Vikutíðindi - 03.02.1961, Side 8

Vikutíðindi - 03.02.1961, Side 8
8 VIKUTÍÐINDI GLASBOTNINUM Umsagnir fjögurra manna um ölfrumvarpið í umræðunum um bjórinn hefur mjög verið rætt um vaxandi áfengisneyzlu unglinga. Blaðið vill ekki fullyrða neitt í þessu efni, en eitt er víst, að það hefur færzt mjög mikið í vöxt að unglingar innan 21 árs sitji að sumbli á vínveitingi. töðum gjörsamlega óáreittir og fá afgreiðslu ekki síður en fullorðið fólk. IJr þessu þarf að bæta. Hvernig væri, Guðbjartur, að gera eitthvað annað en að kinka kolli til kunningjanna, þegar þú ert í eftirlits- ferðunum ? •sk -fc k Það eru harðir menn af sér þingmennirnir okkar og þá kannski ekki sízt hinir ungu. Nýlega voru nokkrir kunningjar Matthiasar Matthiesen hins unga þingmanns Hafnfirðinga að ræða um bjórinn. Matthías tók ekki þáti^ í umræðunum, en þeír spurðu hann um álit hans á mál-1 inu. Þingmaðurinn færðist lengi vel undan að svara en l sagði þó að lokum: — Ég verð með bjórnum ef ég sé fram á að hann verði samþykktur — annars á móti. — Þetta var þokkalega mælt af tónskáldinu. k -k Það vakti nokkurn hlátur á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur um bjórmálið, þegar Ezra Pétursson, læknir kom með þá röksemd á móti bjórnum, að hófdrykkju- menn væru valdir að fleiri slysum en ofdrykkjumenn. Þegar læknirinn hafði mælt þessi vísu orð, minntust sum- ir barnagátunnar alkunnu: Hversvegna borða hvítu lömb- in meira en svörtu lömbin? k 'k k Innheimtumenn söluskattsins hafa að eigin sögn aldrei þurft að loka jafnmörgum fyrirtækjum vegna vangold- ins söluskatts og nú undanfarið. Vitað er að greiðsla söluskattsins hefur á umliðnum árum verið mörgum at- vinnurekendum erfið, en þó hefur þeim oftast tekizt að komast hjá lokun. En nú hefur harðnað á dalnum hjá þessum mönnum og það svo um munar. Sagt er að bráð- lega verði auglýst uppboð á* ekki færri en 200 bílum vegna vangoldinna opinberra gjalda og séu flestir þessara bíla í eigu fyrirtækja. k k Sú saga gengur í bænum, að mesta vandamál stjórnar Sósíalistaflokksins um þessar mundir sé að hafa hemil á bjórmönnum innan flokksins. 'k k k Rekstur greiðasölunnar á Keflavíkurflugvelli hefur ver- ið til umræðu í ýmsum blöðum. Ber mönnum mjög sam- an um að þar sé hið mesta vandræða ástand. Nú hefur heyrzt að ríkið gangi með grasið í skónum á eftir Loft- leiðum, að það taki þennan rekstur að sér. Því verður ekki trúað að óreyndu, að ríkið ætli að láta Loftleiðir annast greiðasölu og aðra þjónustu við þau fyrirtæki, sem það er í hvað harðastri samkeppni við. Það er stórfurðulegt hvað menn eru óskammfeilnir við að láta opinber eða hálfopinber fyrirtæki kauppa undir sig bifreiðir, að ekki sé talað um annað eins smáræði og að skrifa benzín hjá fyrirtækjunum — og þarf þá ekki forstjóra til. Nýjasta afrekið á þessum vettvangi er 320 þús. kr. Chevrolet Impala bifreið, sem Osta- og smjör- salan keypti nýlega fyrir forstjórann, sem sjálfsagt er alls góðs maklegur, en er þetta nú ekki fullmikið? Blaðið sneri sér til f jögurra manna og bað þá að skýra frá áliti sínu á „ölfrumvarpinu“. Svör þeirra fara hér á eftir. Indriöi G. Þorsteinsson, Mér skilst að bjórirum- varpið sé komið í nefnd eða eigi eftir að lenda í nefnd á Alþingi, og þess vegna liggi fyrir að fara aftur að tala um vanda sjávarútvegsins og veðrið. Hvað mig snertir er málið einnig komið í nefnd, þótt ég sjái ekki ástæðu til að svara ekki kurteislegri spurningu þessa nýja blaðs. Sjálft bjórmálið var orðið leiðinlegt áður en fréttist af frumvarpinu vegna ótíma- bærrar blaðaútgáfu templ- ara, sem hlutu að vita af skynsemi sinni að málið næði ekki fram að ganga þessu sinni, en vildu kosta til blaði til að geta sagt þeir hefðu drepið málið. Þetta er lítill sportandi. Síðan varð bjór- málið nær óþolandi vegna lítt skiljanlegra blaðaskrifa og ckki bætti úr skák að flutn- ingsmaður frumvarpsins lagðist í inflúenzu þegar mest á reið. Manni kemur í hug sýklahemaður, þegar svo slysalega tekst til á baráttu- tímum. Nú, og mitt í þessum leiðindum fann eitt blaðið sig knúið til að lýsa yfir að það væri á móti bjór, en sagði áfengisvarnarmönnum um leið norður og niður með þá tæpu milljón af almannafé, sem þeir fá árlega til að æsa upp í mönnum drykkjuskap með frekjulegum áróðri, þeg- ar þeim væri borgandi mill- jón til að vinna í kyrrþei svo að vaðallinn í þeim yrði ekki til að æsa strákalýð til brennivínsdrykkju. Heim- spekilegur siglingafræðin gur Framsóknarflokksins, vinur minn Gunnar Dal, stórslasaði sig á Helga Sæmundssyni, þegar hann ætlaði með bjór- inn upp á sjöunda plan rök- fræðinnar í Tímanum, og söngskáldið góða Freymóður Jóhannsson, var það orðljót- ur í Alþýðublaðinu út af mill- jóninni, að líklega missir hann skáldgáfuna, eins og Hallgrímur Pétursson, þegar hann orti um tófuna. Þá hef- ur orðið stórt mannfall á smáköllum, bæði í blöðum og í prívathúsum, allt út af máli sem fyrirfram var vitað að ekki færi í gegnum þing. Og svo spyrjið þið mig um bjór! Hvað sem svæfingu bjórs- ins líður á þingi halda grimd- vallaratriðin áfram að vera fyrir hendi. Ástæðulaust er að vera á móti bjór meðan leyfilegt er að selja áfengi með háum prósentstyrk. Áð- Ur en röksemd er til fyrir banni á bjór verður að banna alla áfengissölu, sem er að- alatriði fyrir þá sem engan vínanda vilja sjá á markaði, hvorki 3,5 prc. eða hærra. Þetta tvennt hangir saman, þar sem veriþ er að tala um áfengismagn en ekki heiti þess drykkjar sem ber í sér prósentuna. Hér er leyfilegt að selja fyrirtækjum hreinan spíritus, án þess það sé á- talið af bannmönnum. Ef þeir vilja banna spíritussölu eru þeir að vinna gegn iðnaðin- um í landinu. Brennivín er rúmlega helmingi veikara, samt er það illur drykkur miðað við bjór. Brennivín er selt eins og hver vill í áfeng- isverzlunum. Það lendir því miður ofan í unglingum þrátt fyrir reglugerðir. Ef bjór væri seldur í áfengisverzlun- um lenti hann kannski líka ofan í unglingum. En þeir sem vilja koma í veg fyrir ó- hollustu af drykkjuskap, ættu fyrst og fremst að láta sig alla áfengissölu varða; fá bann við henni, sem þeir geta ekki, í stað þess að snúast svona öndverðir við mjólk- inni í flokki áfengra drykkja. Menn geta sem sagt verið á móti áfengum bjór þann dag sem ekkert áfengi fæst í land- inu, en þeir sem eru krón- iskir bannmenn eiga að láta kyrrt liggja, þegar góðir menn rejma að hafa vit fyrir þeim á Alþingi með skynsam- legum frumvörpum. Á sama tíma og lukkuridd- arar hinnar röksemdalegu knattspymu um bjór þreyta orðhst sína stendur dæmið þannig hvað reykingar snert- ir, að krabbamein í lungum er svo að segja vís dauði þeirra sem hafa vindlinga um hönd í stórum stíl. Þessi dauði er sannaður og hann er ónauðsynlegur. Bjór hefur aldrei verið orðaður við slík- an f jöldadauða. Vilja nú ekki hinir vosku menn, sem alltaf eru að vinna í félögum, stúk- um og hreyfingum, og þeir sem fá milljón, láta bjórinn í friði, því hann er tiltölulega meinlaus, og byrja að stríða fyrir alvöru gegn því hættu- lega: dauðanum í tóbaks- reyknum. Örlygur Hálfdánarson, deildarstjóri Þeir vísu menn, sem gefið hafa kost á sér til setu á lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar og þar sitja, hafa að undan- fömu haft til meðferðar frumvarp um bruggun og sölu áfengs bjórs. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, virð- ist einsætt að frumvarpið muni daga uppi á Alþingi. Hinir vísu menn munu sýni- lega telja sér það átaka- minnst að svo fari. Má með sanni segja, að ekki ríkji mik- il reisn yfir slíkri afstöðu, hvorki flytjanda frumvarps- ins, sem mun haldinn póli- tískri iðrakveisu í hvert skipti sem frumvarpið á að takast fyrir, né hinum sem ekki þora að sýna kjósendunum hver vilji þeirra er í raun og veru. Hvað á að leyfa, og hvað á að banna ? Mér segir hugur Framh. á hls. 7. Voru greiddar 4 millj. kr. til ýmissa íslenzkra umboðs- og eftirlitsmanna vegna kaupanna á nýju togurun- um :

x

Vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.