aur. kg., mör 60—70 aura, slátur ein króna til 1,50 kr., gærur af rosknu fé 1,50—2,00 kr. hver. Rúgbrauð (3 kg.) var selt á 80 aura og sigtibrauð, sem vógul,75 kg., kostuðu jafn mikið, og þótti hvorttveggja dýrt borið saman við verð á brauðum í Reykjavík. Slysfarir og skaðar urðu vonum færri þegar gætt er tíðarfarsins. Fiskiskip, er verzlun Leonh. Tangs átti og hét „ísfirðingur", brotnaði, er verið var að setja það niður í aprilbyrjun. Féll það á hliðina og brotnaði önnur síð- an mjög og planki sprakk í hinni. Samt talið að hægt mundi vera að gera við það. Ekki varð af slys eða manntjón. Tómas Eiríksson, húsmaður hér í bæ, slasaðist í aprílmánuði í hendi í vinnu hjá Ásgeirsverzlun svo mjög, að yfirlæknirinn á varðskipinu „Diana“ varð að taka af honum vinstri höndina. Annar maður slaðaðist og þar í vinnu um vorið, gekk úr liði bæði í hné og ökla. Datt hann ofan af fisk- stakki. 1 júní drukknaði arnfirzkur maður, Jóhann Tómasson, á Haukadalsbót af ísfirzkum þilju- báti. Þilskipin „Springeren" frá Isa- firði og „Rósamunda“ frá Bíldu- dal rákust saman á siglingu und- an Látrabjargi og löskuðust bæði, Rósamunda þó meir og skipstjór- inn á henni meiddist. Unglingspiltur úr Reykjavík, Pétur Klemensson að nafni, vár af rælni að klífa upp í reiðann á gufuskipinu „Solide“, sem stóð uppi í Neðsta-kaupstað. Svo að segja efst á milli siglutrjánna var spenntur mjór strengur og ætlaði pilturinn, sem var kominn upp í topp á annarri siglunni, að fara eftir strengnum yfir á hina sigl- una. Þegar hann kom út á streng- inn, féll hann niður og allt ofan á kjölsvín skipsins, því að lestin var opin. Pilturinn brotnaði á báðum fótum um ökla, en slapp að öðru leyti ómeiddur. Varð hann alheill. Þetta slys varð í september. 1 ofsaroki rétt fyrir jól urðu skipverjar á galeasnum „Árna Jónssyni", er þá var staddur á Önundarfirði, að höggva bæði siglutrén til þess að bjarga skipi og farmi. (Skip þetta virðist hafa verið lítil happafleyta. í öndverðum apríl 1891 kom það til Isafjarðar frá Englandi fermt salti og kol- um til verzlunar Lárusar Snorra- sonar. Hét það þá „Christine“ og var heimilisfang þess Stavanger í Noregi. Skipstjórinn hét Tenne- sen. Skipið lá í Sundunum innar- lega er það var affermt. Afferm- ingu var lokið, en engin seglfesta komin í skipið, þegar aftaka suð- vestanveður gerði aðfaranóttina 13. apríl. Þá nótt hvolfdi skipinu. Menn vissu ekki með hvaða hætti slys þetta varð, því að bæjarbúar voru allir í fasta svefni. Er þeir risu úr rekkju um morguninn sást skipið á hvolfi í Sundunum og stóð lítið meira en kjölurinn upp úr. Skipshöfnin var 5 manns og týndist hún öll. Lík skipstjórans og stýrimannsins fundust rekin á Kirkjubólshlíð og var útför þeirra gerð 21. apríl. Lík annarra skip- verja fundust ekki að sinni. Hval- veiðabátur reyndi rétt strax að snúa skipinu á réttan kjöl, en tókst ekki, enda hafði annað siglutréð grafizt niður í sjávar- botninn. Hraktist skipið svo um Sundin á hvolfi, þar til loks heppn aðist að snúa því til fulls á rétt- an kjöl 27. maí, eða hálfum öðr- um mánuði eftir að því hvolfdi. Fannst þá lík eins manns í skip- inu. Skipsskrokkurinn mátti heita óskemmdur, en siglutoppar og stengur nokkuð laskað. Skipið var síðan selt hér og keypti það verzlun Á. Ásgeirssonar. Var það svo í förum milli landa næstu tvö árin. Þann 10. nóvember fór skip- ið héðan með saltfiskfarm áleiðis til Englands, hraktist það milli hafna hér í nágrenninu unz skip- verjar urðu nóttina milli 20. og 21. desember að höggva bæði siglutrén, eins og áður segir. Síð- an var skipið selt á uppboði á Flateyri fyrir rúmar 300 krónur. Komst það svo aftur í eigu Ás- geirsverzlunar hér, en nú var sæ- förum þess lokið. Ferli sínum lauk skip þetta uppi í fjöru neð- anvert í Mjósundunum. Voru geymdar í því steinolíutunnur í nokkur ár. Dyr voru gerðar á bóginn og tunnunum velt þar inn og út, ýmist fullum eða tómum. Að síðustu var það rifið og við- irair hafðir í eldinn.) Skipakostur jókst á árinu. Verzl- un Ásgeirs Ásgeirssonar keypti frá útlöndum 3 þilskip til fisk- veiða og komu þau hingað i maí- mánuði. Sama verzlun keypti og á árinu gufuskipið „Solide“ og ætlaði það til vöruflutninga. Var skipið allstórt, en vélin lítil, svo að það gekk illa. tJtsvörin, sem lögð voru á bæj- arbúa, námu alls 2480 krónum og 25 aurum. Gjaldendur voru 204, þar af 61, er greiddu minna en 4 krónur hver. Útsvarsupphæðin skiptist þannig milli stétta: Kaupmenn og fastir þjónar .............. kr. 1416,00 Embættismenn ........ kr. 173,00 Iðnaðarmenn ........... — 268,00 Ekkjur og lausakonur — 49,00 Bakarabúðirnar ........ — 70,00 Lausamenn, húsmenn og sjómenn ............ — 504,00 Hæsta útsvar greiddi verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar, kr. 515,00. Heilsufar bæjarbúa var allgott. Engar skæðar farsóttir gengu hér, en kvefvesöld var um vorið, þó ekki hættuleg, og eins var bæði bólgusótt og þyngslakvefsótt að stinga sér niður um haustið. Það gerðist merkilegast í heil- brigðismálum bæjarins, að enskt verzlunarfyrirtæki, Chr. Salvesen & Co. í Leith bauðst til að gefa bænum húseign sína hér á Isa- firði, ef innleyst yrði 1200 króna veðskuld, sem á henni hvíldi, og bærinn skuldbindi sig til þess að nota húsið til sjúkrahúss. Þessi höfðinglega gjöf var auðvitað þegin. (Um sjúkrahúsmálið er þetta ann- ars að segja: Á aðalfundi ábyrgð- armanna sparisjóðsins á Isafirði 6. apríl 1889 var samþykkt að gefa af viðlagasjóði hans 1000 krónur til stofnunar sjúkrahúss á Isafirði og í júlí s.á. voru þeir Þorvaldur læknir Jónsson, Sophus J. Nielsen, verzlunarstjóri, og Jón Jónsson, snikkari, kosnir í nefnd til þess að geyma, ávaxta og auka stofnfé þetta. Nefndinni hafði orðið það ágengt, að sjóðurinn átti á þessu ári 3132,00 krónur. Höfðu bæði innlendir menn og er- lendir gefið sjóðnum gjafir, en rausnarlegasta gjöfin var frá ekkju Ásgeirs eldra Ásgeirssonar kaupmanns, Sigríði, sem gaf 1000 krónur. Nú um haustið samþykkti bæjarstjórnin að styrkja sjúkra- hússtofnun með kr. 3000,00 og átti að taka lán í því skyni. Skömmu síðar barst svo ofan- nefnd húsgjöf. Varð hún til þess, að nú komst skriður á málið. Hert var á söfnun samskota og haustið 1894 var -upphæðin orðin 5705,00 kr. Sparisjóðurinn gaf enn 2000,00 kr„ nokkrir, og meðal þeirra Chr. Salvesen, 100,00 kr., en annars voru flestar gjafirnar frá 1 krónu og upp í 10 krónur. Húseignina, sem þeir Chr. Salv- esen & Co. gáfu, reisti verzlunar- fyrirtækið Fischer & Falck árið 1883 og endurbættu árið 1885, og var það þá virt á 6000 krónur. Árið 1894 var húsinu breytt svo, að þar var rúm fyrir nokkra sjúklinga. En 1896 var ráðist í að reisa nýtt sjúkrahús og tók Árai Sveinsson, snikkari og kaup- maður, að sér að koma því upp fyrir kr. 10.900,00. Var þá hið fyrra sjúkrahúsið selt Hannesi Hafstein, sýslumanni, og breytti hann því og jók við það. Það er nú eign frú Hásler. En sjúkrahús- inu var síðar, eftir að það hafði gegnt hlutverki sínu í 30 ár, breytt í elliheimili og það er það enn.) Framhald í næsta blaði. --------O-------- HÁTIÐAMESSUR: ísafjörður: Aðfangadagskvöld kl. 8 Jóladag kl. 2 e.h. Á Sjúkrahús- inu kl. 3 e.h. Gamlársdag kl. 8. Nýjársdag kl. 2 e.h. Sunnudaginn milli nýjárs og þrettánda, Elliheimilð kl. 2 e.h. Hnífsdalur: Aðfangadag kl. 6 e.h. Annan jóladag kl. 2 e.h. Gamlárskvöld kl. 6 e.h. Skutulsfjörður: Sunnudagur milli jóla og nýjárs kl. 2 e.h. --------O-------- VINNINGSNÚMER. Dregið var í Happdrætti Þjóð- viljans og Baldurs 5. des. s.l. — Eftirfarndi númer hlutu vinning: Nr. 3610 dagstofuhúsgögn Nr. 75096 svefnherbergishúsgögn Nr. 20433 útvarpsgrammófónn Nr. 52307 stofuskápur Nr. 93986 hrærivél Nr. 8729 ryksuga Nr. 22606 myndavél Nr. 40022 ritvél Nr. 51553 reiðhjól Nr. 47789 Islendingasögur. GOTT HERBERGI til leigu. R.v.á. llllllllllll|ll|ll|IIIIIIIII"«J | IIALLÓ! HALLÓ! | Munið eftir ódýru, sléttu, hurðunum, ásamt fleiru. 1 GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT Á R! Þakka fyrir viðskiptin á líðandi ári. Jón Isak Magnússon. = niiiiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiini iiiiiiiiiiiiriiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiniiiiM

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.